Saga: missirisrit - 01.12.1927, Page 96
228
S AG A
ins, sem hann er kendur við. Þar fyrir neðan rennur
Djúpá, sem kemur úr Ljósavatni og rennur fyrst í aust-
ur og svo norður með fellinu að austan, þar til hún fellur
i Skjálfandafljót undan Barnafelli. Niður undan Fremsta-
fells-bænum er brú á ánni fyrir gangandi menn, sem fóru
þar um á austur eða vestur-leið. Árið 1870 var eg 14 ára
að aldri, þá dreymir mig eina nóttina, að eg stend úti á
hlaði og sé mann koma gonguleiðina frá brúnni, sem var
lítinn spöl frá austurjaðri túnsins. Hann heldur áfram
heim á hlað og kastar kveðju á fólkið—þar voru ein-
hverjir fleiri heldur en eg. — Maðurinn var dökkur yfir-
lits, klæddur strigafötum hvítum að lit en velktum. Meðal-
maður á hæð, en heldur grannvaxinn. Hann var spurð-
ur frétta fyrst af öllu—eins og gerðist á bæjum— og svar
hans var: “Þeir eru nú farnir að berjast, eg er Austur-
ríkismaður og var drepinn í gær.” Þá var stríðið byrjað
á milli Þjóðverja og Frakka, en engin vitneskja kom um
það til íslands fyr en tveimur eða þremur vikum seinna
en mig dreymdi þetta.
DULARFULL SÝN.
Eftir Jónas Hall. (1927)
1 Fremstafelli hagaði svo til að tvö fjárhús stóðu
saman á norðaustur horni túnsins og voru nefnd horn-
hús. Þau sneru í norður og suður, og heyhlaða á milli
sem gefið var úr í bæði húsin. Þar var gangur fyrir
garðahöfuð báðumegin, og dyr austur frá garðahöfð-
inu. Þar kom það fyrir að fyrri part vetrar var eg að
gefa hey úr hlöðunni eftir dagsetur. Dimt var intii,
en lítil glæta af tunglskini úti. Þegar eg var búinn að
draga hey til gjafar í syðra húsinu og hneppa upp í