Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Side 18

Fréttatíminn - 04.09.2015, Side 18
Meira en helming ævinnar saman í hljómsveit Hljómsveitin Dikta sendir frá sér sína fimmtu hljóðversplötu í næstu viku og hefur gripurinn fengið nafnið Easy Street. Platan var unnin að hluta til í Þýskalandi og eru 4 ár síðan Dikta sendi síðast frá sér plötu. Sveitin er á 17. aldursári og var stofnuð í Garðabænum. Meðlimir sveitarinnar eru allir Garðbæingar, þó söngvarinn, Haukur Heiðar, telji sig meiri Álftnesing. Allir eru þeir skólagengnir í öðrum fræðum en tónlist og má segja að Dikta sé ein menntaðasta sveit lands- ins. Útgáfutónleikar Easy Street verða í Norðurljósasal Hörpu, miðvikudags- kvöldið 9. september. Haukur Heiðar Hauksson 33 ára. Söngur, gítar og píanó Læknir, er að klára sérhæfingu í heimilislækningum. „Ég er búinn að vera lengur í Diktu en ekki. Ég þekki ekkert annað en að vera í hljómsveitinni. Ég byrjaði samt ekki fyrr en ári eftir stofnun. Ekki margir sem vita að Dikta keppti í músíktilraunum á fyrsta ári sínu, en þá með söngkonu. Svo kom ég.“ Uppáhalds lag á Easy Street: I Miss You. Jón Þór Sigurðsson 33 ára. Trommuleikari Flugmaður hjá Erni og skotfimimaður. Á Íslandsmetið í skotfimi og er Íslandsmeistari. Silfur og brons á smáþjóðaleikunum og stefnir á ólympíuleika fyrr en síðar. „Ég er sá versti í Diktu og líklega sá versti á landinu að muna nöfn á lögum. Ég man aldrei hvað lögin heita. Það sem er verra er það að strákarnir eru með einhver vinnuheiti í langan tíma, og svo á síðustu stundu breyta þeir nafninu. Ég er á því að það sé með ráðum gert.“ Uppáhalds lag á Easy Street: See it. (Sem er vinnuheiti en heitir Do You Remember? á plötunni.) Jón Bjarni Pétursson 33 ára. Gítarleikari Íþrótta- og tónmenntarkennari í Flataskóla í Garðabæ. „Við erum allir helsjúkir Garðbæingar, kannski viðurkennir Haukur það ekki þar sem hann er af Álftanesinu.“ Uppáhalds lag á Easy Street: Century. Gömul hugmynd sem ég vann með og útkoman lifnaði við og fór í allt aðra átt en í upphafi. Skúli Z. Gestsson 33 ára. Bassaleikari Kennari í Langholtsskóla. Í námsleyfi. Er í stýrihóp Biophilia menntaverkefnis Reykjavíkurborgar og norrænu ráðherranefndarinnar. „Það má ekki gleyma því að sveitin fékk aðstöðu í kjallara Garða- skóla og á gömlu bæjarskrifstofunum í Garðabæ. Ef við hefðum ekki fengið þennan stuðning þá hefði þetta band aldrei orðið til. Það má halda þessu til haga, þó víða sé pottur brotinn í Garðabæ í dag.“ Uppáhalds lag á Easy Street: Out of breath. Plötur Diktu Hunting For Happiness 2006 Get It Together 2009 Trust Me 2011 Thank You EP 2011 Easy Street 2015 18 tónlist Helgin 4.-6. september 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.