Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 36
Skilningurinn á því hvernig maður á að vera er of þröngur, segir Atli Bollason. Sem betur fer er þetta allt að breytast og við erum að verða frjálsari. Mynd Hari Gullpottur við enda regnbogans Atla Bollason kannast margir við. Hann er áberandi í listaheiminum og er tíður gestur á tónleikum og listvið- burðum ýmiskonar. Atli er þrítugur bókmenntafræðingur sem er með mörg járn í eldinum. Hann hefur unnið fyrir kvik- myndahátíðina RIFF í mörg ár og á hátíðinni í ár leikur hann í einni af kvikmyndunum sem sýndar verða. Hann tekur hverju verkefni og hverri hugmynd fagnandi og segir að ferill manns sé bara samansafn af þeim hlutum sem hann hefur tekið þátt í. Atli Bollason er ólíkindatól. A tli Bollason hefur starfað við kvikmyndahátíðina RIFF frá árinu 2005, ef undanskil- in eru tvö ár þegar hann var í námi í Kanada. Hann er titlaður ritstjóri há- tíðarinnar. „Ég held ég sé búinn að vera þarna næst lengst af öllum sem starfa við hátíðina,“ segir Atli. „Ég hef verið í hinum og þessum hlut- verkum á þessari hátíð en í dag er ég fyrst og fremst ráðgjafi og ritstjóri hátíðarinnar,“ segir hann. „Mín þátt- taka er þó minni í ár en oft áður.“ Verkefnin mörg og ólík Atli lærði bókmenntafræði í Há- skóla Íslands og tók svo masters- gráðu í fræðunum í Kanada. Hann er með mörg járn í eldinum og það er ekki hægt að segja að Atli Bolla- son sé að gera eitthvað eitt. „Ég geri allan andskotann,“ segir hann. „Í vetur hef ég verið að vinna í auglýs- ingagerð, ég hef skrifað mikið um tónlist og menningu og hef einnig verið að vinna sem plötusnúður. Ég hef leikið og skrifað og í vetur var ég meðframleiðandi á heimild- armyndinni Íslenska krónan sem frumsýnd var í lok vetrar og verður á dagskrá RÚV í vetur. Ég sé ekki af hverju maður ætti að binda sig við eitthvað eitt þegar maður hefur áhuga á svona mörgu,“ segir hann. „Það hefur allavega gengið hingað til og ég held að það gangi alltaf ef maður er bara opinn fyrir því að gera hvað sem er og hafi engar áhyggjur af því að vera að eltast við eitthvað eitt. Þá koma hlutirnir bara til manns og ég er til í að prófa eigin- lega allt,“ segir Atli. „Bókmennta- fræðin er vítt hugtak og hún hef- ur þróast á þann veg að hún meiri merkingarfræði. Hvort sem um er að ræða bókmenntir, kvikmyndir og samfélagið allt. Mér hefur þótt gaman að nota þessi tól þegar ég er að vinna.“ Tónlistin alltaf nálægt Atli var meðlimur í hljómsveit- inni Sprengjuhöllinni fyrir um tíu árum. Sá félagsskapur vakti mikla athygli á þeim stutta tíma sem hann var starfræktur en Atli hefur alltaf unnið að tónlist, og með tónlistar- mönnum. Hann hefur samið texta fyrir Hjaltalín og Gus Gus og í haust kemur út plata með Helga Björns þar sem Atli samdi texta. „Ég hef alltaf verið að dútla mér í músíkinni en textarnir eru eitthvað sem hafa orðið ofan á í bili,“ segir Atli. „Ég hef líka verið í ráðgefandi hlutverki hjá Hjaltalín. Svo er maður alltaf með einhver verkefni opin í tölvunni heima, en það er fyrst og fremst hobbí. Það er skemmtilega ólíkt að gera texta fyrir Hjaltalín annars vegar og Helga Björns hins vegar,“ segir hann. „Tónlistin slær alltaf tóninn í textagerðinni. Helgi er oft með einhverja hugmynd, eða frasa sem hægt er að vinna með á meðan Hjaltalín er oft með einhvern bull- texta í upphafi sem ég hef unnið út frá með Högna Egilssyni, söngvara sveitarinnar. Helgi er svo á íslensku og Hjaltalín á ensku. Helgi er popp- aðri og Hjaltalín meira á jaðrinum. Þetta eru ólík viðfangsefni en bæði mjög skemmtileg,“ segir Atli. Verður sjálfur á tjaldinu Á RIFF í ár er kanadísk kvikmynd sem heitir O, Brazen Age. Það sem er merkilegt við þá mynd er að Atli leikur eitt hlutverka myndarinnar. Hann segist hafa gaman af því að leika, en hefur ekki hugmynd um hvort hann sé góður leikari. „Þegar ég var í náminu í Kanada gerði ég tilraunir til þess að leika, sem ég hafði aldrei gert,“ segir Atli. „Ég kynntist leikstjóranum Alexander Carson og við urðum ágætis vinir og ég lék í tveimur