Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 2
Jólaferð til Parísar Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Dásamleg jólaferð til einnar glæsilegustu borgar Evrópu. Töfrandi ljósadýrðin og hin mikla hátíðarstemning um alla borg skapar einstaka upplifun í upphafi aðventunnar. Sp ör e hf . 26. - 29. nóvember Verð: 109.900 kr. á mann í tvíbýli. Mikið innifalið m.a. skoðunarferð um París! Everest fagnað í Feneyjum Á Face­ book­ síðunni „Kæra Eygló Harð­ ar – Sýrland kallar“ hafa yfir 16.000 manns boðist til að bjóða fram aðstoð til sýrlenskra flótta­ manna. Eiríkur Örn hlaut enn ein verðlaunin fyrir Illsku í vikunni, frönsku bókmennta- verðlaunin Transfuge. Salander og Blomkvist rokseljast Það sem ekki drepur mann, framhaldið af milleniumþríleik Stiegs Larsson, rauk rakleiðis í fyrsta sæti metsölulista Eymundsson, en bókin kom út á íslensku í síðustu viku. Það er David Lagerkrantz sem skrifar þessa viðbót við þríleikinn um Lisbeth Salander og Mikael Blomkvist, hinar ofurvinsælu söguhetjur Larssons, og hefur það framtak mælst misjafnlega fyrir. Fyrrverandi sambýliskona Larssons, Eva Gabrielsson, hefur farið hörðum orðum um bókina og fullyrt að Stieg hefði aldrei samþykkt skrif hennar. Ýmsir vinir Lars- sons hafa gengið enn lengra og talað um skrif og útgáfu bókarinnar sem grafarrán. Lesendum er þó greinilega slétt sama um slíkar deilur, þeir vilja sinn skammt af Salander og Blomkvist hver svo sem hefur skráð söguna. - fb Fæstir eldri borgarar á Völlunum Eldri borgarar, 65 ára og eldri, voru alls 40.282 hinn 31. desember 2011, samkvæmt manntalinu sem Hagstofa Íslands tók þann dag en kemur fram í Hagtíðindum sem gefin voru út í vikunni. Það jafngildir 12,8% mannfjöldans. Hlut- fallslega bjuggu flestir eldri borgarar í Laugardal austur í Reykjavík en fæstir á Völlunum í Hafnarfirði. Atvinnuþátttaka eldri borgara er mikil hér á landi. Alls náði hún 20,6% í árslok 2011 þegar allir 65 ára og eldri voru taldir. Í aldurshópnum 65-69 ára var atvinnuþátttakan 53,2% en 5,7% hjá sjötugum og eldri. Arion banki gefur Landspítala sjúkrarúm Arion banki hefur fært Landspítala 150 milljónir króna að gjöf sem spítalinn mun nota til kaupa á nýjum sjúkrarúmum og dýnum. Með gjöfinni verður spítalanum gert mögulegt að kaupa 400 ný sjúkrarúm og dýnur á næstu tveimur árum og verða þá gömlu rúmin tekin úr notkun. Gert er ráð fyrir að fyrstu sjúkrarúmin verði tekin í notkun eftir sex til átta vikur. „Gömlu rúmin, sem eru mörg hver hálfrar aldar gömul, eru úrelt og þjóna ekki sama hlut- verki og nútímarúm sem í dag eru lækn- ingatæki. Til viðbótar hefur verið erfitt fyrir starfsfólk að vinna við rúmin þar sem þau eru mörg hver rangskreið og erfitt er að hækka þau og lækka. Gjöf Arion banka mun breyta daglegu lífi sjúklinga og starfs- fólks á spítalanum,” segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. - fb Stórmyndin Everest í leik- stjórn Baltasars Kormáks var frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum á miðvikudagskvöldið og var opnunarmynd há- tíðarinnar, sem þykir mikill heiður. Viðtökur hafa verið góðar, þótt gagnrýnandi The Guardian hafi reyndar sagt myndina frústrerandi stórslys, og meðal annarra góðra dóma má nefna fimm stjörnu dóm í Daily Mail í gær. Everest fer næst til Frakk lands á Deau ville kvik mynda hátíðina þar sem hún verður einnig opn un ar- mynd hátíðar inn ar. Myndin byggir á sönnum atburðum og með aðalhlutverkið fer Jake Gyllenhaal, en aðrar stjörnur myndarinnar eru Keira Knightly, Jason Clarke, Josh Brolin og Robin Wright. Íslenskir áhorfendur þurfa að bíða um sinn eftir að meta gæði myndarinnar sjálfir en hún verður frum- sýnd hérlendis þann 26. september. - fb  Bækur Eiríkur Örn norðdahl hlaut frÖnsku transfugE-vErðlaunin fyrir illsku Illska besta skandinavíska skáldsagan á frönsku Skáldsagan Illska eftir Eirík Örn Norðdahl hlaut á miðvikudaginn frönsku bókmenntaverðlaunin Transfuge sem besta skandi- navíska skáldsagan sem birtist í franskri þýðingu á árinu. Það var Eric Boury sem þýddi bókina á frönsku. „Viðtökurnar í Frakklandi hafa verið rosalega góðar, dómarnir allir fram úr hófi jákvæðir og svo var þetta að detta inn,“ segir Eiríkur Örn og er að vonum ánægður með verðlaunin. „Þetta var tilkynnt við opinbera athöfn á miðvikudaginn, en höfundarnir vissu ekki einu sinni af þessu fyrirfram, svo þetta kom mér algjörlega að óvörum.“ Móttökurnar á Illsku í Frakk- landi hafa líka komið Eiríki á óvart. „Það birtust nokkrir dómar áður en bókin kom út – og það voru send út eintök á blaðamenn og svona. Og viðbrögðin voru víst miklu meiri og betri en þau eru vön. Eric, þýðand- inn minn, segir mér að ég megi vera mjög kátur – svona læti séu ekki sjálfsögð, sérstaklega ekki með fyrstu bók á tungumálinu.