Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 16
Hann er reyndar fjórtán árum yngri en ég, en hann reykir svo hann er miklu elli- legri. HEILHVEITIKEXIÐ HEFUR EIGNAST FULLKOMINN JAFNINGJA – NÝJA HAUST HAFRAKEXIÐ HAUST FJÖLSKYLDAN STÆKKAR LJÚFFENGT PAR SEM ALLIR ELSKA K jartan bróðir leikur móðurina, Frið-riku, og ég og Ólafía Hrönn leikum börnin henn- ar,“ útskýrir Árni Pétur Guðjónsson spurður um hlutverkaskipan í nýju verki Björns Hlyns Haraldssonar, Móðurharðindunum, sem er fyrsta frumsýning Þjóð- leikhússins á þessu hausti. „Auk okkar leika í verkinu þeir Sigurður Sigurjónsson og Hallgrímur Ólafsson,“ bætir hann við. Spurður hvernig Kjartan, yngri bróðirinn, geti leikið móður hans hnussar Árni Pétur. „Hann er reyndar fjórtán árum yngri en ég, en hann reykir svo hann er miklu ellilegri. Það er orðin hefð fyrir því að láta okkur leika bræður en eins og komið er kemur þetta mun betur út. Hann er orðinn svo gamall.“ Árni Pétur lýsir verkinu sem svartri kómedíu og segir að þótt hláturinn sé sjaldan langt undan hjá áhorfendum þá sé líka Hlátur og högg í magann Árni Pétur Guðjónsson leikur son bróður síns Kjartans í nýju verki Björns Hlyns Haralds- sonar, Móðurharðindin, sem frumsýnt verður í Kassanum annað kvöld, laugardag. verið að fjalla um mjög sára og erfiða hluti. „Einn áhorfandinn lýsti því þannig að það skiptust á hlátrar og högg í magann,“ segir hann. „Það koma þarna upp á yfirborðið sárindi og gamlar væringar sem ég held að flestir þekki úr eigin fjölskyldu.“ Hann vill þó ekki meina að þeir bræður, hann og Kjartan, eigi eitthvað svipaða fjölskyldu og þá sem sést á sviðinu. „Nei, ég get ekki sagt að það séu nein sláandi líkindi. Við spunnum reyndar dálítið á æfingatímabilinu og sögðum öll sögur úr eigin fjölskyldum sem Björn Hlynur fléttaði inn í verkið, en þessi fjölskylda í leikritinu er á engan hátt byggð á okkar fjölskyldu.“ Í efnislýsingu Þjóðleikhússins á Móðurharð- indunum kemur fram að atburðarás verksins snúist í kringum heimkomu barnanna tveggja til að vera við jarðarför föður síns og öll þau fjöl- skylduleyndarmál sem upp vella við slíkar að- stæður. Árni Pétur vill ekki samþykkja þá tillögu mína að verkið sé ádeila á hið hefðbundna ís- lenska fjölskylduleikrit, en segir vissulega verið að leika sér með þá klisju. „Við erum mikið að vinna með klisjur í þessu verki,“ segir hann. „Það er gert grín að alls konar heilögum kúm, eins og tólf spora kerfinu og fleiru, og hinu hefðbundna fjölskyldudrama, auðvitað. En það er líka óhugn- aður í loftinu og áhrif frá Hitchcock og film noir eru greinanleg. Það eru eiginlega undirliggjandi hrollvekjustraumar þótt yfirborðið sé létt.“ Friðrika, móðirin, er fulltrúi hins gamla tíma, fín frú sem aldrei hefur unnið úti og á engin líf- eyrisréttindi. Árni Pétur segir verkið að hluta til uppgjör við gamla Ísland og ættarsnobbið. „Þetta er svona Thoroddsen, Briem, Shciöth fjölskylda, allt óskaplega fínt og snobbað á yfir- borðinu en undir eru bara morknaðar spýtur og morknir leðurstólar, það er enginn grunnur fyrir snobbinu lengur. Gamla Ísland er úrelt og morknað og börnin sem áttu að taka við ættarveldinu hafa klúðrað öllu í lífinu, eins og gengur, svo það er dálítið erfitt að sjá á hverju hið nýja Ísland byggir eiginlega. Grunnurinn er ekki traustur.“ Auk þess að vera höfundur verksins er Björn Hlynur Haraldsson einnig leikstjóri þess. Axel Hallkell gerir sviðsmynd og hann er einnig bún- ingahönnuður ásamt Leilu Arge. Um lýsingu sér Ólafur Ágúst Stefánsson og dramatúrg er Símon Birgisson. Frumsýnt verður í Kassanum annað kvöld, 5. september, og sýningar út september eru komnar í sölu í miðasölu Þjóðleikhússins. Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Hver er Árni Pétur Guðjónsson Fæddur: 19. ágúst 1951 Nám: Leiklistarskóli Íslands og Statens Teaterskole í Kaup- mannahöfn Leikferill: Hefur leikið í ótölulegum fjölda sviðsverka, sjónvarpsþátta og kvikmynda meðal annars Börk í Hæ Gosa, Diðrik í Stellu í framboði, Svikar- ann í samnefndum einleik og Pabbann í Rándýri, en um leik hans þar sagði Jón Viðar Jónsson: „Árni Pétur þarf ekki nema örlítið augnaráð til að sýna sársauka sem engin orð ná til að tjá.“ ? 16 leiklist Helgin 4.-6. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.