Saga: missirisrit - 01.12.1927, Side 107
S AGA
239
nema að það hiafði verið hún Pálína, sem fór Ihieim með
Guðmundi og bjó með honum I heila viku, en Guðrún, sem
með Pétri viltist. Og samt segið þið að dansinn sé saklaus! ”
KOSSAGJALDIÐ.
Jón og Guðrún vioru ekki rík, og vildu bæði spara, eink-
um Jón, sem lagði Guðrúnu sinni mjög af skornum skamti
t'l lífsins gæða. Löngu fyrir jól kom hún að máli við bónda
sinn og bað hann um peninga fyrir jólagjafir. Jón lézt
ekkert eiga,( en til þess að gera konu sinni einhverja úr-
lausn, sagðist hann skyldi leggja einn smápening I spari-
kassiann þeirra, í hvert skifti, sem hann kysti hana. Guðrún
lét þietta gott heita. Svoi rétit fyrir jólin opnaði Jón kass-
iann, en sér til ógurlegrar undrunar sá hann að úr honum
ultu ásamt eir-centunum hans, urmull af alia vega löguðum
silfurpeningum, alt frá minstu Canada-fimm-eentum upp í
stærstu Bandaríkja-dali.
"Gunna. Gunna! Hver fjandinn er í dúsunni barnsins?”
hrópaði hann. “Eg iét bara eirhófa í kassann, en hann er
orðinn fullur af silfri?”
Guðrún horfði á silfrið á borðmu með sigurgleðii, sópaoi
peningunum saman f svuntu sína, og svaraði um leið og hún
gekk frá Jóni:
“Svo það voru foara eirhófar, Jón,_ frá þér? Nú—það
virðisit þó svo fyrir manna sjónum, sem allir karlmenn séu
ekki eins nánasarlegilr log þú, í sér, og einhverir kunni að
meta kossana mína betur en þú, Jón.”
FRAMFÖR í KURTEISI.
írslcur maður kom inn á skrifstofu forseta Illinois járn-
brautarinnar, morgun einn og sagði:
“Nafn mitt er Casey. Eg vimn hérna úti 4 járnbraut-
inni.” Svo stansaði hann, en bætti svo við. “Mér þætti gott
að geta fengið frftt far til St. Louis.”
“pér eigið eikki að fara svona að þvf að biðja um frítt
far,” svaraði fonsetinn. “Pér eigið að kynna yður kurteis-
lega. Komið til baka eftir klukkustund og reynið aftur.”