Saga: missirisrit - 01.12.1927, Page 76
208
S A G A
hæfileika til einhverra arösamra framkvæmda.” — “Eg á
sannarlega skiliS aö vera ávítaöur fyrir þaö.” — “Eg
meinti ekki aö ávíta þig.” — “Eg var einu sinni prentari
og síðan ritstjóri, en ekki var eg að telja æðaslög heims-
ins til að finna út sjúkdóma hans, sem þyrfti að lækna;
ekki heldur að lesa ástasögur eða skrifa um hjónaskiln-
aðarmál.” — “Ó,” sagði hún hlæjandi. “Ef meira gerðist
af ástasögum,—það er að segja, verulegum sögum urn
sanna ást, væru færri hjónaskilnaðarmál.”--------“Elsk-
arðu nú virkilega Dalton McRea?” spurði hann fljót-
lega. — “Eg held eg hafi sagt þér að mér geðjaðist vel
að honum.” — “Getur verið að þú hafir sagt það, en elsk-
arðu hann?” “Herra Ripley.” mælti hún og lækkaði róm-
inn, “alt mitt líf hefi eg talið mér sjálfri trú um að hin
svokallaða ást væri ekki mér ætluð. Ekki svo að skilja
að eg hafi ekki fengið giftingatilboð,—eg hefi fengið
nokkur af þeim, og við það komst eg á þá skoðun að eg
myndi aldrei læra að elska. Auðvitað hafði eg eins og
svo margir aðrir hugsað mér sérstaka fyrirmynd (ideal)
eða nokkurs konar ástgoð, en svo konist eg smátt og
smátt að þeirri niðurstöðu að það yrði aldrei holdi klætt.”
Ripley stóð upp og skaraði í eldinum, en hætti jafn-
skjótt og sagði það væri alt of heitt inni og opnaði dyrn-
ar um leið. Stundarkorn stóð hann í dyrunum og horfði
út, en segir svo alt í einu: “Máské þú gætir fundið fyr-
irrnynd þína á gömlurn myndasöfnum, eftir einhvern
hungraðan listamann, sem auðkýfingarnir skreyta með
hallir sínar.”
“Eg vona þú ætlir mig ekki það flón að velja mér
fyrirmynd eftir andlitsfegurð. Mín fyrirmynd var valin
eftir mannkostum.”
Hann sneri sér við og spurði: “Hver var hinn
fyrsti?” — “Að vera laus við eigingirni,” var svarið. —