Saga: missirisrit - 01.12.1927, Side 124
256
S A G A
hent í dag,” sagði ungi maöurinn örvinglaður. “Og hvað
svo sem er nú hitt? Þú mátt eins vel segja mér það,
því héðan af blöskrar mér ekkert.” Jósef sagði henni nú
söguna eins og hún gekk í búðinni, og endaði hana með
þessum orðum: “Og að eins af því eg svaraði því satt
og rétt, sem eg var spurður að, þá hefi eg nú verið rek-
inn úr vinnunni.” “Þú átt það tvisvar sinnum skilið !
Eg held þú hafir verið viti þínu fjær!” hrópaði Lizzy og
stokkroðnaði, þegar hún hugsaði til þessara tveggja axar-
skifta hans. “Vitleysan getur nú varla gengið lengra
en reyna að eyðileggja verzlun húsbænda sinna. Eg væri
ekki hissa á því, þótt þeir höfðuðu mál á móti þér fyrir
þvættinginn. En hvað ætlarðu nú að gera?” “Það má
drottinn vita! Eg veit það ekki!” “En eg veit samt
eitt, og það er það, að ef þér hefði þótt vænt um mig,
þá hefðirðu ekki sett þig á húsganginn—svona rétt einum
mánuði á undan brúðkaupi okkar!” “Ásakarðu mig fyr-
ir að segja satt?” “Ó, þessi sannleikur!” kallaði Lizzy
upp með mikilli fyrirlitningu. “Já, víst ásaka eg þig!
Það var bara brjálæði að segja viðskiftamönnum þín-
um sannleikann. Eg held þeir hafi engan rétt til að
vita hann. Ef eg segði viðskiftavinum okkar sannleik-
ann í dag, þá værum við dregnar fyrir dómarann á
morgun. Eg sel þenna hatt, sem eg er að búa til fyrir
helmingi hærra verð en hann kostar, bara með því að
sverja að hann sé búinn tiil i París—en hann ér alveg eins
góður, þar sem hann er stældur eftir Parísar-hatti.” —•
Framhald “Sannleiksseigrjandans” kemur i næstu hók. í
þetta sinn varð eigi rúm (yrir “Glettur málarans," ýmaar
ÞjóSsögur, dýrasögur og margt fleira, sem bíður.
t seinustu bók “Sögu” (I. III.), bls. 80 (“Draumvisur”),
stendur:—kveðin við Hjört Jónsson, en á að vera: Hjörl.
(Hjörleif) Jónsson.