Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 04.09.2015, Qupperneq 32
Sara Hjördís fékk mjög góða dóma á Edinborgarhátíðinni í ár. Ljósmynd/Hari Er best í því að setja saman Ikea húsgögn Edinborgarhátíðin í Skotlandi er ein stærsta leikhúshátíð Evrópu. Á ári hverju eru þúsundir leiksýninga ungra og efnilegra sviðslistamanna sýndar í heilan mánuð og keppast að- standendur um athygli mörg hundruð þúsunda gesta sem sækja þessa hátíð ár hvert. Sara Hjördís Blöndal er nýútskrifaður leik- mynda- og búningahönnuður og flutti nýverið heim. Hún vann að þremur sýningum á hátíðinni, sem allar fengu mjög lofsam- lega dóma. Sara segir hátíðina geta verið mikinn stökkpall og er strax farin að undirbúa þátttöku að ári. S ara Hjördís útskrifaðist í sumar frá UAL Wimbeldon College of Art í London og var ráðin til að hanna bæði sviðs- mynd og búninga fyrir þrjár enskar sýningar á Edinborgarhátíðinni í ár. „Námið mitt heitir á ensku „Theater Design,“ en margir halda að ég hafi lært að hanna leikhús, sem er ekki raunin,“ segir Sara. „Ég var að læra að hanna allt sem fer á svið, fyrir utan lýsingu. Fyrsta verkefnið sem ég vann að sem fór á Edinborgarhá- tíðina er verk sem heitir A&E. Það var samstarfsverkefni skólans míns og leiklistarskóla sem heitir East 15 í London. Þau skrifa, leikstýra, framleiða og leika í fimm leikritum og fá hönnuði frá mínum skóla í samstarf, svo þetta var skólaverk- efni hjá mér sem vatt ansi mikið upp á sig,“ segir hún. „Ég byrjaði á því í október á síðasta ári, og ég fékk að vera með í öllu handritsferlinu, sem var mjög áhugavert. Við vorum öll nemendur svo við vorum öll að læra af hvort öðru, sem var frábært,“ seg- ir Sara. „Það var frumsýnt í febrú- ar og fór svo á hátíðina nú í ágúst. Í framhaldi af þessu hafði Álfrún Gísladóttir leikkona samband við mig í janúar, og bað mig að hanna fyrir sig leikrit sem hún var ekki enn komin með handrit að. Ég tók það að mér án þess að vita um hvað leikritið ætti að vera,“ segir Sara. Leikritið heitir The Lost Art of Lost Art og segir Sara það hafa verið gaman að taka þátt í handritsferl- inu að verkinu. „Ég fékk að frekjast aðeins, en bara smá í leikmyndar- tengdum atriðum,“ segir hún. Skrá ðu þig n úna! Danskennarasamband Íslands | Faglærðir danskennarar www.dansskoli.is | dans@dansskoli.is | sími 553 6645 Erum flutt í Síðumúla 30 „Þriðja verkefnið er í rauninni verkefni sem ég talaði mig inn á,“ segir Sara. „Þar eru það aftur krakkarnir úr East 15 skólanum, og mig langaði að vinna með þeim aftur. Ég fékk að vera með og það var eins og áður að því leytinu til að ég fékk að vera með í ferlinu,“ segir hún. „Það er leikrit sem heitir Leftovers og er líka að fá mjög fína dóma í Edinborg.“ Emma Thompson mætti ekki Allar sýningarnar hafa fengið fjög- urra stjörnu dóma í fjölmiðlum sem skrifa um verkin sem eru á hátíð- inni, og segir Sara gagnrýni skipta miklu máli því gestir hátíðarinnar sækja frekar sýningar sem eru lof- aðar. „Við erum bara búin að fá fjórar stjörnur frá öllum helstu miðlun- um þarna úti og það skiptir gríð- arlegu máli fyrir sýningarnar, því framboðið er svo svakalegt,“ seg- ir Sara. „Það eru margar hátíðir í borginni í ágúst svo samkeppnin er mikil. Í Edinborg búa um 500 þús- und manns og í ár var búist við um 750 þúsund gestum sem kæmu til borgarinnar vegna hátíðarinnar og á henni eru 3500 leiksýningar. Því er mjög mikilvægt að vekja athygli og fá góða dóma,“ segir hún. „Það er keppst um hvern gest og þeir lesa dómana til þess að upplýsa sig. Svo stöndum við úti á götu 6 tíma á dag til þess að fá fólk til þess að koma. Þessa vegna er líka mikil- vægt fyrir okkur að geta flaggað þessum dómum,“ segir Sara. „Það er mjög lærdómsríkt að labba upp að fólki og segja þeim að maður sé að gera stórkostlega sýningu, sem þau verði að sjá, og maður verður að vera sannfærandi. Ég labbaði t.a.m upp að Emmu Thompson og tjáði henni að hún yrði að koma og sjá sýninguna okkar,“ segir Sara. „Hún hefur ekki enn látíð sjá sig.“ Getur smíðað Sara hefur fengið lof í öllum dóm- um um sýningarnar og sérstaklega fyrir Leftovers, og The Lost Art of Lost Art, þar sem hún lét endur- hanna málverkið Ópið eftir Edward Munch. „Það hefur mikið verið rætt um það sem og leikmyndina í Lefto- vers þar sem sú leikmynd er mjög tæknileg þó hún sé á litlu sviði,“ segir Sara sem þarf að búa yfir smíðakunnáttu þegar kemur að því að hanna leikmyndir. „Ég er ágætur smiður, en er samt best í því að setja saman IKEA húsgögn,“ segir hún. „Þetta er samt spurning um að vita hvað maður vill og treysta öðrum til að búa það til. Ég vona auðvi- tað að þetta veki einhverja athygli á mér og minni vinnu. Ef ekki þá er þetta samt gríðarleg reynsla og stórkostlegt ævintýri og ég er strax farin að plana hvað við ætlum að sýna á næstu hátíð eftir ár,“ segir hún. „Ég var að flytja heim og bý á Akranesi þar sem okkur manninum mínum langar að ala upp son okkar. Ég er mjög spennt að komast inn í íslensku leikhússenuna og það eru ýmis verkefni á borðinu hér heima sem eru á viðræðustigi,“ segir Sara Hjördís Blöndal leikmynda- og bún- ingahönnuður. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is 32 viðtal Helgin 4.-6. september 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.