Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 52
52 heilsutíminn Helgin 4.-6. september 2015  MarkMiðasetning VeruM raunhæf Þ að er komið fram í september og sumarið sem aldrei kom er að skipta sér út og við öll að setja okkur í stellingar fyrir það sem koma skal. Það er næsta öruggt að það er kaldari tími framundan, en kannski erum við heppin og fáum einhverja framlengingu og milt veður næstu vikur. Það væri örugglega gott fyrir sálartetrið, en þessi tími er annars umvafinn dulúð, krafti og fegurð. Skólarnir eru byrjaðir og starfsemi fyrirtækja að komast á skrið með undirbúningi fyrir veturinn. Það er eitthvað ánægjulegt við haustið, maður er fullur af orku eftir sumarið og reiðubúinn að takast á við verkefni þau sem liggja fyrir með eftirvæntingu og þá er gott að komast aftur í rútínuna sína. Ég er hrifinn af þessum tíma, hann er fallegur, sérstaklega þegar litir umhverfisins breytast og næt- urfrost og norðurljós láta á sér kræla á ný. Annríkið eykst á þessum sama tíma, dagarnir verða skipu- lagðari og verkefnin fjölbreytt fram að næsta sumri, hvort heldur sem við erum í vinnu eða skóla. Margir eru staðráðnir að komast í gott form eft- ir sumarið, ætla að æfa af krafti að nýju og bæta mataræði sem oft vill versna í fríinu. Líkamsrækt- arstöðvarnar fyllast af fólki sem hefur „trassað“ hreyfingu sína um sumarið og vill ná af sér grill- steikunum. Í það minnsta að komast í kjólinn fyrir jólin, vera klúbb fitt, sjokkbylgja sig og svo fram- vegis. Það er allt gott og blessað og vonandi ná allir þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér. Aðalatriðið er að fylgja almennum leiðbeiningum og fara ekki fram úr sjálfum sér með ofþjálfun eða rangri líkams- beitingu, ofneyslu próteindrykkja og fæðubótarefna svo eitthvað sé nefnt. Þá er alltaf góð regla að láta fagfólk leiðbeina sér sem hefur þekkingu á starf- semi líkamans og getur sagt manni fyrir verkum í þjálfun og hvað næringu snertir. Mikilvægast er að horfa til þeirra þátta sem skipta okkur öll máli, en það eru reglubundin hreyfing, hollt mataræði, nægur svefn og hæfilegt álag. Allir ættu að eiga skilgreind verkefni við sitt hæfi og vera í góðum samskiptum við annað fólk. Þetta eru þeir þættir sem teljast til heilbrigðra lífshátta og skila sér í bættri heilsu og líðan. Á þessum tíma að hausti er mikilvægt að muna eftir þessum grundvallarþáttum, þeir sem eru undir miklu álagi og streitu og hugsa síður um sjálfan sig eru líklegri til að veikjast. Þá er einnig talið að sjúk- dómar ýmis konar geti átt orsök sína í slíku ójafn- vægi og hefur verið bent á flesta lífsstílssjúkdómana í því samhengi sem og krabbamein. Þá er skynsam- legt að verjast inflúensu með bólusetningu, en búast má við að hún stingi sér niður að venju seint í haust. Það er talið ráðlegt að nota bætiefni sem sannað hafa gildi sitt eins og lýsi eða D-vítamín sem okkur flest skortir yfir vetrartímabilið. Sértæk bætiefni ætti að skoða í samráði við sinn lækni. Þeir sem reykja ættu að stefna að því að hætta því, en víst er að reykinga- fólki er hættara við sjúkdómum í öndunarfærum svosem eins og berkjubólgu og lungnabólgu. Því er skynsamlegt að verja hæfilegum tíma til að rækta sjálfan sig og sína nánustu. Það er auðvitað ekki til nein töfraformúla þegar kemur að heilbrigði einstaklinga sem eru jafn mismunandi og þeir eru margir. Þó er ljóst að ef við náum því markmiði að halda góðu jafnvægi milli þeirra þátta sem ég taldi upp að ofan og hugsum jákvætt og uppbyggilega er líklegra en ekki að heilsa okkar verði góð. Tökum því á móti haustinu og komandi vetri með gleði og eftirvæntingu, fögnum fjölbreytileika þeirra verkefna sem fyrir okkur liggja og setjum markið hátt auk þess að muna eftir að njóta lífsins, því það mun svo sannarlega skila sér í bættri heilsu okkar. Heilsan að hausti PISTILL Teitur Guðmundsson læknir 1. Látið barnið aldrei bera meira en 15% af eigin líkamsþyngd. 2. Setjið þyngstu hlutina sem næst baki barnsins og raðið vel í töskuna þannig að bækurnar séu síður á ferðinni. 3. Nota alltaf báðar axlarólarnar. 4. Veljið bakpoka með vel fóðruðum axlarólum. 5. Veljið rétta stærð af tösku fyrir barnið jafnhliða því hve mikið pláss skóladótið þarf. 6. Stillið axlarólarnar þannig að taskan passi vel að baki barnsins. Taskan ætti aldrei að ná lengra en 10 cm niður fyrir mitti. 7. Muna að nota mitt- isólina, ef að hún er á skólatöskunni, en hún hjálpar við að dreifa þyngd töskunnar. 8. Skoðið hvað barnið er að bera í töskunni á milli skóla og heimilis. Verið viss um að það sé einungis það sem það þarf að nota þann daginn. 9. Ef skólataskan er of þung, íhugið að nota tösku á hjólum, ef barnið samþykkir. 