Saga: missirisrit - 01.12.1927, Qupperneq 62
194
S A G A
liöinna alda lengur. Gömlu skáldin, heimspekingarnir og
jafnvel gu'öirnir fornu, veröa aö láta í minni pokann fyrir
nýjum anda hins nýja tíma. Svo hefir það alt af veriö
og verður.
Mannkynslífið, er að reyna aö finna sjálft sig, sem
eina óslitna heild, og í því samstreymi gætir hvers ein-
staks dropa lítið.
Glaðst geta menn yfir þeirri vissu, að flutnings- og
fartæki framtímans geri alla menn að nágrönnum vorum,
því svo má heita, að fjarlægðin verði bráðum ekki lengur
til á yfirborði jarðarinnar. Og óneitanlega er hún fræð-
andi, þessi flökkumannaöld, þar sem hver umrenningurinn,
sem fargjaldið á, getur þotið frá einum enda jarðar til
annars og verið alstaðar, séð alt, orðið fyrir áhrifum af
öllu, lifandi og dauðu, borgum og byggingum, mönnum
og málefnum, listum og hugsjónum, klæðnaði og tízku.
En alt þetta miðar í þá áttina, að gera alla öllum lika
alstaðar.
Sá kemur tíminn, að dalamaðurinn, sjómaðurinn,
Reykvikingurinn og Vínlendingurinn þekkjast ekki að.
Sumir harma það sjálfsagt. Og vafalaust glatast mörg
merkileg sérkenni í flóðöldu þeirri hinni miklu, er nú er
að hefja sig yfir heimslöndin. En sum meiga sjálfsagt
missa sig að skaðlausu, þó heimurinn verði óneitanlega
daufari í dálkinn, ef enginn verður til að hlæja að né
hátigna.
En fyrst engin menning getur staðið í stað, þá er þó
gott til þess að vona, að breytingar hennar þoki áfram en
ekki aftur á bak.
III.
Guðmundur skáld á Sandi og svarfdælsku karlarnir
hverfa isýnum. Með þeim missist mikið af íslenzkum sér-
kennileika. En snilli Sand-skáldsins geymist samt, og á