Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 10
Nú eru tilboðsdagar hjá okkur í fullum gangi. Framúrskarandi Bosch heimilistæki og falleg gjafavara. Opið virka daga frá kl. 11 – 18 og á laugardögum frá kl. 11- 16.Þvottavél Tilboðsverð: 99.900 kr. Fullt verð: 149.900 kr. WAP28397SN Tekur mest 7 kg. Vindur upp í 1400 sn./mín. Hljóðlátur, kolalaus mótor með 10 ára ábyrgð. Orkuflokkur A+++. Ryksuga Tilboðsverð: 29.900 kr. Fullt verð: 39.900 kr. BGL 4SIL69A Orkuflokkkur A. Útblástur A. Parkett og flísar, flokkur A. Þvottavél Tilboðsverð: 99.900 kr. Fullt verð: 149.900 kr. WTW 86197SN Tekur mest 7 kg. Sjálfhreinsandi rakaþéttir. Orkuflokkur A++. Vantaði vettvang til að hugsa í lausnum Bryndís Björgvinsdóttir var komin með nóg af fréttum af ömur- legri stöðu Sýrlendinga og ákvað að gera eitthvað í málunum. Hún stofnaði facebook-viðburðinn – Kæra Eygló Harðar – Sýr- land kallar – og viðbrögð fólks létu ekki á sér standa. Nú hafa yfir 15.000 manns boðið fram aðstoð sína til sýrlenskra flótta- manna og yfir 1000 manns skráð sig sem sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum. Að mati Bryndísar sýna þessi viðbrögð að fólk sem vill leita lausna er miklu fleira en allir hinir. Framtakið hefur vakið mikil viðbrögð fjölmiðla um allan heim. B ryndís Björgvinsdóttir segir það fyrst og fremst hafa ver-ið fréttaflutningur af ömur- legri stöðu Sýrlendinga sem hafi fengið hana til að hrinda viðburðin- um í framkvæmd. „Facebook-vinur minn, Þorvaldur Sverrisson, skrifaði færslu sem hófst á orðunum: „Kæra Eygló, ég óska hér með eftir dvalar- og atvinnuleyfi, ásamt kennitölu og helstu mannréttindum fyrir fimm Sýrlendinga. Ég get hýst þá og gefið þeim að borða.“ Færslan var í raun gagnrýni á viðbrögð yfirvalda, sem þá töldu sig geta tekið á móti fimm- tíu sýrlenskum flóttamönnum á tveimur árum. Okkur fannst báðum þessi tala vera alltof lág og eins væri algjör óþarfi að láta brot af hópnum bíða í heil tvö ár í flóttamannabúðum til viðbótar við allt sem á undan er gengið. Það eru margir mánuðir síð- an neyðarkall Sýrlendinga barst og í svona tilfellum skiptir viðbragsflýtir miklu máli.“ Síðan endurspeglar vantrú á yfirvaldinu Viðbrögðin létu ekki á sér standa og nú hafa yfir 15000 manns skráð sig sem þátttakendur viðburðarins sem endar í dag, föstudaginn 4. septem- ber. Bryndís segist hálft í hvoru hafa búist við miklum viðbrögðum. „All- ar góðar tilviljanir voru með okkur í liði. Ég hafði til að mynda ekki hug- mynd um að Eygló var í útvarpinu rétt áður en síðan var stofnuð, að tala um þessi mál. Hins vegar endur- spegla vinsældir síðunnar vantrú á yfirvaldinu sem er svona svifaseint og ekki nógu sannfærandi í sínum viðbrögðum. Fólk sýnir að það er til- búið til að gefa meira af sér en flesta óraði fyrir – það vill gera betur en þetta. Líklegast vantaði fólk með frjóa og opnu hugsun vettvang til að hugsa saman í lausnum, en um- ræðan á netinu er oft neikvæð þar sem auðveldara er að koma á fram- færi orðfáum blammeringum og kli- sjukendum fordómum en lengri og flóknari texta þar sem virkilega er verið að leita lausna á vandamálum. Góðu fréttirnar eru því einnig þær að í ljós kom að þetta fólk sem vildi leita lausna og hjálpa eru miklu fleira en hinir.