Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 26
G uðrún Veiga og Þorgerður María eru mættar á kaffi-húsið þegar mig ber að
garði, sitja við borð og spjalla og
eru beinlínis ljómandi af heilbrigði.
Hefði ég ekki vitað betur hefði mér
aldrei dottið í hug að tengja þær við
átröskun. Þær hlæja þegar ég hef
orð á því og segja einmitt þetta við-
horf algengustu fordóma gagnvart
átröskunarsjúklingum, það sjáist
nefnilega alls ekki utan á þeim öll-
um að þeir séu veikir. Í framhaldi af
því byrjum við á að ræða það hvern-
ig fólk uppgötvar að það sé haldið
átröskun og hvernig heilbrigðis-
kerfið hefur brugðist í því að greina
hana á fyrri stigum.
Þorgerður María: „Ég hef aldrei
greinst með anorexíu, því ég hef
aldrei verið í undirþyngd. Ég hef
bæði svelt mig í langan tíma og lést
mjög mikið og verið í miklum upp-
köstum, stundað lotuofát án þess að
kasta upp og þar af leiðandi þyngst
mjög mikið.“
Guðrún Veiga: „Ég blandaði
þessu öllu saman en ég hef aldrei
verið greind með anorexíu. Ég at-
hugaði einmitt rúna rétt áðan hver
BMI stuðullinn minn hefði verið
þegar ég var sem veikust og sá að
hann hefði verið eðlilegur. Og núna,
þegar ég tel mig vera á mjög góð-
um stað í lífinu er ég í ofþyngd sam-
kvæmt BMI stuðlinum og nærri því
að vera komin í offitu.“
Þorgerður María: „Já, BMI stuð-
ullinn er skelfilegur mælikvarði á
heilbrigði, en hann er sem betur
fer á útleið sem greiningarviðmið
fyrir anorexíu. Í Bandaríkjunum er
núna verið að berjast fyrir því að
líkamlegt ástand sé ekki notað til
að ákvarða það hvort fólk fái átrösk-
unarmeðferð, því þetta er fyrst og
fremst andlegur sjúkdómur. Þegar
fólk er orðið svona langt leitt er lík-
amlegt ástand og útlit nánast auka-
atriði. Og þegar þér fer að batna og
líkaminn kemst í lag er hausinn of-
boðslega lengi að fylgja á eftir.“
Guðrún Veiga: „Ég var að berj-
ast við átröskun frá árinu 2008 til
2010 þegar ég komst í ágætisform
holdafarslega séð, en það var samt
ekki fyrr en 2012 sem ég náði mér
andlega. Á meðan þú ert veik tap-
arðu öllu sem þú áttir, lífið snýst
bara um sjúkdóminn og feluleikinn
og að forðast aðstæður þar sem er
boðið upp á mat, telja kaloríur og
komast á afvikinn stað til að hreyfa
þig. Brenglunin er svo ótrúleg að ég
held að fólk geti ekki áttað sig á því
nema að standa í þessum sporum
sjálft.“
Þorgerður María: „Það sem
gleymist líka oft er að átröskunar-
sjúklingar eru orðnir veikir í höfð-
inu löngu áður en hegðunin kem-
ur fram, þannig að þeim er ekkert
batnað þótt hegðunin sé tekin í
burtu. Það þarf að laga það sem er
í gangi í höfðinu áður en fólk getur
byrjað að ná bata.“
Taldi kaloríur á nóttunni
Talið leiðist að því hvernig þær
sjálfar byrjuðu að rækta með sér át-
röskun og þær segja báðar að það sé
ekki hægt að negla niður einhvern
ákveðinn tíma og segja; aha, svona
byrjaði þetta.
Guðrún Veiga: „Ég hef verið upp-
tekin af holdafarinu síðan ég man
eftir mér. Þegar ég var sex ára
var mér sagt af skólalækninum að
ég væri of feit og hann hringdi í
mömmu og pabba til að segja þeim
það. Í dag, þegar ég skoða myndir
af mér frá því ég var sex ára, þá sé
ég að ég var bara ósköp eðlilegur
krakki, með bollukinnar og eitthvað
reyndar, en alls ekki feit. Síðan hef
ég bæði orðið ofsalega feit og ofsa-
lega grönn, farið allan skalann, og
ég var endalaust í einhverjum átök-
um áður en ég fór á fullt í átrösk-
unina. Svo eignaðist ég barn 2007
og eftir það lá leiðin niður á við. Ég
fékk gallsteina og þurfti að taka alla
fitu og fleira út úr mataræðinu til
að reyna að finna út hvað ylli gall-
steinaköstunum. Auðvitað sá ég að
því fleira sem ég hætti að borða því
grennri varð ég og ári eftir að ég
eignaðist barnið fannst mér ég kom-
in í fín mál hvað holdafarið varðaði
og leit bara mjög vel út. En ég gat
ekki hætt, ef ég leit í spegil sá ég
alltaf sama hlunkinn og var hrædd
við að verða aftur alltof feit ef ég
hætti að passa mataræðið.
Ég stoppaði aldrei og hugsaði að
nú væri ég orðin heilbrigð og ég
kunni heldur ekkert á það ástand.
Ég hafði alltaf verið of þetta eða of
hitt og ég bara kunni ekki lengur á
eðlileg samskipti við mat og hreyf-
ingu. Ég var hætt að geta sofið, lá og
taldi kaloríur og reif sjálfa mig niður
fyrir að hafa leyft mér að borða hitt
eða þetta og ekki hreyft mig nóg.
