Saga: missirisrit - 01.12.1927, Side 95
S AG A
227
væri að hvíla sig eftir undangengnar hamfarir, því ekki
blakti hár á hofði. Undi eg lítt inni þann dag, því hljótt
var yfir heimilinu. Þótti mér frjáisara aS renna mér á
skíSum, en sitja viS að þylja kver og bibliusögur undir
ströngum kensluaga, þó ekki væri skólin'n annað en
heimiliS . Síðla dags, kemur Katrín til mín og segir við
mig: “Jóhann er á lífi og viS góða líðan, en ekki mun
hann eiga mörg ár aS baki, og líklega ekki marga mánuSi.”
Eg irnin hafa veitt þessari spásögn litla athygli, en spurSi’
þó kerlingu, hvemig hún gæti vitaS þaS sem ekki væri
framkomiS, hvort hana dreymdi fyrir óorðnum atburS-
um. “Mér vitrast stundum þaS sem öðrum er huliS,”
segir kerling, annað svar fékk eg ekki.
Næstu nótt kom Jóhann heim. Þeir höfSu hleypt til
Flateyjar á Skjálfandaflóa, og voru þar viS góSa líSan
þar til veður lægði og þeim gaf heim.
I seinustu vetrarvikunni, þetta sama ár, mannaði Jó-
hann sexæring og fór vestur á Skaga til rekaviöarkaupa,
því þar eru víSa góSar rekajarSir. Hann hafði áSur
verið búsettur vestra, bæði á Illugastööum i Ytri-Lax-
árdal, og einnig á Hrafnagili, og átti því marga kunn-
ingja á þeim slóðum. í þeirri ferð veiktist hann af
lungnabólgu og dó eftir viku-legu á Ytra-Mallandi á
Skaga. Rættist þannig spá Katrínar.
Winnipeg, 18. okt. 1927.
Björn Pétursson frá Sléttu.
DRAUMUR.
Eftir Jónas Hall. (1927)
Eg ólst upp í Fremstafelli í Köldukinn frá árinu
1869 og þangaS til eg fór til Amieríku 1874. Þar hagar
svo til aS bærinn stendúr austan undir suðurenda fells-