Saga: missirisrit - 01.12.1927, Qupperneq 73
S A G A 205
“Og eg hefi verið að bíða eftir að þú segðir mér þitt
nafn og hver þú værir, en þú hefir ekki gert það enn.”
“í Ohio var eg annar en hér. Nú er eg Ripley.”
“Hvernig stendur á því?” — “O, eg skaut mann.” —
“Virkilega?” “Já, hann ætlaði að skjóta mig, en eg varð
fljótari. — Rétturinn sýknaði mig. Og svo fór eg hing-
að, en maðurinn varð læ'knaður.” “Svo eftir alt var þetta
að eins sjálfsvörn, eða var það ekki svo?” sagði hún
eins og til hughreystingar.. “Að vísu var það,” svaraði
Ripley. “En sárt iðraðist eg þess. Maður ætti aldrei að
úthella blóði annars manns.”
Þegar Ripley bauð gesti sínum góða nótt um kvöldið,
kallaði hún til hans og mælti: “Það hlýtur að vera
voðalega kalt fyrir þig að sofa í geymsluhúsinu. Eg
finn svo rnikið til þess, að hlýindin hér inni eru mér næst-
um kveljandi. Gerðu nú svo vel og láttu eldinn deyja
út, það léttir á samvizku minni.” “En þú ert gestur
minn.” “Já, en þó veistu ekki enn hvað eg heiti.” —
“Jæja, ef þér er sama þá segðu mér það.” — “Ef mér er
sama,” tók hún upp. “Heldurðu að eg hafi nokkurn tíma
skotið mann?” “Já, gegnum hjartað,” svaraði hann og
gekk út og lét aftur hurðina.
Meðan þau sátu við morgunverð næsta dag, segir hún
alt í einu: “Nafn mitt er Clara Williams—ungfrú Clara
Wiiliams.” “Já, glaður að kynnast þér, ungfrú Wil-
liams.” “Þakka þér fyrir, en bráðum hefi eg ekki þetta
nafn því í ráði er að eg giftist þegar eg kem heim.” —
“Góðum manni vona eg,” svaraði Ripley, og sneri sér að
hundinum um leið:—“Hví situr þú þarna Tim og starir á
mig? Farðu og legstu niður.”—
“Já, hann er heldur viðfeldinn maður og þar að auki
rikur.” “Er það ástæðan fyrir því að þú giftist hon-
um?” — “Ja—þetta er nokkuð nærgöngul spurning. En