Saga: missirisrit - 01.12.1927, Page 86
218
S A G A
hær vélar, sem viska hans knúði,
va-r valdið, er sótti hann til.
Á ástina tryggu hann trúði
sem tómstunda gamanspil.
Bn nú þegar borg hans er brunnin
og brotin hver einasta vél,
og sjálfur hann yfirunninn
stóð ástin þar voldugri’ en hel.
VII.
1 svartnætur sorgarfelli
býr Signý með bölvasmið
þótt angistin eitrinu helli
í ásynjar guðafrið,
og finni’ hún hvert a.ndtak sé andað
með andvarpi dauðastríðs,
og loftið sé lævi blandað
frá lögmáli eilífs níðs.
Hún fórnar sér eilífð alla,
og aldrei hlýtur ’hún laun.
Unz síðustu fjöllin falla
hún faðmar þá sigurraun.
har ástin kemst œðst í verki.
har aldanna gáta er lcyst.
Sú fórnin cr fegursta merki,
sem framtíðin getur reist.
Þ. Þ. Þ.
SKÝRXNG,
sem lesin var á undan kvæðinu, þegar það var flutt á miðs-
vetrarmóti Þjóðrækmsdeildarinnar "Frón,” veturinn 1927:
pað er svipað ástatt fyrir mér með kvæði þetta, eins og
mér var sagt nýlega að komið hefði fyrir konu eina. Dreng-
urinn hennar, hann Jónki, svolgraði ofan I sig hlek úr fullri