Saga: missirisrit - 01.12.1927, Síða 65
S A G A
197
fegurra og göfugra tilverustig, en eg get jafn vel hugsa'S
mér nú. Og himinn þess, sem heildar, verði hærri og
hlýrri öllum þeim himnum, sem bernskudraumar þe«s
reistu guöum sinum í hug 'sínum og hjarta. Þetta er
“Vbrtrú” kvæðanna minna og lífs míns. “Ofurmennin”
hjá Nietzsche og Shaw, og “Guö liinn ósýnilegi konung-
ur” hjá Wells, verða mér eigi neinir stór-risar, sem
gnæfa líkamlega eða andlega upp úr fjöldanum, heldur
mannkyniS alt í nafni einnar skáldper.sónu, sýnt langt
upp á löndum framtíSarinnar, eins og hver þessara manna
sér þaS, og boriS saman viS mennina, sem nú eru á jörS-
inni.
En þaS er langt frá því aS mér finnist aS nokkur þess-
ara snjöllu manna komi'st eins langt meS mannkyniö á
fullkomnunarbrautinni, og mér sýnist aS líkurnar bendi
til aS þaS geti komist á sínu hæsta stigi. ÞaS getur eng-
inn, sem hefir lifaS og nú lifir, hversu spámannlega sem
hann er vaxinn, og hvaS mikil sem andagiftin er. ViS
getum þúsundfaldaS og fegrað og fullkomnaS i huga
okkar þaS sem viS þekkjum, en hiS óþekta, sem framtíS-
in á eftir aS leiSa í ljós, fær enginn skoSaS né lýsit. En
jiroskabraut mannsins frá vitleysunni til vizkunnar, frá
moldarhaugnum til haillarinnar, frá nuyrkrinu til ljóssins,
gefur samt þá vissu, aS fullkomnunin hljóti aS halda á-
fram, unz framtíSarmaSurinn getur meS sönnu sagt um
okkur, borin saman viS sjálfan sig, eins og viS sögSum
um apamanninn: “Ljótur varstu frændi!”
BrauSmola-bardaginn, sem nú istendur yfir, er sorg-
lega leiSinlegur og gerir báSa málsparta aS grimmum
rökkum og lævísum refum. En eins og “sannfrjáls maS-
ur velur vont verra til aS foröast,” þannig verSur sá, sem
niiSur má í lifsbaráttunni aS berjast meS klóm og kjafti
viS meiri máttinn til aS seSja sárasta hungur sitt og sinna.