Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 6
ÞÍN STUND ÞINN STAÐUR Jahn Aamodt Leggur grunn að góðum degi Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 | Opið virka daga frá kl. 10-18 & Laugard. frá kl. 11-16 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 | Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 | www.betrabak.is TIMEOUT hægindastóllinn er hannaður af Jahn Aamondt með fagurfræði og þægindi að leiðarljósi. Stóllinn fæst hjá Betra Baki í ótal útfærslum. Svörtu leðri og hnotu, svörtu leðri og ljósri eik, lime grænu, rauðu eða hvítu leðri og svörtum botni, brúnu leðri allan hringinn, gráu slitsterku áklæði o.fl., með eða án skemils. Svart leður og hnota 379.980 krónur með skemli Ég skildi ekki hvað það var erfitt að finna út úr því hvað landið hefði upp á að bjóða og hversu flókið það var að raða saman ferðalaginu. Góðar horfur eru í íslenskum efnahagsmálum og árangur hefur náðst á mörgum sviðum, en áskoranir eru enn til staðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD, Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, en slíkar skýrslur eru gefnar út á tveggja ára fresti, að því er fram kemur á síðu fjár- mála- og efnahagsráðuneytisins. Angel Gurría, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar ásamt Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra. Gurría sagði efnahagsbatann hérlendis eftirtektarverðan og viðsnúning- inn meiri og hraðari en í öðrum Evrópuríkjum eftir fjármálaáfallið. „Við teljum horfur almennt góðar, en hins vegar er ljóst að ekkert má gefa eftir. Ísland stendur enn frammi fyrir þeim áskorunum að tryggja sjálfbæran hagvöxt, sér í lagi að styrkja undirstöður efna- hagslegs stöðugleika, festa í sessi árangurinn í ríkisfjármálum og efla framleiðnivöxt,“ sagði Angel Gurría. Helstu niðurstöður skýrslunn- ar eru þær að verðbólga hefur minnkað, erlend staða þjóðarbús- ins hefur batnað, opinberar skuldir hafa lækkað, atvinnuleysi hefur minnkað og færri fjölskyldur búa við fjárhagserfiðleika. Áætlun um afnám fjármagnshafta er fagnað en hvatt er til varfærni við losunina sem raskar ekki efna- hagslegum stöðugleika. Miklar launahækkanir sem ákveðnar voru í nýlegum kjarasamningum eru langt umfram framleiðniaukningu og verðbólgumarkmið og munu krefjast aðhalds í peningamálum sem dregur úr hagvexti. Jöfnuður hefur náðst í ríkisfjár- málum og opinberar skuldir hafa lækkað. Nýgerðir kjarasamningar geta haft neikvæð áhrif á sjálf- bærni í ríkisfjármálum til lengri tíma. Auka þarf aðhald til að tryggja áframhaldandi árangur. Áhætta felst í lífeyrisskuldbinding- um hins opinbera og vanda Íbúða- lánasjóðs. Mikilvægt er, segir á síðu ráðuneytisins, að draga úr þessari áhættu og skapa svigrúm, m.a. með lækkun skulda ríkis- sjóðs. -jh  Efnahagsmál ný skýrsla OECD Eftirtektarverður efnahagsbati hérlendis Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. E f ég á að vera alveg hreinskilinn þá koma þessi verðlaun okkur ekkert svakalega á óvart. Við erum búin að vera að fá svo ótrúlega góðar umsagn- ir frá öllum okkar viðskiptavinum að við höfum bara aldrei séð annað eins,“ segir Hilmar Halldórsson, framkvæmdastjóri íslensku vefsíðunnar tripcreator.com, sem hlaut í gær WebAward verðlaunin sem besti ferðavefur heims árið 2015. Fékk hugmyndina fyrir 11 árum WebAward verðlaunin hafa verið veitt ár- lega frá því 1997 fyrir vefsíður sem þykja framúrskarandi í sínum flokki. Meðal sigurvegara í öðrum flokkum má nefna stór fyrirtæki á borð við Virgin Atlantic, Mercedes Benz, AT&T, Samsung og Adidas. Hilmar segir vefinn hafa verið í þróun frá því í janúar 2013 þó hugmyndin hafi fæðst miklu fyrr. „Ég fékk hug- myndina þegar ég var á leið til Kanada árið 2004. Ég skildi ekki hvað það var erfitt að finna út úr því hvað landið hefði upp á að bjóða og hversu flókið það var að raða saman ferðalaginu,“ segir Hilmar sem vann á þeim tíma á Argus auglýs- ingastofu. Hann gekk með hugmyndina í maganum í nokkur ár eða þar til hann fór í frumkvöðlafræði árið 2012 og stofnaði svo fyrirtækið árið 2013 þegar fyrsti fjár- festirinn kom til sögunnar og boltinn fór að rúlla. 70% ferðamanna bóka í gegnum netið Vefurinn býr til tillögu að ferðaáætlun fyrir Íslandsferð sem notendur geta breytt og bætt að vild. Þegar notandinn er orðinn sáttur við áætlunina sína getur hann bókað alla gistingu, afþreyingu og bílaleigubíl með einum smelli. Notand- inn hefur þannig aðgang að öllum ferða- gögnum á einum stað og fær ítarlega ferðaáætlun sem hann getur prentað út og haft meðferðis. Helgi bendir á að vef- urinn sé mikið þarfaþing nú þegar ferða- þjónusta fer í síauknum mæli í gegnum netið. „Samkvæmt Ferðamálastofu plana rúmlega 70% ferðamanna sjálfir ferðirnar sínar í gegnum netið. Í Bandaríkjunum eru það 85% ferðamann sem leita sjálfir, svo þetta er stór markaður. Það hefur alltaf staðið til að fara með þetta til ann- arra landa en hins vegar vildum við ná góðum tökum á þessu á Íslandi áður. Nú er varan komin á það stig svo við erum að skoða nýja markaði. Það tekur allt sinn tíma en það verða spennandi tímar.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  nýsköpun 70% fErðamanna bóka í gEgnum nEtið Íslensk vefsíða valin besti ferðavefur heims 2015 Íslenski ferðavefurinn tripcreator. com hlaut í gær hin virtu Webaward verðlaun sem besti vefurinn í sínum flokki. Hilmar Halldórsson, framkvæmdastjóri vefsins, stofnaði fyrirtækið árið 2013 og hefur fylgst með því vaxa síðan. Hann segir verðlaunin ekki hafa komið starfsmönnum það mikið á óvart þar sem allir þeirra viðskiptavinir séu yfir sig ánægðir. Hilmar Halldórsson ásamt kampakátum samstarfsfélögum sínum eftir að hafa fengið fregnir af verðlaununum. Starfsmenn Tripcreator.com eru nú 11 talsins og er fyrirtækið með skrifstofur í Kópavogi og í Vilníus. Ljósmynd/Hari 6 fréttir Helgin 4.-6. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.