“ Ný skáldsaga Eiríks, Heimska, kemur út hjá Forlaginu í byrjun október, en hann segir allt óráðið um hvort hún verði þýdd á frönsku. „Nei, það er ekki frágengið neitt. En forlagið mitt í Frakklandi ákvað strax í júní að skoða hinar bækurn- ar mínar, sérstaklega þá Gæsku – og það liggur allt hjá þýðandanum mínum, Eric Boury. Ásamt hand- ritinu að Heimsku, sem er reyndar seld til Svíþjóðar, en það er önnur saga.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is É g ákvað að hringja bara í Bryndísi því mig langaði svo að hitta hana, segir Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra en hún og Bryndís Björgvinsdóttir hittust í velferðarráðu- neytinu í gær þar sem þær fóru yfir atburði liðinnar viku. Frá því að Bryndís stofnaði facebook- viðburðinn „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ hafa yfir 16.000 manns boðist til að bjóða fram aðstoð til sýrlenskra flótta- manna, hvort sem það er í formi flugmiða, húsnæðis, matargjafa, fatnaðar, leikfanga, peninga, félagslegs stuðnings eða vináttu. „Ég veit að þessu hefur fylgt gífurleg vinna, áreiti og álag svo ég vildi vita hvort það væri eitthvað sem ég gæti gert fyrir hana. Mig langaði líka að heyra frá henni hvernig við gætum unnið þetta verkefni áfram svo að sem bestur árangur geti náðst. Við viljum auðvitað tryggja að þær upplýsingar sem fyrir liggja komist til skila á réttan stað,“ segir Eygló og bendir á að á Facebook-síðunni hafi verið sett upp aðfangaskráningarsíða þar sem hægt er að skrásetja frjáls framlög til að geta tekið á móti flóttamönnum. Síðan verður svo af- hent Rauða krossinum þann 7. september. Þrýstingurinn virkaði „Markmið síðunnar var fyrst og fremst að sýna stjórnvöldum að við viljum gera betur og að við getum gert betur,“ segir Bryn- dís. „Maður finnur fyrir svo mikilli van- máttarkennd við að horfa á fréttir og finnst maður ekki geta gert neitt, en við getum gert þetta. Viðburðurinn heitir Kæra Eygló því þannig er þrýstingurinn beinn og þetta virkaði. Eygló er búin að koma inn á síðuna og svara okkur og það er verið að gera eitt- hvað,“ segir Bryndís. „Við erum búin að vera að taka á móti fleiri flóttamönnum og við vitum hvers konar verkefni þetta er,“ segir Eygló. „Við vitum að það skiptir máli fyrir framtíð þessara einstaklinga að það sé staðið vel að þessu. Ég bað sjálf um aðstoð almenn- ings og það að sjá allan þennan fjölda, bæði fólk sem þrýstir á okkur til að gera meira en líka fólk sem er tilbúið til að gera sitt, það er alveg stórkostlegt.“ Vilja taka við fleiri en 50 manns „Auðvitað veit ég að það veltur ekki á því hvort að Sigga eða Jón séu að fara að hella upp á kaffi fyrir flóttafólk hvort að við tökum við fleirum eða ekki,“ segir Bryn- dís. „En hugmyndin er miklu frekar sú að þegar massinn kemur saman þá púslast þetta allt saman þannig að við getum sýnt fram á raunverulegan vilja og getu til að hjálpa fólki. Og það er þrýstingurinn sem við erum að setja á stjórnvöld með þá von að tekið verði við fleirum en 50 manns.“ Verður tekið við fleiri flóttamönnum? „Ég held það liggi fyrir því ef við horfum til síðustu tveggja ára þá sjáum við fjölg- un,“ segir Eygló. „Við höfum líka verið að lagfæra það sem hefur ekki gengið nógu vel og læra af því sem hefur farið úrskeiðis þannig að það liggur fyrir að vilji ríkis- stjórnarinnar er að gera enn betur.“ Sjá einnig síður 10 og 12. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  flóttamEnn yfir 1000 hafa skráð sig hjá rauða krossinum Ríkisstjórnin vill taka við fleiri flóttamönnum Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og Bryndís Björgvinsdóttir stofnandi facebook-viðburðarins „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ hittust í velferðarráðuneytinu í gær, fimmtudag, þar sem þær fóru yfir atburði liðinnar viku. Eygló segir ráðuneytið vera búið að senda tölvupóst á öll sveitarfélögin þar sem þau eru beðin um aðstoð en nú þegar hafa Reykjavík og Hafnarfjörður samþykkt að taka upp viðræður varðandi móttöku á flóttamönnum. Hún segir ríkisstjórnina vilja gera betur við flóttamenn. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra og Bryndís Björg- vinsdóttir rithöf- undur settust niður saman í ráðuneytinu í gær eftir við- burðaríka viku. Yfir 16.000 manns hafa nú skráð sig á viðburðinn sem var skapaður til að setja þrýsting á stjór- nvöld til að taka við fleiri sýrlenskum flóttamönnum. Yfir 1000 manns hafa skráð sig sem sjálf- boðaliða hjá Rauða krossi Íslands frá því á sunnudag. Ljós- mynd/Hari 2 fréttir Helgin 4.-6. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.