Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 4
Skrifstofu og verslunarrými
til leigu í Firði
Fyrirspurnir sendist á
fjordur@fjordur.is
6150009
Fjörður - í miðbæ Hafnarfjarðar!
Blár = c90/m59/y0/k0
Gulur = c0/m20/y100/k0
– í miðbæ Hafnarfjarðar
Hann hefur
á sér gott
orð fyrir að
vera mál-
efnalegur
þó hann
veki athygli
fyrir óhefð-
bundinn
klæðnað
og hár-
greiðslu.
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
Hæglætisveður og þykknar í lofti úr
vestri. sól a-lands, en svalt.
Höfuðborgarsvæðið: Skýjað að
meStu og Suddi SíðdegiS.
rigning um n- og na-vert landið. þungbúið
sv-til og þar rigning um kvöldið.
Höfuðborgarsvæðið: Skýjað, en að
meStu þurrt yfir daginn.
mjög Hlýtt sa-lands. allHvasst og víða smá
rigning með köflum.
Höfuðborgarsvæðið: að meStu
Skýjað og Skúrir.
mildir suðvestanvindar
leika um landið
kannski ekki árvisst, en það er ansi
algengt að hlýtt loft úr suðri ryðjist með
nokkrum látum yfir landið fyrstu dagana
í september. þá hlýnar fyrir norðan og
einkum fyrir austan og oftar en ekki fylgja
ský og rigningarbakkar. Á
morgun, laugardag, dregur til
tíðinda og mun rigna um N- og NV-
vert landið í SV hvassviðri! Hlýtt
loft yfir landinu, en sólarlítið.
Á sunnudag gæti sólar notið
A- og SA-lands og þá gæti hiti
hæglega komist í 20°C. Áfram
verður hvasst víða á landinu.
9
5 5
8
12
10
9 11
15
13
11
10 13
18
14
einar sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
vikan sem var
Opna verslun á Strikinu
66°norður opnar aðra verslun sína í
kaupmannahöfn síðar í þessum mán-
uði. Verslunin verður neðst á Strikinu,
skammt frá kongens nytorv.
Skráð á framhjáhaldssíðu
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
og Þóra Margrét Baldvinsdóttir,
eiginkona hans, skráðu sig á framhjá-
haldssíðuna Ashley Madison fyrir
nokkrum árum. Þóra greindi frá þessu á
Facebook-síðu sinni í vikunni. Hún segir
að þetta hafi þau gert fyrir forvitnis
sakir, í hálfkæringi og af léttúð. Netfang
Bjarna hjá n1 var notað við skráninguna
og notendanafn þeirra var Icehot1.
Balti í samstarf við Ridley Scott
Framleiðslufyrirtæki Ridley Scott, Scott
Free, og framleiðslufyrirtæki Baltasars
Kormáks, RVK Studios, ætla að fram-
leiða sjónvarpsþáttaröð eftir íslenska
tölvuleiknum EVE Online. Þetta kemur
fram á vef Variety.
Sextán í Lögregluskólann
16 ný nem ar hófu nám við grunn-
náms deild Lög reglu skóla rík is ins um
mánaðamótin. Af þeim ný nem um
sem tekn ir voru inn hafa 10 starfað
sem af eys inga menn í lög regl unni, allt
frá þrem ur mánuðum til tæp lega 20
mánaða. Meðal ald ur ný nem anna er
25,5, í hóp um eru 11 karl ar og 5 kon ur.
26,9
milljóna hagnaður varð af rekstri
Kaffibarsins í fyrra. Hagnaðurinn jókst
um tæpar 20 milljónir króna á milli
ára og skýrist aukningin að stærstum
hluta af endurútreikningi lána upp á 16
milljónir. Eigandi Kaffibarsins er Svanur
kristbergsson.
900 milljónir í ídýfur og sósur
Íslendingar keyptu
Voga ídýfur og sósur
frá e. finnsson fyrir
905 milljónir króna
í fyrra. Vogabær,
sem framleiðir hvort
tveggja, hagnaðist um
14 milljónir í fyrra.