10. Þá daga sem skólataskan er yfirhlaðin getur barnið borið bækur eða hluti í fanginu – það minnkar álagið á bakið. Heimild: doktor.is s kammtímamarkmið eru frekar auðveld markmið sem koma okkur á sporið í átt að lokatak- markinu. Skammtímamarkmiðin veita þér mikla gleði þegar þeim er náð og halda baráttuandanum við á leið þinni að stóra sigrinum. Reyndu að vera nokkuð nákvæm(ur) þegar þú setur þér skammtímamarkmiðin, hafðu þau það erfið að þú þurfir að hafa fyrir þeim en ekki þannig að þú gefist upp á þeim. Mundu að þú þarft að sýna ákveðni og viljastyrk, en ef þú gerir það færðu það þúsundfalt til baka. Skammtímamark- mið ættu að ná yfir u.þ.b. 4 - 6 vikur og geta t.d. verið að mæta 1 - 2 sinnum í ræktina, borða hollt allavega einu sinni á dag eða neita sér um einhverja freistingu. Miðtímamarkmiðin þín eru fram- lenging á skammtímamarkmiðunum og eiga að ná yfir 4 til 12 mánuði. Þar herðirðu aðeins á skemmri markmiðum þínum og getur farið enn lengra með þau. Á miðtímanum ertu farinn að sjá virkileg áhrif frá æfingunum og breytta mataræðinu, þú finnur mun á fötum, hvíldarpúlsinn er lægri, þú ert léttari og fituprósenta þín hefur lækkað. Þú finnur jafnvel fyrir skapferlisbreytingum eins og aukinni einbeitingu og þolinmæði og meira sjálfstrausti. Miðtímamarkmiðin þurfa að vera meira krefjandi en skammtímamark- miðin en þó aldrei svo að þér finnist allt vera kvöð á þér, fyrst og fremst á þetta að vera gaman og þú átt að hlakka til næstu æfingar en ekki kvíða fyrir henni. Langtímamarkmiðin eru í raun fín- pússuð miðtímamarkmið. Þau eiga að ná yfir lágmark eitt ár og helst að endast alla ævi. Langtímamarkmiðin eiga að vera þau að þú sért sáttur við eigin líkama og heilsu og að þú búir í líkama sem veitir þér sjálfstraust og gleði. Hollt mataræði og regluleg hreyfing eiga að vera orðin hluti af þínu nýja lífi og þú hefur nú þá þekk- ingu á þínum eigin líkama að þú veist hversu miklar æfingar og hversu strangt mataræði hann þarf til að virka eins og honum er ætlað. Þó að allt þetta hljómi vel og virki auðvelt er langt í frá að svo sé. Það munu koma upp hundruð augnablika þar sem þér mun finnast þetta mjög erfitt og það munu koma upp vanda- mál sem þér finnast jafnvel óyfir- stíganleg. Þú munt freistast til að sleppa æfingu og þú munt freistast til að fá þér nammi þegar þú ættir að fá þér epli. Það mikilvægasta er að þú gerir þér grein fyrir þessu öllu frá upphafi og ætlir ekki að fara af stað án þess að falla nokkurn tíma af baki. Málið er ofur einfalt, Það falla nær allir einhvern tímann á markmiðum sínum, fyrstu vikuna, fyrsta daginn eða jafnvel fyrsta klukkutímann. Það er eng- inn fullkominn. Að þú sért að gera betur í dag en í gær og betur þessa vikuna en þá seinustu er það sem skiptir máli, aldrei gleyma því. Heimild fengin af www.thjalfun.is Mikilvægt að setja sér markmið Aðalmálið með að setja sér markmið þegar kemur að ástundun líkamsræktar er að þau séu raunhæf, að þú trúir því að þú getir náð þeim og að þau séu mælanleg, t.d. að lækka hjartslátt- inn, minnka fituprósentuna, léttast um ákveðið mörg kíló o.s.frv. 10 góð ráð til að létta byrði skólatöskunnar Skólarnir eru nú farnir á fullt og því rétt að huga að skólatösk- um og öðrum fylgihlutum. Að mörgu er að hyggja þegar ný taska er keypt en einnig mikilvægt að vera með- vitaður um hvernig best er að nota skólatöskurn- ar. Hér má líta á 10 atriði sem vert er að hafa í huga til að létta byrðina: Burt með lúsina Nú er lúsin farin að stinga sér niður eina ferðina enn í skólum lands- manna. Lúsin fer ekki í manngreinarálit, það geta allir smitast, en smit er algengast hjá 3-11 ára börnum. Lúsin er afar hvimleið, en hún er ekki á neinn hátt hættu- leg. Meðferð er ekki alltaf einföld, sér- staklega ef ekki er nægjanlega vandað til hennar í upphafi og oft þarf að meðhöndla aðra í fjöl- skyldunni eða nánasta umhverfi þess smitaða. Hægt er að fá lúsame- ðal án lyfseðils í næstu lyfjaverslun, þessi efni eru borin í hárið í þeim tilgangi að drepa lús og nit. Afar mikil- vægt er að fara nákvæm- lega eftir leiðbein- ingum sem fylgja. Samhliða því þarf jafnframt að:  Skoða aðra í nánasta umhverfi.  Meðhöndla þá sem eru með lús samtímis.  Kemba daginn eftir að meðferð var beitt til að athuga hvort með- ferðin hafi heppnast og síðan er nauðsynlegt að kemba annan hvern dag í daga þar á eftir.  Endurtaka með- ferðina sjö dögum eftir upphaflegu með- ferðina.  Frysta höfuðföt, kodda, tuskudýr og annað þvíumlíkt í að minnsta kosti 4 klukku- stundir við –20°C. Heimild: doktor.is Sýna þarf ákveðni og viljastyrk til að ná markmiðum. Ljósmyndir/NordicPhotos/Getty
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.