Saga: missirisrit - 01.12.1927, Page 103
S A G A 235
Ótamdar hugsanir fljúga hra'öast og lengst, eins og
viltu fuglarnir.
Of mikill auöur kaupir aö eins þaö sem er ónauðsyn-
legt.
Ekkert getur gert mann eins hissa eins og hugsanir
þess, sem þorir að hugsa.
Þunglyndið og léttlyndið hefir sína sömu sögu að
segja í heiminum, hvort heldur það er undir stiórn
Bolsivika á Rússlandi, samvinnumanna á íslandi eða
afturhaldsmanna á Englandi.
Hversu langt sem hugsanir vorar kunna að ná, þá nær
þó alheimurinn lengra.
Það er hvorttveggja að maðurinn er mikill og af góð-
um kominn, enda heimtar hann mikið af alverunni, fyrir
snúð sinn: ódauðlega sál, eilíft líf og alsælu fyrir afgang-
inn.
Móti hverri bók af viti, sem út kemur meðal Vínlcnd-
inga, koma tvær hringlandi-'band-vitlausar.
Gamla kirkjan fór með manninn, eins og íslendingur-
inn með herta þorskinn: barði hann þangað til hann varð
mjúkur.
Mikið helvíti var kvæðið hans Jóhannesar okkar í Al-
þýðublaðinu.
Ef Adam hefði haft vit á að láta Efu sjóða eplin, sem
þau átu hrá í aldingarðinum, þá er ekki víst að hún hefði
haft tima til að tala við höggorminn, né skilningsmáttur
eplisins þolað suðuna.