Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 76
Nils Lundgren mun koma fram með Hot Eskimos í Hörpu. Tónleikar sveitarinnar verða á föstudaginn í næstu viku, 11. september.
TÓNLIST EINN VIRTASTI DJASSTÓNLISTARMAÐUR SVÍA Á TÓNLEIKUM Í HÖRPU
Sænski básúnuleikarinn
og söngvarinn Nils Land-
gren leikur með djass-
tríóinu Hot Eskimos í
Hörpu þann 11. septem-
ber næstkomandi. Nils
Landgren er einn virtasti
djasstónlistarmaður Svía
og nýtur mikilla vinsælda
víða um heim. Hann er
fjölhæfur tónlistarmaður
og margverðlaunaður fyrir
verk sín. Jón Rafnsson,
bassaleikari Hot Eskimos,
segir Nils frábæran
söngvara og efnisvalið
vera blöndu af plötum
Landgren og Hot Eskimos.
Nils Landgren ásamt eskimóum
H ot Eskimos gáfu árið 2011 út geisla-diskinn „Songs from the top of the world“ sem hlaut geysigóðar viðtök-
ur og er nýr diskur þeirra félaga, „We Ride
Polar Bears“, væntanlegur í verslanir núna
í lok ágúst. Hot Eskimos hafa gjarnan leikið
sér að því að setja þekkt rokk- og popplög í
djassbúning og það hefur Nils reyndar gert
töluvert líka, svo það verður spennandi að sjá
hvað kemur út úr þessu samstarfi.
„Þetta samstarf kemur nú bara til vegna
þess að ég hef þekkt Lundgren í einhver fimm-
tán ár,“ segir Jón Rafnsson bassaleikari Hot
Eskmos. „Svo var Karl Olgeirsson, píanóleik-
ari tríósins, staddur í Svíþjóð og sér hann á tón-
leikum og heillaðist algerlega af honum,“ segir
hann, en þriðji meðlimurinn er svo Kristinn
Snær Agnarsson trommuleikari.
„Ég segi bara við Kalla að við fáum hann
bara yfir til þess að spila með okkur og Nils
leist strax vel á. Þetta er búið að taka langan
tíma þar sem hann vinnur mjög mikið og er
mikið bókaður. Hann er mikill vinnuþjark-
ur. Við ætlum að spila lög af sólóplötunum
sem hann hefur sent frá sér í gegnum árin,“
segir Jón.
„Hann hefur gert mikið af fallegum ball-
öðum og svo tökum við líka lög þar sem
við sprettum úr spori. Hann er stórt nafn
í Evrópu og stórstjarna í Þýskalandi, til að
mynda. Við stofnuðum Hot Eskimos árið
2010 og höfum komið fram reglulega. Við
höfum gert mikið af því að taka þekkta
popp-smelli og sett þau djassbúning. Allt
frá Jóhanni G til Ásgeirs Trausta ásamt því
að á nýju plötunni eru tvö lög eftir Karl, svo
við erum farnir að smygla frumsömdu efni
að,“ segir Jón Rafnsson.
Á tónleikunum í Kaldalóni, þann 11. sept-
ember, mun myndverk eftir myndlistarkon-
una Kristínu Gunnlaugsdóttur leika hlut-
verk sviðsmyndar og hefur hún oft unnið
með tónlistarmönnum um allan heim.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Vegglistaverk Errós, Frumskógardrottningin.
Frumskógardrottning Errós afhjúpuð
Listasafn Reykjavíkur býður til formlegrar afhjúpunar á vegg-
listaverkinu Frumskógardrottningin eftir Erró við Íþróttamiðstöðina
Austurberg í dag, föstudaginn 4. september klukkan 15.15. Dagur B.
Eggertsson borgarstjóri afhjúpar veggmyndina. Boðið verður upp á
tónlist og veitingar við afhjúpun verksins. Leikskólabörnin frá leik-
skólanum Ösp mæta og syngja við undirspil Tónskóla Sigursveins, að
því er fram kemur í tilkynningu listasafnsins.
Erró gaf Reykvíkingum verkið og útfærði það í samráði við Listasafn
Reykjavíkur á tvær byggingar í Breiðholti, annars vegar á fjölbýlis-
hús við Álftahóla og hins vegar á íþróttamiðstöðina Austurberg.