“ Tók einn dag í viðtöl við er- lenda miðla Óhætt er að segja að fáar íslenskar gjörðir hafi vakið jafn kröftug við- brögð erlendra fjölmiðla og þetta framtak en miðlar á borð við Gu- ardian, Telegraph, Time, CNN og BBC hafa meðal annars fjallað um málið í vikunni. Bryndís segir að óvenju mikið hafi verið að gera hjá sér þessa vikuna en hún hafi ákveð- ið að verja einum degi í viðtöl. „Það var furðulegur dagur. Ég talaði við BBC, BBC World Service, Reu- ters, CNN, NPR og allskonar fleiri skammstafir sem ég man ekki lengur,“ segir Bryndís sem segir vikuna þó aðallega hafa einkennst af bið eftir viðbrögðum stjórnvalda. „Mig langar að fara að sjá nýjar töl- ur yfir hversu mörgum sýrlenskum flóttamönnum við ætlum að taka á móti. Ég vonast til þess að hún verði þriggja stafa tala, enda er nú orð- ið tímabært að Ísland fari að færa sig upp á sama þrep og önnur lönd í Norður- og Mið-Evrópu, þar sem Ísland er að taka inn allt of fáa flótta- menn og hælisleitendur miðað við höfðatölu.“ Þrýstingurinn hefur áhrif Eygló Harðardóttir félagsmálaráð- herra setti inn færslu á viðburð- inn í gærdag þar sem hún fór yfir gang mála í vikunni og lýsti því yfir hversu djúpt snortin hún væri yfir viðbrögðum fólks. Hún hefur sagt að allt verði gert til að halda utan um þann mikla mannfjölda sem hafi boðið fram aðstoð sína og benti á aðfangaskráningarsíðuna á síðu við- burðarins, þar sem hægt er að skrá frjáls framlög til flóttamanna, sem verður svo afhent Rauða krossinum þann 7. september. Yfir 1000 manns hafa skráð sig sem sjálfboðaliða hjá Rauða kross- inum frá því á sunnudag en áður voru þar 2300 virkir sjálfboðaliðar. Ríkisstjórnin samþykkti svo á fundi síðastliðinn þriðjudag að sett verði á fót ráðherranefnd um málefni flótta- fólks og innflytjenda. Þar að auki hafa Reykjavíkurborg og Hafnar- fjarðarbær lýst yfir vilja sínum til að taka á móti flóttafólki, eins og Akureyrarbær hafði áður gert. „Al- menningur getur haft áhrif,“ seg- ir Bryndís. „Eins fáránlegt og það hljómar, þá gleymist það oft. Fa- cebook-síðan var fyrst og fremst hugsuð sem þrýstingur á stjórn- völd til að hækka þessa fyrrnefndu tölu og bregðast betur og hraðar við – með því að sýna að fólk getur og vill aðstoða Sýrlendinga betur og það strax því biðin eftir skjóli er verst Afleiðingarnar voru þá einn- ig þær að fjölmargir skráðu sig til sjálfboðastarfa hjá Rauða kross- inum sem er mikilvægur og raun- verulegur stuðningur. Einnig var hugmyndin sú að auka umræðuna um þetta málefni og miðla upp- lýsingum um mögulega aðstoð og hugmyndum sem annars hefðu lík- legast aldrei komið fram. Við get- um gert betur við flóttamenn og við eigum að gera betur. Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld hætti að standa á bremsunni og átti sig á því að allir Íslendingar eiga líka á hættu á að verða flóttamenn fyrr eða síðar vegna mögulegra náttúruhamfara á borð við eldgoss.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Frá því að Bryndís Björgvinsdóttir stofnaði facebook- viðburðinn – Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar – hafa yfir 15.000 manns boðist til að bjóða fram að- stoð til sýrlenskra flóttamanna, hvort sem það er í formi flugmiða, hús- næðis, matargjafa, fatnaðar, leik- fanga, peninga, félagslegs stuðn- ings eða vináttu. Síðan er vett- vangur þar sem almenningur getur sýnt með orðum og í verki að vilji er til að taka á móti mun fleiri flótta- mönnum en þeim 50 manns sem stjórnvöld hafa ákveðið að taka við þetta og næsta ár. Framtakið hefur vakið mikil viðbrögð fjölmiðla um allan heim og síðan á laugardag- inn hafa yfir 1000 manns skráð sig á vef Rauða krossins sem sjálfboðaliðar. 10 fréttir Helgin 4.-6. september 2015 Sjá einnig næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.