Allt hlutafé fyrirtækis-
ins er í eigu kaup-
félags Skagfirðinga.
a llt útlit er fyrir að Óttarr Proppé alþingismaður verði sjálfkjörinn í embætti formanns Bjartrar fram-
tíðar á ársfundi flokksins, sem haldinn
verður í Reykjanesbæ á laugardag. Fram-
boðsfrestur er til klukkan ellefu á laugar-
dag en flokksfólk sem Fréttatíminn ræddi
við í gær taldi ólíklegt að nokkur fari fram
gegn Óttari.
Guðlaug Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi
í Hafnarfirði, hafði lýst því yfir að hún
gæfi kost á sér til forystu í flokknum sem
var volg yfirlýsing um annað hvort for-
mannsframboð eða framboð til stjórnar-
formanns. Guðlaug lýsti því yfir á miðviku-
dagskvöld að hún byði sig fram í embætti
stjórnarformanns.
„Hlutverk stjórnarformannsins – að
samræma innra starfið, halda utan um
stjórn, málefnastarf og tengsl milli gras-
rótar, þingflokks og sveitarstjórna – höfðar
mjög sterkt til mín og ég er þess fullviss
að kraftar mínir og reynsla nýtist vel til
þeirra verka,“ sagði Guðlaug í yfirlýsingu á
Facebook. Í samtali við Fréttatímann í gær
sagði Guðlaug að sér hafi fundist liggja
beint við að bjóða sig fram til stjórnarfor-
manns: „Tengslin við sveitarstjórnarvett-
vanginn eru mjög sterk í því embætti,“
sagði hún.
Fjórir hafa þar með lýst yfir framboði til
embættis stjórnarformanns, auk Guðlaug-
ar eru það þau Karólína Helga Símonar-
dóttir, Matthías Freyr Matthíasson og
Preben Pétursson. Um sex hundruð félags-
menn Bjartrar framtíðar eru á kjörskrá og
geta þeir kosið rafrænt, óháð því hvort þeir
sitja ársfundinn.
Auk kosninga til embætta og almennra
aðalfundastarfa verður lögð fyrir ársfund-
inn umhverfisstefna flokksins og heil-
brigðisstefna. Hugmyndir um róteringu
embætta hafa verið settar á ís um sinn,
í ljósi þess að skipt verður um forystuna
eins og hún leggur sig.
Talsverð ólga hefur verið innan Bjartrar
framtíðar að undanförnu samfara miklu
fylgistapi flokksins. Heiða Kristín Helga-
dóttir gagnrýndi formanninn, Guðmund
Steingrímsson, opinberlega og sagði hann
bera ábyrgð á fylgistapinu. Í kjölfarið lýsti
hún því yfir að hún væri tilbúin að gegna
embætti formanns. Þegar Guðmundur og
Róbert Marshall þingflokksformaður lýstu
því yfir að þeir myndu ekki sækjast eftir
endurkjöri í embætti sín á ársfundinum
sagðist Heiða Kristín ekki myndu bjóða
sig fram. Þá steig Óttarr fram og virðist
vera óumdeildur sem næsti formaður.
Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræð-
ingur segir að Óttarr hafi marga styrk-
leika. „Hann er einn af þessum frumkvöðl-
um Besta flokksins í Reykjavík og náði
miklum árangri þar. Hann hefur á sér gott
orð fyrir að vera málefnalegur þó hann
veki athygli fyrir óhefðbundinn klæðnað
og hárgreiðslu – þennan pönkbakgrunn.
Hann er kannski sterkur mótleikur gegn
fylgisaukningu Pírata.“
Höskuldur daði magnússon
hdm@frettatiminn.is
stjórnmál ársFundur Bjartrar Framtíðar haldinn á laugardag
Óttarr Proppé sjálfkjörinn
formaður í Bjartri framtíð
Fjórir berjast um embætti stjórnarformanns á ársfundi Bjartrar framtíðar en enginn virðist ætla
að bjóða sig fram gegn Óttarri Proppé í embætti formanns. Ólga hefur verið innan fokksins
vegna mikils fylgistaps.
óttarr Proppé, alþingismaður, söngvari í rokksveitinni Ham og fyrrum bóksali, verður næsti formaður Bjartrar framtíðar. Árs-
fundur flokksins fer fram um helgina. Ljósmynd/Hari
4 fréttir Helgin 4.-6. september 2015