Saga: missirisrit - 01.12.1927, Síða 79
S A G A
211
hann, “þá væri eins og eg væri búinn að gleyma henni.”
Þegar hann matbjó næsta morgun, lét hann á borðið fyrir
tvo og setti stólinn, sem Clara haföi setiö á, viö borðið.
Hann var úti allan daginn og kom ekki heim fyr en undir
kvöld. Rétt í rökkurbyrjun sá hann póstvagninn koma
til baka frá Cadmore. Hann bar á borð eins og um
morguninn og lét stól Clöru á sinn stað við borðið, en í
því var barið á dyrnar. Hann opna'ði, og þar stóð Clara.
Hann hopaði til baka orðlaus af undrun. Eins og hann
vissi ekki hvað hann ætti að segja. Loksins gat hann 'þó
sagt: “Skildurðu nokkuð eftir?” “Já,” sagði mærin blíð-
lega og horfði í augu hans. “Þegar eg var sezt að á gisti-
húsinu, varð eg þess vör, að eg háfði skilið nokkuð eftir,
sem eg gat ekki án verið.” Hún horfði stöðugt í augu
hans meðan hún talaði og duldist henni ekki gleðisvipur-
inn, sem breiddist yfir andlit hins unga manns. “Já,”
hélt hún áfram. “Eg fann að eg hafði skilið eftir hjarta
mitt hjá þér. — Eg gat ekki haldið áfram. Eg — eg
—• —” Lengra komst hún ekki, þvi Ripley vafði hana
örmum og þrýsti henni að brjósti sinu. Lengi sátu elsk-
endurnir í faðmlögum og hjöluðu hið þögla ástamál í
kvöldkyrðinni. Loksins hvísaði hann: “Það býr prestur
hér skamt frá, eigum við ekki að heimsækja hann á morg-
un?” “Það er víst það bezta, sem við getum gert,” sagði
Clara og kysti hann.
GÖFGAST EN ERFIÐAST.
AS elska er sælt, þá ástin líkt og jól
meS englum björtum heldur um þig vörS,
cn bræSa haturs ís meS ástar sól,
er æSsta en þyngsta starf á vorri jörS.
Þ. Þ. Þ.