Saga: missirisrit - 01.12.1927, Side 88
220
SAGA
pór þrumuguö, en Sif kona lians -sú, er Loki klipti af
skömmum sínum. Varð pór svo reiður. að hann ætlaði að
mölva hvert bein í Loka, en sefaðist við það að Loki sór
honum að gefu. Sif gullhá.r i staðinn, sem yxi á höfði hennar
sem annað hár, og það efndi hann. Væri ekki úr vegi fyrir
þær snoðkollóttu að fá sér svoleiðis hár, ef karlar þei(rm
skyldu þreytast á hárleysinu, og vildu fá loðkollinn sinn
aftur, eins og i gamla daga. -—- —
Til þes® menn ekilji fórn Siignýjar að fullu, verður æfi-
ferill Loka manns hennar að vera þektur. Hann er I stuttu
máli þetta, eftir því sem Edda segir frá:
“Sá er enn taldur með ásum, er sumir kalla róghera ás-
anna ok frumkveða flærðanna ok vamm allra goða ok manna.
Sá er nefndur Loki eðia Loptr, sonur Fárbauta jötuns; móðir
hans heitir Laufey eða Nál; bræður hans eru þeir Blýleistr
ok HelbMndi. Loki er fríðr og fagr sýnum, ilir í skaplyndi,
mjök fjölbreytinn at háttum; hann hafði þá speki um fram
aðra menn, er slægð heitir, ok vélar til allra hluta; hanr.
kom ásum jafnan í fult vendræði, ok opt leysti hann þá'
með vélræðum. Kona hans heitir Sigyn; sonr þeira Nari
eða Narfi
Enn átti Loki fleiri börn. Angrboða hét gýgr í Jötun-
heimum; við henni gat Loki III börn; eitt var Fenrisúlfr.
annat Jörmungandr, þat er Miðgarðsormr, III. er Hel.”
Hér verður að fara fljót't yfir sögu. Sleppa frásögum
Eddu, en stikla á stærsitu steinunum. — Systkin þessi urðu
ásum hin mestu meinvætti. Og á efsta degi, eða f Ragna-
rökkri, verður Miðgarðsormur pór að bana en úlfurinn
gieipir Óðinn. Voru goðin Loka reið fyrir barneignir þessar,
sem von var. Auk þess gerði hann þeim ýmsa aðra skelli
og skráveifur, þóitt oft væri hann neyddur til að bæta fyrir
i>rot sín. En þrátt fyrir alt þetta, höfðu þó þeir, er mestii'
voru fyrir sér af ásunum, eins og óðinn og pór, Loka f
fylgd með sér á svaðilförum sínum sökum ráðkyngi sinnar
og tillögusnilM.
En þegar Loki leggur á ráðin, sem urðu Baldri að bana,
þá var -þolinmæði ásia þrotin. pað iharmverk reið bagga-
muninn. Einkum sökum þess að grunur lék á að það hefði
verið að völdum Loka, að Baldur varö ekki úr helju grát-
inn. Urðu nú æsir honum reiðir mjög og vissi Loki að sér