Saga: missirisrit - 01.12.1927, Síða 61
S A G A
193
menn líka sjálfum sér, en engar eftirstælingar. En viö
auknar samgöngur og sameiginlega skólagöngu, liefir
þetta afar mikiö breyzt, og víöa út um heim er svo kom-
iö, að svipbrigði héraöa og heilla landa eru að renna
saman í einn svipblæ, síðan vegalengdirnar voru að engu
gerðar með eimskipum, járnbrautum, jarðreiðum, himin-
förum, símum og loftskeytum, sem tengja saman sýslur
og lönd, álfur og heim allan.
Jarðbúar óttast ei lengur hvern annan, og eru óðum
að læra að skilja hvers annars sérkenni og tiktúrur. Og
það mega íslenzkar konur eiga, að snemma stóðu þær
framarlega í óttaleysi við útlendingana og góðum skiln-
ingi á þeim. Og nú eru Islendingar meira aö segja farn-
ir að fella sig við alla frumliti náttúrunnar á likömum
mannanna: gult og rautt og blátt — og það í hinni
þrengstu merkingunni. Og sézt bezt á því, að vér Landar
erum ekki svo miklir eftirbátar hins unga tíma.
Blökkumannasöngvar og nýjustu garganvalsar, glymja
bráðum á Færeyjum, íslandi og Grænlandi, og rímur
heyrast kveðnar við raust suður í Afríku, austur í Kína
og vestur í Ameríku, Heimurinn er að verða eitt.
Sú var tiðin að Hóras skáld, vinur Ágústusar, liótaði
hverjum manni bölvun og goðagremi, sem fyrstur sigldi
yfir hin vanhelgu veraldarhöf, sem náttúran ætlaðist til
að skildi land frá landi og þjóð frá þjóð. Og Plató al-
frægi sagði að Atlantshafið væri ófært öllum1 skipum, því
rétt undir yfirborði þess hvildi eylandið mikla, Atlantis,
sem sokkið hefði í sjó í eldsumbrotum og ógurlegu flóði,
með öllum sinum auðugu íbúuin; höfuðborginni glæsilegu,
sem umlukt var af vígi'sskurði, 100 feta djúpum, 500 feta
breiðum og 3,000 mílna löngutn; og sínum 10 konungum,
sem áttu 10,000 hervagna og 1,200 herskip.
Nú óttast mannsandinn hvorki hótanir né grýlusögur