Stundum læddist ég út á nóttunni
til að hlaupa á meðan maðurinn
minn svaf og passaði alltaf að vera
á einhverjum slóðum þar sem eng-
inn sem gæti sagt honum eða for-
eldrum mínum frá því gæti séð mig.
Ég gerði mér stundum grein fyrir
því að ég væri veik og varð hrædd,
en svo bara hætti ég að hugsa um
það og varð aftur heltekin. Ég var
hætt að hlæja, hætt að nenna að tala
við fólk og fólk fór líka að forðast
mig því ég varð alltaf svo ógeðslega
reið ef einhver vogaði sér að halda
því fram að ég væri lasin. Ég forðað-
ist alla viðburði þar sem mér gæti
mögulega verið boðið upp á eitthvað
að borða, ég laug mig út úr öllum
heimboðum og einangraðist meira
og meira. Og var alveg sannfærð um
að þeir sem höfðu áhyggjur af mér
væru bara hysterískir, það væri sko
allt í fína lagi með mig.“
Hafði allan tíma í heimi til að
sinna átröskuninni
Þorgerður María: „Ég get eigin-
lega ekki sagt til um hvernig þetta
byrjaði hjá mér. Eins og Guðrún
var ég alltaf of þybbin, eða mér
var allavega sagt það, ég man eftir
mér átta ára í kasti yfir því hvað ég
væri feit. Mér leið oft illa og notaði
mat sem huggun, er mikill sælkeri
þannig sætindi voru mitt uppáhald.
Þetta fór svo að versna á unglings-
Hélt að meðferð væri
bara fyrir dauðadæmda
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir og Þorgerður María Halldórs-
dóttir hafa báðar glímt við átröskun frá unga aldri. Guðrún
Veiga segist vera orðin frísk í dag en Þorgerður María er enn
að berjast við sjúkdóminn. Nú hafa þær, ásamt Styrkári Halls-
syni, stofnað samtökin Vonarstyrk þar sem þær sjá fyrir sér að
átröskunarsjúklingum verði veitt aðstoð á jafningjagrunni.
árunum, ég beit það í mig að mér
þætti ekkert álegg gott og að smjör
væri bara fita þannig að ég borðaði
þurrt brauð og var að sofna í tímum
en ég léttist sem mér þótti auðvitað
alveg frábært.
Þegar ég var tvítug fór ég sem au
pair til Bandaríkjanna og þar fór ég
að venja mig á að kasta upp matnum
sem ég borðaði. Ég hafði líka lent
í miklu stressi og hætt að borða á
tímabili, léttist alveg helling og fór
þá að reyna að halda aftur mér í át-
inu eða ef það tókst ekki að bregð-
ast við með uppköstum. Eftir að ég
kom heim fór ég í klásus í hjúkrun-
arfræði þar sem tímarnir voru eftir
hádegi og morgnarnir fóru allir í át-
köst og uppköst og ég vissi að ég
var ekki í góðum málum. Mér datt
stundum í hug að leita mér hjálpar
en ég ákvað að það myndi enginn
taka mark á því að ég væri með át-
röskun af því ég var ekki nógu mjó.
Ég beit það í mig að átröskunarað-
stoðin á Landspítalanum væri bara
fyrir þá sem væru við dauðans dyr,
sem ég veit núna að er alls ekki rétt.
Þetta gekk í bylgjum hjá mér, fór
mest eftir aðgengi í rauninni, ég
hafði ekki alltaf tíma fyrir uppköst-
in, en mataræðið var ekki gott og ég
þyngdist aftur, sem ég var auðvitað
alls ekki sátt við.
Ég fór svo aftur út til Bandaríkj-
anna, þar sem ég var ein með sjálfri
mér og hafði allan tíma í heimi til að
sinna átröskuninni og eftir að hafa
verið um tíma í því munstri leitaði
ég mér hjálpar úti, og tókst að hætta
að kasta upp. Ég flutti heim stuttu
eftir hrun og byrjaði í nýju námi og
fljótlega byrjuðu uppköstin aftur en
ég er mikið félagsmálafrík og hellti
mér út í það þannig að ég missti svo-
lítið stjórnina á ofátinu og 2012 náði
ég mínu þyngsta. Þá tók við svelti-
tímabil og ég léttist helling. Þá fékk
ég endalaust hrós fyrir það hvað ég
liti vel út og það fóðraði auðvitað
fíknina.
Ég hafði verið látin fara úr
vinnunni sem ég var í og þegar ég
fékk nýja vinnu var ég í endalausu
kvíðakasti um að mér yrði sagt upp,
uppköstin jukust og það sóttu mjög
oft að mér sjálfsvígshugsanir. Ég
vissi að ég þyrfti hjálp en beit það
í mig að fyrst þyrfti ég að komast í
þá þyngd sem ég gæti sætt mig við,
maður fer ekki í megrun ef maður
er í meðferð við átröskun, þannig að
ég fór í mjög harkalega megrun og
léttist mjög mikið á stuttum tíma.
Ég var orðin háð hrósinu sem ég
fékk fyrir að líta vel út en á sama
tíma var ég líka reið við fólk fyrir
að segja það því mér fannst ég ekki
eiga það skilið, ég var að stela þessu
hrósi því ég var ekki að lifa neinum
heilbrigðum lífsstíl. Ég var búin að
Framhald á næstu opnu
Guðrún Veiga og Þorgerður María leggja mikla áherslu á að átraskanir séu ekki bundnar við kyn eða aldur, fólk á öllum aldri af
báðum kynjum þjáist af þeim og það sé mikill misskilningur að það sjáist endilega utan á fólki að það sé haldið sjúkdómnum.
Mynd/Hari
26 viðtal Helgin 4.-6. september 2015