Saga: missirisrit - 01.12.1927, Síða 118
250
S A G A
unum. “Sannleikann! ViS hvern an— og dé— áttu
meS því? Þú segir að vörumerkin okkar séu fölsuö !”
miælti Svartur. “Þú segir viö setjum falsaöa miða á
vörur okkar, svo við getum selt þær háu verði!” sagöi
Grænn. “Og þetta sé vani verzlunarinnar!” bætti Hvítur
við.
“En þetta er sannleikurinn! sannleikurinn! sannleik-
urin'n! Og eg hlýt að tala sannleika, þó þa'ö drepi mig!”
hrópaöi Jósef tryllingslega.
“Farðu út úr búðinni, óþókkinn þinn!” þrumaði
Svartur.
“Skammastu burtu, fanturinn 'þinn!” æpti Grænn.
“Komdu aldrei hingað inn aftur!” öskraði Hvítur.
“Burt með þig!” söng í þeim öllum þremur.
Jósef greip hattinn sinn, stökk léttilega yfir búðar-
borðið, tók með sér böggulinn, semi Brúnn hafði beðið
hann fyrir, og hvarf út úr búðinni.
“Svona er þá sökum komið.” sagði Jósef við sjálfan
sig, þar sem hann gekk eftir strætinu með böggulinn und-
ir hendinni. Nú hefi eg að eins talað sannleika í sex
stundir, og án þess að hafa nokkuð annað af mér gert, þá
er búið að gera mig arflausan og reka mig út úr húsi
föðurbróður míns, og flæma mig burtu saddan svívirðing-
um af verkveitendum mínum! Æjtli áframhaldið líkist
byrjuninni? Mun Lizzy Bell, hin fagra, fleygja mér frá
sér, af því eg segi henni einhvern óskemtilegan sann-
leika? Og mun hið óttaslegna félagslíf álita mig of
hættulegan að ganga lausan, og senda mig sem vitfirring
til Bedlam?”
IV. Grunaður um geSveiki.
“Mér hefði verið betra að gera samning við Satan
sjálfan, og hljóta heilmikið af stundargæðum fvrir heil-