Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 56
56 heilsa Helgin 4.-6. september 2015 Jógaferð í landi guðanna K erala fylki, eða land guðanna, á Suður-Ind-landi er sannkölluð paradís fyrir líkama og sál. Úrval Útsýn býður upp á tveggja vikna ferð til Kerala í lok október þar sem lögð verður áhersla á heilsu og vellíðan. Í boði verður sjö daga Ayurvedísk Pancha Karma hreinsun hjá hinum virta Dr. P. Sambhu sem rekur meðferðarstofu við Kovalam ströndina. „Ayurveda fræðin eru þúsund ára gömul fræði og koma úr hinum fornu Veda-rit- um á Indlandi, þeim sömu og jóga heimspekin kemur frá. Ayurveda þýðir í raun „Vísindi lífsins“ og hafa Indverjar notað þessa þekk- ingu í árþúsundir til að ná og við- halda góðri heilsu,“ segir Kristína Haraldsdóttir, en hún mun sjá um fararstjórn í ferðinni ásamt Ólafíu Wíum. Þær verða ferðalöngum inn- an handar og munu leiða þá í gegn- um jógatíma daglega. Auk þess mun jógakennarinn Jinu Vibhoothy leiða jóga við sólarupprás valda daga sem hentar öllum, bæði byrj- endum og lengra komnum. „Ayurveda hreinsunin felst í að afeitra líkamann og boðið verð- ur upp á meðferðir á hverjum degi sem henta hverjum og einum, svo sem nudd, olíumeðferðir og fleira,“ segir Kristína. Í ferðinni verður lögð áhersla á að fólk hafi góðan tíma aflögu á milli meðferða til að njóta sín eftir eigin höfði enda lagt upp með að ferðin verði afslöppuð. Síðustu þremur dögunum verður eytt í sögulegu hafnarborginni Kochi. „Þar eru margar góðar verslanir og mark- aðir auk skraddara á hverju götuhorni. Hótelið okkar er við Forth Kochin ströndina svo fyrir þá sem það vilja er upplagt að slappa af á ströndinni, eða láta dekra við sig á einum af mörgum nudd- eða spa-stöðum í nágrenninu,“ segir Ólafía. Nán- ari upplýsingar um ferðina og bókanir má nálgast á heimasíðu Úrval Útsýn, ww.uu.is Unnið í samstarfi við Úrval Útsýn Úrval Útsýn |  Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi |  585 4000 |  uu.is INDLAND JÓGA & AYURVEDA 27. OKTÓBER – 10. NÓVEMBER 2015 Kristína Haraldsóttir FARARSTJÓRAR Ólafía Wíum Úrval Útsýn |  Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi |  585 4000 |  uu.is INDLAND JÓGA & AYURVEDA 27. OKTÓBER – 10. NÓVEMBER 2015 Kristína Haraldsóttir FARARSTJÓRAR Ólafía Wíum Þarmaflóran hefur áhrif á skap og líkamsþyngd Þessi venjulegi heimilismatur er alltaf holl- astur, matur þar sem inni- haldslýsingin er helst engin eða mjög stutt. Rannsóknir sína í auknum mæli hversu mikilvæg þarmaflóran er heilsu okkar. Sýnt hefur verið fram á að fjölbreytileiki baktería í þörmum hefur ekki aðeins áhrif á líkamlega heilsu okkar heldur einnig andlega heilsu. Birna Ásbjörns- dóttir næringarfræðingur segir hollan og lítið unnan mat vera bestu leiðina til að viðhalda heilbrigði þarmaflórunnar. Þ eir sem eru með færri bakteríur í þörmunum og minni fjölbreytni eru líklegri til þess að vera of þungir eða með ákveðin krónísk vandamál. Því fjöl- breyttari þarmaflóra, því minna af vanda- málum,“ segir Birna Ásbjörnsdóttir næring- arfræðingur sem vinnur um þessar mundir að meistarverkefni sem snýr að meltingar- veginum og þarmaflórunni. Áhrif á taugakerfið Birna segir allar nýjustu rannsóknir benda til þess að fjölbreytileiki þarmaflórunnar jafnist á við heilt líffæri. „Þarmaflóran er stór hluti af ónæmiskerfi líkamans og hún hefur einnig mjög mikil áhrif á taugakerfið og þar með geðheilsu og líðan. Rannsóknirnar eru enn margar hverjar enn á frumstigi en það er samt farið að sýna fram á þetta samband og það eru stórar fréttir. Við vitum líka fyrir víst að þarmaflóran hefur mikil áhrif á hver- skyns bólgur og sýkingar.