stuttmyndum sem hann hefur gert. Svo síðasta haust var hann að framleiða sína fyrstu mynd í fullri lengd og ég fór út til Toronto og lék í henni,“ segir Atli. „Myndin heitir O, Brazen Age, eða Ó, skammlausa öld eins og ég þýddi titilinn fyrir dagskrá RIFF. Þetta er sjálfstæð mynd, eða „indie“ eins og það er kallað. Fjallar um unga lista- menn í Toronto sem eru að reyna að fóta sig í lífinu og ekki síst að skilja við æskuna og hluti sem hafa fylgt þeim frá barnæsku, og hefja fullorð- ið líf. Ég leik bara einn af þessum listamönnum,“ segir Atli. „Mér finnst þetta skemmtilegt. Ég hef haft áhuga á bíói lengi og þó ég hafi ekki verið mikið að koma fram sem leikari þá er þetta ekki alveg ókunnugt mér. Ég kom oft fram með öðrum hætti í mennta- skóla og síðar. Var í Morfís og slíku. Sprengjuhöllin var líka „perform- ance“ atriði, og mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Þetta er bara eitt af mörgu og ég sé mig ekkert endilega festast í þessu.“ Ertu góður leikari? „Ég vona það,“ segir Atli og hlær. „Það er kannski ekki mitt að dæma.“ Krútt-kynslóðin á prent Verkefnin hefur aldrei vantað hjá Atla og hann segist taka öllu því sem á vegi hans verður, ef það hent- ar honum. Hann er með bók í smíð- um og einnig er hann að takast á við mjög stórt verkefni á næstu vik- um. „Ég er að eignast mitt fyrsta barn í október,“ segir hann. „Það er væntanlegt þremur vikum eftir RIFF, svo ég fer að undirbúa það og reyna að átta mig á hvernig það gengur fyrir sig. Samhliða því að standa í barnauppeldi ætla ég að taka upp þráðinn í skrifum á bók um krútt-kynslóðina, sem ég hef verið að dunda mér við í eitt og hálft ár. Ég fór að rannsaka þetta síðasta sumar. Bókin ætti að koma út á næsta ári, eða þar næsta. Ef allt gengur upp þ.e.a.s.,“ segir Atli. „Krútt-kynslóðin er kannski rang- nefni þegar talað er um kynslóð. Þetta er meiri hópur. Þó einhver sé fæddur á einhverju árabili þá þarf sá sami ekkert að vera partur af þessari kynslóð,“ segir hann. „Þetta hugtak er notað um ákveðna lista-senu, og það er hún sem ég er að skoða. Þegar ég var táningur var þessi sena að koma upp og fram- koma þessa fólks hafði mikil áhrif á mig,“ segir Atli. „Maður sér þessar hugmyndir ennþá bergmála í sam- félaginu. Þetta sprettur allt út frá Björk. Það sem mér finnst merki- legast og mig langar að skoða, er það að þetta fór út úr því að vera einhver smá sena, yfir í það að vera eitthvað sem ferðamannaiðnaður- inn hefur tekið upp. Inspired by Iceland er unnið úr þessari hugmyndafræði. Það sem var bara einhver smáhreyfing varð að ímynd Íslands og breyttist auðvi- tað heilmikið á leiðinni,“ segir Atli. „Það finnst mér mjög áhugavert. Um leið er þetta mjög stórt verk- efni og ég hef aldrei skrifað bók áður,“ segir hann og hlær. „Maður verður bara að leggja af stað og sjá hvað gerist. Eins og með allt. Ég hef stundum velt því fyrir mér, þegar fólk spyr mig hvað ég sé að gera, hvort ég sé ekki að byggja neitt upp, sökum þess hversu mörg og ólík verkefnin mín eru,“ segir hann. „Engan starfsframa. En á endanum er starfsframinn bara listi af því sem maður hefur gert. Mér finnst spennandi að það sé ekki bara í einu fagi, eða einu fyrirtæki eða á einu sviði. Heldur að það sé meiri regn- bogi,“ segir hann. Ertu aldrei hræddur um að regn- boginn sé búinn? „Er ekki gullpottur við enda regn- bogans?,“ segir Atli og hlær. „Svo lengi sem hlutirnir ganga upp. þá er þetta í lagi. Maður þarf ekki að breyta hlutunum ef þeir virka. Eins og ég segi þá er skiln- ingurinn á því hvernig maður á að vera of þröngur. Sem betur fer er þetta allt að breytast og við erum að verða frjálsari. Það er ekkert leiðin- legra en að halda að lífsstíll manns sé betri en þess næsta. Það er bara hallærislegt,“ segir Atli Bollason. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Ég geri allan andskotann, Það hefur allavega gengið hing- að til og ég held að það gangi alltaf ef maður er bara opinn fyrir því að gera hvað sem er. 36 viðtal Helgin 4.-6. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.