Saga: missirisrit - 01.12.1927, Side 117
s aga
249
sannleikssegjandinn neyddur að viöurkenna. “Er þetta
siöur í þessari búö ?” “Jú, frú, og í mörgum öðrum búð-
um.” “Hræðilegt! Og—en—hví segirðu mér frá þessu?
Hefirðu rifist við yfirmenn þína?” “Nei frú! Hefi
aldrei verið í betra gengi hjá þeim en einmitt nú.” “Stór-
merkilegt! En hvernig dirfistu þá að segja mér þetta?”
“Sökum þess þú spurðir mig að því, frú mín, og eg var
neyddur að segja rsannleikann.” “Stórkostlegt! Og
segir þú æfinlega sannleikann ?” “Nú geri eg það, frú
mín.” “Og vita yfirmenn þínir það?” “Ekki hugsa eg
það.” “Eg hugsa það ekki heldur. En viðvíkjandi
þessu franska silki, sem svo er merkt, þá langaði mig til
að vita hvaða tegund það væri í raun og veru.” “Enskt
silki, og heldur léleg tegund.” “Og hvað er þess rétta verð
í smiásölu?” “í kringum tveir skild'ingar (shillings)
meterinn.” “Og þú selur það á þrjá skildinga! Einum
þriðja meira en rétt er! Voðalegt! Eg kem hér aldrei
framar, 'Og eg skal sannarlega láta kunningja mína vita
hvernig þið- farið með þá,” sagði lafðin, fleygði frá sér
silkinu og fór út úr búðinni.
Svartur, sem var viti sínu fjær, var ekki sá eini, er á
samtal þetta hlýddi. Hvítur og Grænn höfðu einnig heyrt
alt saman, og «tóðu þrumulostnir af skelfingu í sömu
sporum mieðan lafðin gekk út úr búðinni. En þá stukku
þeir allir þrír til Jósefs, og jusu yfir hann óbænum í einu
hljóði: “Því í an'— og dé— læturðu eins og brjálaður
maður?” “Ertu band-vitlaus ? Eangar þig til að eyði-
leggja okkur?” “Þú fælir hvern viðskiftavin úr búðinni,
og gerir okkur hundrað punda skaða á klukkustund að
minsta kosti.” “Hvaða fjandans brjálsemi hefir komið
yfir 'þig?’ ’
“Eg er beðinn að svara spurningum. og segja sann-
leikann,” svaraði Jósef, all æstur yfir hávaðanum í körl-