Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 80

Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 80
 Í takt við tÍmann indÍana Svala ÓlafSdÓttir Fegurðardrottningin sem vinnur í álveri og drekkur Guinness Indíana Svala Ólafsdóttir er ein þeirra stúlkna sem keppa í Ungfrú Ísland um helgina. Hún er tæplega tvítug Grafarvogsmær og vinnur við að keyra beyglubíl í álverinu í Straumsvík. Þess á milli rápar hún í búðum og spilar á gítar. Ég er að vinna í álverinu í Straums- vík. Þar keyri ég beyglubíl. Það er áltökubíll, bíllinn sem fer í kerin og tekur álið upp úr kerjunum og setur í ofnana svo hægt sé að steypa úr því. Ég hef alltaf haft áhuga á vélum og er með vinnuvélaréttindi. Stefnan er svo að taka meiraprófið, áhuginn liggur á þessu sviði – tækjum og bílum. Staðalbúnaður Ef ég er að fara í bíó eða Kringluna eða eitthvað svoleiðis er ég oftast í frekar „plain“ buxum og kannski sif- fon-skyrtu og svartri kápu. Mér finnst mjög gaman að vera fín þegar ég get. En meira hversdags er ég kannski bara í buxum, hlýrabol og leðurjakka. Uppáhaldsbúðin mín er sennilega Zara en annars versla ég óhemju mikið þegar ég fer til útlanda. Ég er 180 sentímetrar á hæð þannig að ég er ekki mikið á hælum en ég er reyndar byrjuð að ganga aðeins á hælum núna. Hugbúnaður Þegar ég er ekki að vinna rápa ég stundum um í búðum eða fer í World Class. Svo spila ég á gítar, mest bara einhver lög sem mig langar að raula með. Ég er náttúrlega að vinna mikið á nóttunni svo ég geri ekki mikið þegar ég er í vinnusyrpum. Svo er alltaf mest kósí að vera bara heima uppi í rúmi og horfa á þætti eða mynd. Af þáttum horfi ég mest á Friends, bara aftur og aftur. Ég er ekki enn búin að fá nóg. Ég fer líka af og til út að djamma. Þá fer ég á Austur og á Danska. Uppá- halds drykkurinn minn er gin & tónik og uppáhalds bjórinn minn er Guinness. Vélbúnaður Ég er með iPhone 6 og Acer tölvu með snertiskjá. Af öppum nota ég mest Fa- cebook og Instagram. Facebook nota ég mest fyrir „tjattið“ og til að setja inn myndir og skoða myndir hjá öðrum. Ég fer inn á Tumblr þegar mér leiðist og stundum skoða ég Twitter. Ég set einstaka sinnum eitthvað inn þar. Aukabúnaður Uppáhaldsmaturinn minn er innbakað naut með portvínssósu sem mamma eldar. Ég elda voða lítið sjálf, er mest í samlokugerð og svona. Ég hef mjög gaman af hestum og fer oft í sveitina til ömmu á hestbak. Ég hef líka gaman af að mála mig og nota til dæmis augn- brúnagel, það er alveg mest töff. Ég á bíl en hef aldrei notað hann. Hann er bilaður en pabbi er að gera við hann fyrir mig. Pabbi er allur í þessu, er með öll vinnuvélaréttindi og kennara- réttindi. Algjör pabbapabbi. Í sumar fór ég til Spánar og heimsótti vinkonu mína. Það var „toppnæs“ frí. Í vetur stefni ég að því að kíkja til Færeyja en vinkona mín býr þar. Lj ós m yn d/ H ar i Fimm raddir og taktkjaftur B andaríska raddsveitin Face kemur fram í Tjarnarbíói á morgun, laugardag, en hún er að spila á Íslandi í fyrsta skipti. Söngkonan og fiðluleikarinn Greta Salóme Stefánsdóttir kemur fram með sveitinni, en hún kynntist með- limum hennar á tónleikum í Den- ver. Face er raddsveit (vocal band) í sínum fyrsta Evróputúr en hún hefur fimmtán ára reynslu af því að skemmta áhorfendum í Bandaríkj- unum. Með fimm röddum og taktk- jafti (beat boxer) skapar sveitin kraftmikla rokkupplifun, að því er fram kemur í tilkynningu Tjarnar- bíós. Greta Salóme er nýkomin heim til Íslands eftir að hafa unnið fyrir stórfyrirtækið Disney. Undanfarið ár hefur hún unnið á skemmtiferða- skipum þeirra sem sigla bæði frá Bandaríkjunum og í Evrópu. Hjá þeim vann hún með leikstjórum, dönsurum og grafískum hönnuðum og setti upp tónleikasýningu sem hefur verið flutt fyrir allt að 8000 manns í viku. Greta Salóme Stefánsdóttir. Face hefur spilað hjá Jay Leno og hitað upp fyrir Bon Jovi, Boy George, Robin Thicke, Rick Springfield og Clint Eastwood. Hvað kennir kínversk heimspeki okkur? What can be learned from Chinese Philosophy? Alþjóðlegur málfundur Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljóss og Heimspekistofnunar Háskóla Íslands 4. september – Lögberg 101 – kl. 12:50-17:40 Dagskrá má finna á konfusius.is 80 dægurmál Helgin 4.-6. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.