Saga: missirisrit - 01.12.1927, Qupperneq 99
SAGA
231
Þjóövinafélagsins og Bólu-Hjálmars sögu. Þá er hans
og minst að nokkru í Skagfirðingasögu (’hdr.). Auk þess
hefir Símon Dalaskáld ritaö all-nákvæma lýsingu af hon-
um í erfiljóöum þeim, sem prentuð eru í Sighvati—•
ljóðm. hans 1905. Öll þessi brot birta eitt og hið sama:
að Niels hafi verið fágætur afburðamaður, bæði að and-
legri og líkamlegri atgervi, enda hefir hann ekki farið
með öllu varhluta af viðurkenningu og aðdáun vísra og
mætra manna, ef það er rétt, sem- Símon Dalaskáld segist
hafa heyrt: að Bjarni Thorarensen hafi talið Níels mesta
skáld á Norðurlöndum.
Sem vita má, fer þeim mjög fækkandi, sem auðnaðist
að sjá þennan þjóðlega kynjakarl, sem lengi æfi hlaut að
halda forntroðinn stíg fátæktar og vanvirðu. IÞó má
vafalaust vænta að enn lifi, austan hafs og vestan noikkr-
ir menn og konur, sem hafa séð og heyrt hann og mætti
vænta að þeir og aðrir kynni hitt og annað merkilegt frá
honum að segja. Til 'þeirra vil eg nú snúa máli mínu
með fullri virðingu og fara þess á leit, að ef þeir hafa
nokkuð um Niels að segja með sannindum, þá þegi þeir
það ekki í hel, en riti eða láti rita alt slíkt, áður en það
er um seinan og sendi það Sögu, tímariti Þ. Þ. Þorsteins-
sonar iskálds, svo unnið verði úr 'því og það bókfest á sín-
um tíma. Nú er ekki tími né tækifæri til að lýsa hinum
margþættu gáfum Níelsar og djúpskygni hans. En eg
er svo heppinn að hafa náð í smásögu um hann, er sýnir
einn þátt í andlegri atgervi hans, er hulin virðist hafa
verið að mestu, öllum þorra manna, þ. e. rýningarhæfni
hans. Sagan er sögð af manni háöldruðum, er sá Níels í
æsku: Ólafi Ólafssyni frá Steiná í Svartárdal (Oddsson-
ar), sem nú er til heimilis á Selá á Árskógsströnd við
Eyjafjörð. — Sagan er á þessa leið:
Einu sinni kom Niels að Steiná til föður míns og gisti