Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 82

Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 82
Ægisgarður hefur verið opnaður þar sem Seglagerðin Ægir var áður til húsa. Ægisgarður er brugghús og einkaskemmti- staður í eigu Víking ölgerðar og Finna, sem kenndur er við Prikið. Ljósmynd/ Hari  Skemmtanir einkaSkemmtiStaður og brugghúS til heiðurS bjórmenningu opnar Hundrað milljóna Ægisgarður úti á Granda Aldarfjórðungi eftir að bjór var leyfður blómstr- ar bjórmenning á Íslandi sem aldrei fyrr. Úti á Granda er nú búið að reisa nýtt brugghús og einkabjórstað undir nafninu Ægisgarður sem opnaður var á dögunum. Það eru Finni á Prikinu, eða Guðfinnur Sölvi Karlsson eins og hann heitir fullu nafni, og Víking ölgerð sem standa að Ægis- garði. Seglagerðin Ægir var rekin í sama hús- næði um langt árabil. Framkvæmdirnar hafa ekki farið hátt en um er að ræða nálægt 100 milljóna króna fjárfestingu, samkvæmt heimildum Fréttatímans. Hvorki náð- ist í Finna né forsvarsmenn Víking vegna þessa í gær. Ægisgarður er ekki hugsaður fyrir gesti og gangandi heldur verður þetta eingöngu einka- staður og er þegar byrjað að taka við bókunum. Slík einka- veitingahús og skemmtistaðir hafa notið vaxandi vinsælda í borgum erlendis. Sam- kvæmt upplýsingum Fréttatímans verður boðið upp á skemmtiprógramm, bæði fyrir innlenda hópa og túristahópa, undir heitinu Víkinga-leikar. Búið er að setja upp stærðarinnar bruggkúta inn af staðnum þar sem hægt verður að brugga sérbjóra í takmörkuðu magni en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær sú framleiðsla hefst. Ekki eru heldur uppi áform um að flytja fram- leiðslu á Víking, Thule og Einstök-bjórunum frá Akureyri þó Víking sé nú að koma sér upp föstu heimili á höfuðborgarsvæðinu. -hdm Mjölnir í Keiluhöllina? Húsnæði Keiluhallarinnar við Öskjuhlíð hefur staðið autt að undanförnu eftir að rekstur hennar lagðist af. Ýmsir munu hafa rennt hýru auga til húsnæðisins en því heyrist nú fleygt að Jón Viðar Arnórsson og hans fólk í bardagafélaginu Mjölni muni hreppa hnossið. Ef það reynist rétt þýðir það enn meiri sókn Mjölnis sem hefur stækkað með hverju árinu. Búast má við því að viðskiptavinir Mjölnis getið notið matar og drykkjar á veitingastað í Öskjuhlíðinni, fari svo að starfsemin flytjist þangað. Atli flytur heim Kvikmyndatónskáldið Atli Örvarsson ætlar að flytja heim frá Los Angeles með fjöl- skyldu sína. Atli og Anna, eiginkona hans, og tvö börn ætla að setjast að á Akureyri, heimabæ hans, að því er fram kemur á vef Hringbrautar. Atli samdi á dögunum tónlistina við kvikmyndina Hrúta og hlaut lof fyrir. Sigurður eignaðist strák Hljómsveitin Hjálmar treður upp á Ljósa- nótt í Reykjanesbæ í kvöld og á Húrra á laugardagskvöld. Sigurður Guðmundsson, hljómborðsleikari sveitarinnar með meiru, eignaðist sitt annað barn á miðvikudag og munaði minnstu að hann kæmist ekki til landsins í tæka tíð fyrir hljómleikana. Sigurður og Tinna Ingvarsdóttir, kona hans, eru búsett í Noregi. Þau eignuðust strák og mun öllum heilsast vel. Escobar í Hafnarstræti Nokkrar vikur eru nú síðan skemmtistaðnum Dolly var lokað í Hafnarstræti. Eins og Fréttatíminn hefur greint frá hyggur athafnamaðurinn Jón Gunnar Geirdal á opnun nýs skemmtistaðar í þessu húsnæði. Endurbætur á því standa nú yfir og mun nýi staðurinn kallast Escobar. Latínóstemning verður á staðnum með til- heyrandi kokteilum og