Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 74
Þetta er
fyrsta verk-
ið okkar
og það er
erfitt að
vera ungur
sjálfstæður
listamaður.
Nánari upplýsingar:
www.transatlanticsport.is
Júlíus, 588 8917 – jg@transatlantic.is
Reunion Resort Golf Villas, Orlando, Florida
Innifalið: Flug með Icelandair,
akstur til og frá flugvelli,
gisting í 8 nætur, 7 daga golf
á þremur 18 holu völlum
og morgunmatur.
Dagsetningar: 16. og 30. okt. og 6. nóv. 2015
Verð m.v. 4 saman frá 269.900 kr.
551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
65 20151950
551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
65 20151950
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Þri 8/9 kl. 19:30 fors. Fim 17/9 kl. 19:30 Aukas. Sun 27/9 kl. 19:30 8.sýn
Mið 9/9 kl. 19:30 fors. Fös 18/9 kl. 19:30 3.sýn Fös 2/10 kl. 19:30 9.sýn
Fim 10/9 kl. 19:30 fors. Lau 19/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 10.sýn
Fös 11/9 kl. 19:30 Aðalæ. Sun 20/9 kl. 19:30 5.sýn Sun 4/10 kl. 19:30 11.sýn
Lau 12/9 kl. 19:30 Frums. Fös 25/9 kl. 19:30 6.sýn
Sun 13/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 26/9 kl. 19:30 7.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Móðurharðindin (Kassinn)
Fös 4/9 kl. 19:30 Fös 11/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 19/9 kl. 19:30 8.sýn
Fös 4/9 kl. 19:30 Aðalæ. Lau 12/9 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/9 kl. 19:30 9.sýn
Lau 5/9 kl. 19:30 Frums. Fim 17/9 kl. 19:30 6.sýn
Sun 6/9 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/9 kl. 19:30 7.sýn
Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna.
4:48 PSYCHOSIS (Kúlan)
Fim 10/9 kl. 19:30 Frums. Sun 13/9 kl. 19:30 2.sýn Mið 16/9 kl. 19:30 3.sýn
DAVID FARR
HARÐINDIN
Þær Guðrún Selma Sigurjónsdóttir og Gígja Jónsdóttir prófuðu nokkra kúra á vinnuferlinu við verkið The Drop Dead Diet. Dans-
verkið var frumsýnt í Tjarnarbíói á dögunum. Ljósmynd/Hari
Tjarnarbíó Dansverkið The Drop DeaD DieT frumsýnT
The Drop Dead Diet er nýtt dansverk sem var frumsýnt á Reykjavík Dance Festival um liðna helgi.
Tvær sýningar verða á verkinu í Tjarnarbíói, 6. og 11. september. Í verkinu er tekist á við útlits-
legar staðalímyndir í samfélaginu og öfgar í megrunarkúrum. Áhorfendum er boðið á kynningu á
nýjum og öfgafullum megrunarkúr. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, annar höfunda verksins, segir
dansinn vera húmoríska ádeilu. Höfundarnir prófuðu nokkra megrunarkúra við vinnslu verkefnis-
ins.
T he Drop Dead Diet er eftir dansarana Gígju Jónsdóttur og Guðrúnu Selmu Sigur-
jónsdóttur og segir Guðrún dans-
inn sýna áhorfandanum hvernig
manneskjan tekst á við megrunar-
kúra, líkamlega áreynslu og breyt-
ingar á líkamsvexti. „Þetta er okkar
fyrsta verk og við vorum að leita að
umfjöllunarefni og þetta kom mjög
fljótlega upp,“ segir Guðrún Selma.
„Megrunarkúrar eru mjög áber-
andi í samfélaginu okkar og það
hefur oft verið fjallað um líkamann
og staðalímyndir, en ekki svo oft
um megrunarkúrana sjálfa,“ segir
hún. „Þeir eru svo öfgafullir og það
er gaman að hafa þá sem viðfangs-
efni. Það er húmor í þessu og þetta
er í raun ádeila. Við erum þó ekki
að predika neitt fyrir áhorfendum
og maður hefur sjálfur farið í megr-
un,“ segir Guðrún. „En auðvitað er
þetta viss ádeila og beitt á köflum.
Við prófuðum nokkra kúra í rann-
sóknarferlinu, til þess að reyna að
halda það út. Það gekk ekkert vel.
Ég féll á þessu en það gekk betur
hjá Gígju. Hún er þrjóskari,“ segir
Guðrún.
„Við erum tvær sem flytjum verk-
ið og tónlistin er eftir Loja Hösk-
uldsson og hann er á sviðinu meðan
dansinn er fluttur. Sum atriðin gerir
hann með okkur og við erum því
þrjú á sviðinu allan tímann. Þetta er
dansleikhús. Þetta er fyrsta verkið
okkar og það er erfitt að vera ungur
sjálfstæður listamaður, en maður
verður að taka áhættu og fara á fulla
ferð,“ segir Guðrún sem útskrifaðist
frá Listaháskólanum árið 2013.
„Við fengum að vísu styrk frá
Reykjavíkurborg sem hjálpaði okk-
ur við framleiðsluna, en við erum
samt ekki á launum. Viðtökurnar á
danshátíðinni voru rosalega góðar.
það var uppselt og við fundum mik-
ið hvað salurinn var með okkur. Við
erum því mjög spennt að geta sýnt
verkið aftur þessar tvær helgar og
hlökkum mikið til,“ segir Guðrún
Selma Sigurjónsdóttir dansari.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Megrunarkúrar færðir í dans
Heillandi heimur
japanskra kvikmynda
Japanskir kvikmyndadagar hófust
í gær, fimmtudag, og standa fram á
sunnudag, 6. september. Bíó Para-
dís og sendiráð Japans á Íslandi
kynna þar heillandi heim japanskra
kvikmynda. Japönsk töfrahelgi
verður fyrir börn og ungmenni. Þá
verður sýnt úrval teiknimynda fyr-
ir börn á öllum aldri og japanskir
leikir og spil í boði Nexus. Opnunar-
myndin Still the Water, í leikstjórn
Naomi Kawase, er sýnd á japönsku
með enskum texta en hún fór í al-
mennar sýningar í gær, fimmtudag.
Um myndina segir að ævafornar
hefðir varðandi náttúruna séu enn
í gildi á japönsku eyjunni Amami
í heittempraða beltinu. Á meðan
hinni fornu tungldansahátíð stend-
ur í eynni, uppgötvar hinn 16 ára
gamli Kaito lík í sjónum. Kyoko,
kærastan hans, reynir að hjálpa
honum að skilja hvað þessi dular-
fulli atburður þýðir.
Saman
upplifa
Kaito og
Kyoko hina
samtvinn-
uðu hring-
rás lífs,
dauða og
ástarinnar
og full-
orðnast í
leiðinni.
74 menning Helgin 4.-6. september 2015