“ Fæðumst án flórunnar „Það sem gerir þetta líffæri öðruvísi en önn- ur er að það er áunnið, því við fæðumst án þarmaflóru,“ segir Birna. „Í fæðingunni byrj- um við að fá í okkur bakteríur sem búa svo um sig í meltingarveginum til frambúðar. Fyrstu þrjú ár ævinnar eru mjög krítískur tími sem hefur mikil áhrif á það hvernig þessar bakteríur þróast og vaxa. Ef við t.d fáum mikið af sýklalyfjum á þessum árum getur það haft mikil áhrif á heilsu okkar til frambúðar. Auðvitað eru sýklalyf mjög góð og nauðsynleg en ofnotkun er áhyggjuefni því þau drepa bakteríur í þörmunum sem eru okkur nauðsynlegar og skilur okkur því eftir í ákveðnu ójafnvægi. Nýjustu rann- sóknir sýna að það eru tengsl á milli lélegrar þarmaflóru og t.d ofnæmis og astma.“ Mikilvægt að borða lítið unnar matvörur Birna segir hollt fæði skipta sköpum fyrir þarmaflóruna. „Ef við borðum fæði sem er ekki næringarríkt þá nærum við sveppi og óæskilegar örverur sem geta valdið bólgum og jafnvel öðrum sjúkdómum. Þess vegna þurfum við alltaf að huga að því þegar við borðum hvaða jarðveg við erum að rækta innvortis. Óhollur matur veikir kerfið okkar. Það er því ekki bara það að við förum á mis við góða næringu þegar við borðum óhollt, heldur erum við þá líka að næra það sem við viljum ekki næra. Við erum þá að næra veik- leika okkar.“ -hh Besta leiðin til að viðhalda heilbrigðri þarmaflóru n Almenna reglan er að borða sem minnst af unnum mat- vælum og sem mest af hreinu og óunnu fæði. „Þessi venjulegi heimilismatur er alltaf hollastur, matur þar sem innihalds- lýsingin er helst engin eða mjög stutt.“ n Það er ekki nauð- synlegt að taka inn gerla ef við borðum fjölbreytt fæði. „Inn- taka gerla eykur samt fjölbreytni flórunnar og getur því bara gert okkur gott.“ n Fæða sem hjálpar: Jógúrt og mjólkurvör- ur með AB-gerlum, gerjaðar og sýrðar afurðir eins og súrkál eru líka mjög góðar. „Við vorum alls ekki svo vitlaus í gamla daga því súrmaturinn er mjög góður til að brjóta niður fæðið fyrir okkur.“ Birna Ásbjörnsdóttir er að ljúka meistargráðu í næringarlæknisfræði frá Surrey-háskóla og meistaranámi í gagnreyndum heilbrigðisfræðum við Oxford-háskóla. Hún hefur starfað sem næringarráðgjafi um árabil og haldið fjölda nám- skeiða og fyrirlestra. Kristín Haraldsdóttir og Ólafía Wium sjá um farar- stjórn M yn d/ G et ty Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is laugardaginn 22. ágúst 11–19 mánudaginn 7. september og þriðjudaginn 8. september uppboðin hefjast kl. 18 Listmuna- uppboð í Gallerí Fold Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Forsýning á verkunum alla helgina í Gallerí Fold föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17, þriðjudag kl. 10–17 (þau verk sem boðin eru upp á þriðjudag) Jóhannes S. Kjarval Kristín Jónsdóttir Sæmundur Valdimarsson Louisa Matthíasdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.