Saga: missirisrit - 01.12.1927, Síða 111
S AGA
243
böggul meö búðardrengnum. Þar að auki vekur þaS
meira athygli aö þú farir með það, og hún er einn allra
bezti viöskiftavinur okkar. Stúlkan hennar var hér í
morgun, og pantaði ósköpin öll, og óskaSi eftir aö þessi
silkivarningur væri sendur til húsmóður sinnar, til aS
líta yfir hann seinni part dagsins. Svo ef þú hefir ekkert
á móti því, þætti mér mjög vænt um a'ð þú gerSir þetta.”
"Eg skal fara meö rnestu ánægju, herra minn,” svar-
aöi Jósef glaöur í bragði yfir því aö geta i einu gefiö
bæöi satt svar og ánægjulegt.
Vesalingurinn! Hann var farinn aö halda aö hann
gæti aldrei framar opnaö munninn, án þess aö valda
hneyksli og afla sér óvina.
“Þetta er þér líkt. Þú ert alt af jafn hjálpsamur. Og
veiztu þaö, laglegi, ungi lómurinn þinn, aö eg held henni
þætti vænt um aö sjá þig koma niöur á landsetrið sitt. Eg
hef tekiö eftir því, þegar hún kemur sjálf hérna í búðina
til aö verzla, þá kýs hún þig alt af til aö aðstoða sig við
kaupin, og ef einhver okkar gömlu eigendanna ætlum að
votta henni viröingu okkar og hjálpa henni, þá er eins
og henni fari strax aö leiðast og líkar ekkert sem viö
sýnum henni, en gengur bara út og segist koma aftur. Ó,
þú ungi æskulimur! Þaö er gaman að vera tuttugu og
fimm ára, meö fallegt jarpt hár og skegg!” sagöi herra
Brúnn, og strauk hendinni um skalla sinn, *sem gljáði
eins og fægð fiistönn.
Jósef Morris roðnaði eins og ungum mönnum er títt,
og svaraði samvizkusamlega: “Já, vist er þaö.”
Kaupmaðurinn leit upp dálítið hissa yfir þessari hrein-
skilnislegu játun, og hugsaði með *sér: “Bannsettur hvolp-
urinn! Er haitn svona hógómlegur? Þaö getur þó tæp-
ast verið, því hann roönaði þegar eg sagði að hinum ríka
erfingja litist á hann. Eg misskil hann líklega.“ En