Saga: missirisrit - 01.12.1927, Side 69
Æfintýrið á skógarbýlinu.
Þorskabítur þýddi.
Ripley stóö í dyrunum og horföi yfir ána og sléttuna,
sem lá upp aö fjallshlíöinni hinu megin.
EÖlisávísun manna æfist bezt í einveru. Hjá dýrun-
um er hún meöfædd náttúrugáfa, en hjá manninum bef
mjög lítiö á henni nema í einveru um langan tíma. Eðlis-
ávísun sagöi Ripley aö snjóbylur væri í nánd. Sólin
gylti snjókrýnda fjallatindana í fjarlægö. Loftiö var
þungt og fuglarnir flögruöu fram og aftur í sífellu. Alt
benti á að bylur væri í aðsígi.
Heimili Ripleys var ekki tilkomumikiö, aö eins eitt
lítið bjál'kahús, skift í tvent. í öðrum endanum líkt og setu-
stofa, með litilli eldavél og matboröi, einu rúmi og tveim
stólum. Húsiö stóð á árbakkanum, en hár og fagur skóg-
arlundur að baki Um vetrartímann virtist þetta einmana-
legur bústaöur, jafnvel draugalegur. Þar sem skógar-
hríslurnar litu út eins og fylking af beinagrindum, skjálf-
andi og stynjandi í storminum. Á sumrin leið áin bros-
andi lygn og tær fram hjá bænuni, en á vetrum var hún
hulin þykkum fannafeldi. Bak við húsið stóö kofi, sem
nú var fullur af söguðum brennivið, svo ekki þurfti aö
kvíða kulda þó kalt blési bylurinn; öðru máli var að
gegna fyrir þá sem úti uröu að vera meðan stormurinn
geysaði. Póstkerran, sem gekk á milli Lipton, lítils bæj-
ar í fjöllunum og Cadmore, sem var nautgripa flutnings-
stöð niður á sléttunum, fór fram hjá býli Ripleys i hálfrar
mílu fjarlægð. Einu sinni hafði hann ferðast þessa leið,
höfðu þá tveir af samferðamönnum hans frosið í hel.
Eftir að hafa staðið litla stund í dyrunum gekk Ripley