Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Síða 4

Fréttatíminn - 04.09.2015, Síða 4
Skrifstofu og verslunarrými til leigu í Firði Fyrirspurnir sendist á fjordur@fjordur.is 6150009 Fjörður - í miðbæ Hafnarfjarðar! Blár = c90/m59/y0/k0 Gulur = c0/m20/y100/k0 – í miðbæ Hafnarfjarðar Hann hefur á sér gott orð fyrir að vera mál- efnalegur þó hann veki athygli fyrir óhefð- bundinn klæðnað og hár- greiðslu. veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Hæglætisveður og þykknar í lofti úr vestri. sól a-lands, en svalt. Höfuðborgarsvæðið: Skýjað að meStu og Suddi SíðdegiS. rigning um n- og na-vert landið. þungbúið sv-til og þar rigning um kvöldið. Höfuðborgarsvæðið: Skýjað, en að meStu þurrt yfir daginn. mjög Hlýtt sa-lands. allHvasst og víða smá rigning með köflum. Höfuðborgarsvæðið: að meStu Skýjað og Skúrir. mildir suðvestanvindar leika um landið kannski ekki árvisst, en það er ansi algengt að hlýtt loft úr suðri ryðjist með nokkrum látum yfir landið fyrstu dagana í september. þá hlýnar fyrir norðan og einkum fyrir austan og oftar en ekki fylgja ský og rigningarbakkar. Á morgun, laugardag, dregur til tíðinda og mun rigna um N- og NV- vert landið í SV hvassviðri! Hlýtt loft yfir landinu, en sólarlítið. Á sunnudag gæti sólar notið A- og SA-lands og þá gæti hiti hæglega komist í 20°C. Áfram verður hvasst víða á landinu. 9 5 5 8 12 10 9 11 15 13 11 10 13 18 14 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is  vikan sem var Opna verslun á Strikinu 66°norður opnar aðra verslun sína í kaupmannahöfn síðar í þessum mán- uði. Verslunin verður neðst á Strikinu, skammt frá kongens nytorv. Skráð á framhjáhaldssíðu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona hans, skráðu sig á framhjá- haldssíðuna Ashley Madison fyrir nokkrum árum. Þóra greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í vikunni. Hún segir að þetta hafi þau gert fyrir forvitnis sakir, í hálfkæringi og af léttúð. Netfang Bjarna hjá n1 var notað við skráninguna og notendanafn þeirra var Icehot1. Balti í samstarf við Ridley Scott Framleiðslufyrirtæki Ridley Scott, Scott Free, og framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, RVK Studios, ætla að fram- leiða sjónvarpsþáttaröð eftir íslenska tölvuleiknum EVE Online. Þetta kemur fram á vef Variety. Sextán í Lögregluskólann 16 ný nem ar hófu nám við grunn- náms deild Lög reglu skóla rík is ins um mánaðamótin. Af þeim ný nem um sem tekn ir voru inn hafa 10 starfað sem af eys inga menn í lög regl unni, allt frá þrem ur mánuðum til tæp lega 20 mánaða. Meðal ald ur ný nem anna er 25,5, í hóp um eru 11 karl ar og 5 kon ur. 26,9 milljóna hagnaður varð af rekstri Kaffibarsins í fyrra. Hagnaðurinn jókst um tæpar 20 milljónir króna á milli ára og skýrist aukningin að stærstum hluta af endurútreikningi lána upp á 16 milljónir. Eigandi Kaffibarsins er Svanur kristbergsson. 