Álftahólaverkið, sem nefnist Réttlætisgyðjan, var afhjúpað á síðasta
ári. Hluti þeirra myndar var svo yfirfærður á vegg íþróttamiðstöðvar-
innar við Austurberg en að þessu sinni er það Frumskógardrottningin
sem er í aðalhlutverki. Veggmyndirnar mynda þannig eina heild.
Borgarráð ákvað fyrir tveimur árum að fjölga listaverkum í opinberu
rými í Breiðholti og er verkið hluti af því átaki. Verkefninu er ætlað að
breiða út list í opinberu rými utan miðborgarinnar, fegra hverfið og
skapa umræðu. Síðustu tvö ár hafa fimm stór vegglistaverk verið sett
upp í hverfinu eftir listamennina Erró, Theresu Himmer, Söru Riel og
Ragnar Kjartansson auk minni veggmynda eftir unga listamenn úr
frístundamiðstöðinni Miðbergi.
Listasafn Reykjavíkur hefur haft umsjón með verkefninu sem hefur
verið unnið í samráði við íbúa í Breiðholti og hverfisráð.
Frönsk stórstjarna í
nýrri mynd Kristínar
Upptaka Útvarpsleik-
hússins á Blindu konunni
og þjóninum eftir Sigurð
Pálsson í leikstjórn Krist-
ínar Jóhannesdóttur er
tilnefnd til Prix Europa,
evrópsku ljósvakamiðl-
averðlaunanna, í f lokki
stakra útvarpsleikrita í ár.
Tilkynnt verður um verð-
launahafa og verðlaunin
afhent þann 23. október en
leikstjórinn, Kristín Jóhannesdóttir,
á síður von á að vera viðstödd verð-
launaafhendinguna, enda hefur hún
öðrum hnöppum að hneppa þessar
vikurnar. Hún er þó að vonum sæl
með tilnefninguna og vitnar í son
sinn á fyrsta skóladegi hans: „Þetta
er stórkostlega þokkalegt, eins og
barnið sagði,“ segir hún hlæjandi.
Ástæðan fyrir því hversu upp-
tekin Kristín er þessa dagana er
að hún er á fullu við undirbúning
gerðar sinnar fyrstu kvikmyndar
síðan Svo á jörðu kom út árið 1992.
Nýja myndin hefur hlotið vinnuheit-
ið Alma, sem þýðir sál en er einn-
ig nafn aðalpersónunnar, sem
Elma Stefanía Ágústsdóttir
leikur. „Það er allt komið í
gang og verið að undirbúa
á öllum vígstöðvum,“ segir
Kristín. „Ég er að æfa núna
og það gengur vel, enda er
ég með alveg ótrú-
lega magnaðan
hóp af fólki
með mér.
Það
stend-
ur t i l
að byrja
tökur um
mánaða-
mótin októ -
ber/nóvember og þetta
er svo viðamikið og upp-
tökustaðirnir svo margir
að líklega verðum við í
tökum framundir vor.“
Fyrir utan einvalalið
íslenskra leikara sætir
það mestum tíðindum að
franska leikkonan Emm-
anuelle Riva mun leika
eitt af aðalhlutverkum
myndarinnar, hvernig
kom það til? „Það var haft samband
við umboðsmann hennar sem veitti
okkur aðgang að henni og ég bara
hringdi í hana. Við spjölluðum lengi
og það fór vel á með okkur. Ég er
náttúrulega búin að fylgjast með
þessari konu síðan ég kom fyrst í
kvikmyndanám út til Frakklands
og myndin Hiroshima, mon amour
var stórkostleg uppgötvun fyrir mig
á sínum tíma.“
Þetta er íslensk mynd úr ís-
lenskuEmmanuelle Riva vakti síð-
ast heimsathygli fyrir leik sinn í
myndinni Amour sem hlaut bæði
Gullpálmann og Óskarsverðlaunin.
Hún á að baki glæstan feril og er
enn eftirsótt leikkona, þrátt fyrir
árin 89. Kristín segir hana hafa
orðið mjög hrifna af handrit-
inu og ólm viljað vera með. „Ég
varð mjög hissa en hún var bara
svo heilluð af þessu handriti að
hún sagði strax að hún
myndi koma en bætti
svo við „Flýttu þér
að gera þetta
því ég er orð-
in gömul og
það er ekki
eftir neinu að
bíða.“
Friðrika
Benónýsdóttir
fridrika@frettatiminn.is
Emmanuelle Riva.
Kristín Jóhannesdóttir.
76 menning Helgin 4.-6. september 2015