Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 18
Meira en helming ævinnar saman í hljómsveit Hljómsveitin Dikta sendir frá sér sína fimmtu hljóðversplötu í næstu viku og hefur gripurinn fengið nafnið Easy Street. Platan var unnin að hluta til í Þýskalandi og eru 4 ár síðan Dikta sendi síðast frá sér plötu. Sveitin er á 17. aldursári og var stofnuð í Garðabænum. Meðlimir sveitarinnar eru allir Garðbæingar, þó söngvarinn, Haukur Heiðar, telji sig meiri Álftnesing. Allir eru þeir skólagengnir í öðrum fræðum en tónlist og má segja að Dikta sé ein menntaðasta sveit lands- ins. Útgáfutónleikar Easy Street verða í Norðurljósasal Hörpu, miðvikudags- kvöldið 9. september. Haukur Heiðar Hauksson 33 ára. Söngur, gítar og píanó Læknir, er að klára sérhæfingu í heimilislækningum. „Ég er búinn að vera lengur í Diktu en ekki. Ég þekki ekkert annað en að vera í hljómsveitinni. Ég byrjaði samt ekki fyrr en ári eftir stofnun. Ekki margir sem vita að Dikta keppti í músíktilraunum á fyrsta ári sínu, en þá með söngkonu. Svo kom ég.“ Uppáhalds lag á Easy Street: I Miss You. Jón Þór Sigurðsson 33 ára. Trommuleikari Flugmaður hjá Erni og skotfimimaður. Á Íslandsmetið í skotfimi og er Íslandsmeistari. Silfur og brons á smáþjóðaleikunum og stefnir á ólympíuleika fyrr en síðar. „Ég er sá versti í Diktu og líklega sá versti á landinu að muna nöfn á lögum. Ég man aldrei hvað lögin heita. Það sem er verra er það að strákarnir eru með einhver vinnuheiti í langan tíma, og svo á síðustu stundu breyta þeir nafninu. Ég er á því að það sé með ráðum gert.“ Uppáhalds lag á Easy Street: See it. (Sem er vinnuheiti en heitir Do You Remember? á plötunni.) Jón Bjarni Pétursson 33 ára. Gítarleikari Íþrótta- og tónmenntarkennari í Flataskóla í Garðabæ. „Við erum allir helsjúkir Garðbæingar, kannski viðurkennir Haukur það ekki þar sem hann er af Álftanesinu.“ Uppáhalds lag á Easy Street: Century. Gömul hugmynd sem ég vann með og útkoman lifnaði við og fór í allt aðra átt en í upphafi. Skúli Z. Gestsson 33 ára. Bassaleikari Kennari í Langholtsskóla. Í námsleyfi. Er í stýrihóp Biophilia menntaverkefnis Reykjavíkurborgar og norrænu ráðherranefndarinnar. „Það má ekki gleyma því að sveitin fékk aðstöðu í kjallara Garða- skóla og á gömlu bæjarskrifstofunum í Garðabæ. Ef við hefðum ekki fengið þennan stuðning þá hefði þetta band aldrei orðið til. Það má halda þessu til haga, þó víða sé pottur brotinn í Garðabæ í dag.“ Uppáhalds lag á Easy Street: Out of breath. Plötur Diktu Hunting For Happiness 2006 Get It Together 2009 Trust Me 2011 Thank You EP 2011 Easy Street 2015 18 tónlist Helgin 4.-6. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.