900 milljónir í ídýfur og sósur Íslendingar keyptu Voga ídýfur og sósur frá e. finnsson fyrir 905 milljónir króna í fyrra. Vogabær, sem framleiðir hvort tveggja, hagnaðist um 14 milljónir í fyrra. Allt hlutafé fyrirtækis- ins er í eigu kaup- félags Skagfirðinga. a llt útlit er fyrir að Óttarr Proppé alþingismaður verði sjálfkjörinn í embætti formanns Bjartrar fram- tíðar á ársfundi flokksins, sem haldinn verður í Reykjanesbæ á laugardag. Fram- boðsfrestur er til klukkan ellefu á laugar- dag en flokksfólk sem Fréttatíminn ræddi við í gær taldi ólíklegt að nokkur fari fram gegn Óttari. Guðlaug Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, hafði lýst því yfir að hún gæfi kost á sér til forystu í flokknum sem var volg yfirlýsing um annað hvort for- mannsframboð eða framboð til stjórnar- formanns. Guðlaug lýsti því yfir á miðviku- dagskvöld að hún byði sig fram í embætti stjórnarformanns. „Hlutverk stjórnarformannsins – að samræma innra starfið, halda utan um stjórn, málefnastarf og tengsl milli gras- rótar, þingflokks og sveitarstjórna – höfðar mjög sterkt til mín og ég er þess fullviss að kraftar mínir og reynsla nýtist vel til þeirra verka,“ sagði Guðlaug í yfirlýsingu á Facebook. Í samtali við Fréttatímann í gær sagði Guðlaug að sér hafi fundist liggja beint við að bjóða sig fram til stjórnarfor- manns: „Tengslin við sveitarstjórnarvett- vanginn eru mjög sterk í því embætti,“ sagði hún. Fjórir hafa þar með lýst yfir framboði til embættis stjórnarformanns, auk Guðlaug- ar eru það þau Karólína Helga Símonar- dóttir, Matthías Freyr Matthíasson og Preben Pétursson. Um sex hundruð félags- menn Bjartrar framtíðar eru á kjörskrá og geta þeir kosið rafrænt, óháð því hvort þeir sitja ársfundinn. Auk kosninga til embætta og almennra aðalfundastarfa verður lögð fyrir ársfund- inn umhverfisstefna flokksins og heil- brigðisstefna. Hugmyndir um róteringu embætta hafa verið settar á ís um sinn, í ljósi þess að skipt verður um forystuna eins og hún leggur sig. Talsverð ólga hefur verið innan Bjartrar framtíðar að undanförnu samfara miklu fylgistapi flokksins. Heiða Kristín Helga- dóttir gagnrýndi formanninn, Guðmund Steingrímsson, opinberlega og sagði hann bera ábyrgð á fylgistapinu. Í kjölfarið lýsti hún því yfir að hún væri tilbúin að gegna embætti formanns. Þegar Guðmundur og Róbert Marshall þingflokksformaður lýstu því yfir að þeir myndu ekki sækjast eftir endurkjöri í embætti sín á ársfundinum sagðist Heiða Kristín ekki myndu bjóða sig fram. Þá steig Óttarr fram og virðist vera óumdeildur sem næsti formaður. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræð- ingur segir að Óttarr hafi marga styrk- leika. „Hann er einn af þessum frumkvöðl- um Besta flokksins í Reykjavík og náði miklum árangri þar. Hann hefur á sér gott orð fyrir að vera málefnalegur þó hann veki athygli fyrir óhefðbundinn klæðnað og hárgreiðslu – þennan pönkbakgrunn. Hann er kannski sterkur mótleikur gegn fylgisaukningu Pírata.“ Höskuldur daði magnússon hdm@frettatiminn.is  stjórnmál ársFundur Bjartrar Framtíðar haldinn á laugardag Óttarr Proppé sjálfkjörinn formaður í Bjartri framtíð Fjórir berjast um embætti stjórnarformanns á ársfundi Bjartrar framtíðar en enginn virðist ætla að bjóða sig fram gegn Óttarri Proppé í embætti formanns. Ólga hefur verið innan fokksins vegna mikils fylgistaps. óttarr Proppé, alþingismaður, söngvari í rokksveitinni Ham og fyrrum bóksali, verður næsti formaður Bjartrar framtíðar. Árs- fundur flokksins fer fram um helgina. Ljósmynd/Hari 4 fréttir Helgin 4.-6. september 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.