tekílaskotum. B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is Costa del Sol Frá kr. 69.900 Netverð á mann frá kr. 69.900 m.v. 2 + 2 í íbúð. Netverð á mann frá kr. 89.900 m.v. 2 í íbúð. Aguamarina á 17. september í 10 nætur Hljómsveitin Hjaltalín vinnur nú að nýrri plötu. Við upptök- urnar hafa Sigríður Thorlacius og félagar meðal annars notið aðstoðar Gunnars Tynes úr hljómsveitinni múm. Stefnt er að útgáfu á næsta ári. Hjaltalín í upptökum Einar Björn Árnason, kokkur úr Vestmannaeyjum, segir það draumadjobbið að elda ofan í landsliðið.  Fótbolti einar björn eldar oFan í landSliðið á Ferðalögum Kolbeinn er dug- legastur að borða Kokkurinn Einar Björn Árnason, sem rekur veitingastaðinn Einsi kaldi í Vestmannaeyjum, ferð- aðist með íslenska landsliðinu til Hollands á dögunum til þess að hafa yfirumsjón með mataræði íslensku landsliðsstrákanna. Hann segir verkefnið skemmtilegt og krefjandi og segir það sam- eina sín stærstu áhugamál. Fótbolta og matargerð. Einsi mun ferðast með landsliðinu til Tyrk- lands í vetur og heldur í drauminn um Frakkland. Þ að er öruggt að drengirnir fá hollan og góðan mat ef þeir eru með kokk frá Vest-mannaeyjum,“ segir Einar Björn Árnason kokkur sem fór með íslenska landsliðinu til Hollands í vikunni. „Þetta kemur nú til af því að Heim- ir kom inn í eldhús til mín á Einsa kalda á dögunum og var sposkur á svip og ég vissi alveg hvað hann var að fara að biðja mig um, og ég kink- aði bara kolli,“ segir hann. „Ég vann með honum með ÍBV-liðið þegar hann var að þjálfa þar og ég sá um mataræði liðsins. Ég hef kynnt mér mikið mataræði í kringum íþróttir og hollustu og því var þetta spenn- andi fyrir mig,“ segir Einar. „Ég verð með þeim í Tyrklandi líka og vonandi lokakeppnina í Frakklandi. Þetta er algert draumadjobb og sam- einar áhugamálin mín, fótbolta og matargerð.“ Fréttatíminn ræddi við Einar í gær, fimmtudag, og var hann búin að útbúa fjórar máltíðir á dag fyrir leikmennina undanfarna daga. Hann segir auðsótt að sækja sér topp hráefni í Hollandi, en telur það meiri áskorun þegar hann fer til Tyrklands. „Hér í Hollandi eru miklir fagmenn og mitt starf er að hafa aðhald í gæðum,“ segir hann. „Ég var búinn að senda þeim matseðil og svo er það mitt að hafa umsjón með því að hlutirnir séu gerðir rétt,“ segir hann. „Ég sé til þess að þeir fái rétt magn af öllu, bæði fyrir og eftir leik. Ég tók út allt hvítt. Það er mikið bygg, salat og brún hrísgrjón, og svo auðvitað kjöt og fiskur. Fiskurinn kemur svo að sjálfsögðu frá Vestmannaeyjum,“ segir Einar og hlær. „Ég var að dæma í matreiðslu- keppni hér í Hollandi fyrir mánuði á vegum Vinnslustöðvarinnar í Eyjum og pantaði þá þann fisk sem mig vantaði fyrir strákana. Þorskhnakka og meira fínerí. Þetta verður aðeins meiri áskorun í Tyrklandi,“ segir Einar. „Kokkarnir hér í Hollandi eru frábærir og við höfum vingast vel. Tveir af þeim eru búnir að þiggja boð mitt til Eyja næsta sumar, meira að segja. Strákarnir eru allir duglegir að borða, en ætli Kolbeinn sé ekki duglegastur, held ég.“ Einar var bjartsýnn fyrir leikinn á leikdegi. „Ísland vinnur 2-1, ekki spurning,“ sagði Einar Björn Árnason á leikdegi í Hollandi, en úrslit lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Kokkarnir hér í Hollandi eru frábærir og við höfum vingast vel. Tveir af þeim eru búnir að þiggja boð mitt til Eyja næsta sumar, meira að segja. 82 dægurmál Helgin 4.-6. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.