Saga: missirisrit - 01.12.1927, Page 94
226
S A G A
sannast á ykkur, a'ö' sjáandi sjáiö þiö ekki. Eg get full-
vissaö ykkur um, aö það var feigöarfegurð á manninum í
dag, og skyldi mig ekki undra þó hann lifði ekki þessa
viku á enda.” Þetta var tekiö eins og hvert annað kerl-
ingahjal, og lítill gaumur gefinn. En eg man að mér
þótti orðið “feigðarfegurð” einkennilegt lýsingarorð,
enda man eg ekki eftir að hafa heyrt það af annara vör-
um. Næsta morgun druknaði Níels ofan um ís í Mikla-
vatni í Fljótum.
Á þessum árum, og lengi þar á eftir, voru á vetrum
stundaðar hákarlaveiðar í Fljótum, og víðar norðanlands.
í þær veiðifarir voru brúkuð stór opin skip, sem kölluð
voru vetrarskip. Ekkert skýli var þá á skipum þessum,
og engin hitunartæki. Höfðu menn oft kalda og harða
útivist í þeirn svaðilförum, og langar og dimmar nætur.
Björn Þorleifsson, sem lengi bjó í Stóra-Holti í Fljótum,
átti skip, og hélt því út sjálfur.
Einn af hásetum hans var Jóhann Magnússon, þá til
heimilis á Sléttu. Hann var giftur Sigríði Jónsdóttur,
föðursystur minni, og bjuggu þau á þriðjungi jarðar-
innar, á móti foreldrum mínum. Hafði Sigríður tekið
þann part að erfðum eftir föður sinn látinn.
Það var á Góu, veturinn 1878 að skip öll úr Fljótum
lögðu út í legu í stiltu veðri, en veðrabrigði eru oft snögg
á Islandi, á vetrum, og eins varð í þetta sinn, því tæpu
dægri eftir að skipin fóru, skall á ofsa vestan rok. Urðu
margir kvíðafullir um hvernig skipunum myndi reiða af
í slíku veðri. Fljótaskipin öll hleyptu á Siglufjörð, nema
Holts skipið, til þess spurðist ekkert, eins langt og fréttir
bárust. Var því talið víst, að það hefði farist. Rokið
varaði í viku, með mismunandi veðurhæð. Að þeim
tima liðnum misti Hræsvelgur vængjaþrótt svo “dúna-
logn varð allra átta.” Það var eins og náttúran