Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 64
64 matur & vín Helgin 4.-6. september 2015
ER HJÁ GAMAN FERÐUM
Frá:
Nóvember: 26.-29. Desember: 3.-6.
Innifalið er flug með sköttum, gisting
í 3 nætur á Leonardo Hotel Berlin
Mitte með morgunverði.
* Verð miðað við 26.-29. nóvember.
72.900 kr.Frá:
Aðventuferð í Berlín
Frá:
Frá:
DRAUMA
FERÐIN
Gaman Ferðir fljúga með WOW air / www.gaman.is / gaman@gaman.is
Nóvember: 13.-15. / 20.-22. / 27.-29.
Desember: 4.-6. (Uppselt 11.-13.)
Innifalið er flug með sköttum, gisting
í 2 nætur á Radison BLU Scandinavia
með morgunverði og matarveisla á
Gröften í Tívolíinu.
69.900 kr.
Julefrokost í Köben
September: 24.-27. Október: 1.-4.
/ 8.-11. Innifalið er flug m. sköttum,
gisting í 3 nætur á Academy Plaza
Hotel með morgunverði.
*Verð miðað við 24.-27. september.
59.900 kr.Frá:
Dublin
September: 18.-20. Innifalið er flug
með sköttum og gisting í 2 nætur á
Holiday Inn Brighton m. morgunverði.
59.900 kr.
Brighton
September: 18.-20. / 25.-27.
Innifalið er flug með sköttum
og gisting í 2 nætur á Holiday Inn
Regent Park með morgunverði.
59.900 kr.
London
Bjór Fyrsti íslenski BruggBarinn verður opnaðar innan tíðar
Fyrsti íslenski bruggbarinn verður opnaður á Grandagarði í næsta mánuði. Þar geta gestir notið
matar og bjórs sem bruggaður verður á staðnum af Bergi Gunnarssyni bruggmeistara. Bergur er
með meistaragráðu í bruggun og eimun frá háskóla í Skotlandi og hyggst fyrst um sinn brugga
þrjá bjóra á staðnum. Þeir verða fleiri í framtíðinni auk þess sem árstíðabundnir bjórar verða á
boðstólum.
H ér á landi hafa sprottið upp lítil brugghús eins og Gæðingur, Kaldi og Borg. Ég vona að við tökum þátt í því að halda áfram að auðga bjórmenningu Íslendinga,“ segir
Bergur Gunnarsson bruggmeistari.
Bergur er bruggmeistari á Bryggjunni brugg-
húsi sem opnað verður í næsta mánuði úti á Granda.
Bryggjan verður til húsa að Grandagarði 8, á jarðhæð
í sama húsi og CCP. Framkvæmdir standa nú yfir á
staðnum og Bergur er farinn að huga að framleiðsl-
unni.
„Þetta verður fyrsti staður sinnar tegundar á Ís-
landi, svokallaður „brew pöbb“ eða bruggbar, eða
veitingastaður þar sem bjórinn er bruggaður á staðn-
um. Þarna geta gestir komið og borðað og séð um
leið hvað er í gangi inni í brugghúsinu. Þar er maður
að brugga meðan fólkið er að drekka bjór sem er
framleiddur hinum megin við glerið,“ segir Bergur.
Brakandi ferskur bjór, beint af kúnni
Hann segir að 16 bjórdælur verði á staðnum og fyrst
um sinn verði þrjár tegundir af bjór bruggaðar á
staðnum, annað verði keypt erlendis frá og af brugg-
húsum hér á landi. „Við verðum með lager, Pale Ale
og IPA til að byrja með en svo bætum við vonandi
fleiri bjórum við eftir nokkra mánuði. Það eru klárar
uppskriftir fyrir fyrstu þrjá bjórana en við ætlum að
prófa okkur áfram með þetta, það er ekki greypt í
stein hvernig þessir bjórar verða. IPA-inn getur til
dæmis verið mismunandi eftir því hvenær þú kemur
á staðinn. Það skiptir náttúrlega öllu máli að hann sé
nýr og ferskur og það er gulls ígildi að geta boðið upp
á IPA og Pale sem kom af kútunum fyrir þremur eða
fjórum tímum.“
Vill líka framleiða gin
Bergur segir jafnframt að stefnan sé að brugga árs-
tíðabundna bjóra, svo sem jólabjóra, páskabjóra og
sumarbjóra. „Við höfum töluvert gerjunarpláss og
getum gert það sem við viljum, innan skynsamlegra
marka.“
Þá er til skoðunar að framleiða sérstakt hús-gin
fyrir Bryggjuna.
Ekki er byrjað að brugga á Bryggjunni ennþá. „Það
er verið að setja upp græjurnar. Nú eru rafvirkjar og
píparar að vinna í þessu. Vonandi getum við byrjað að
brugga á næstu tveimur vikum,“ segir Bergur.
Búinn að drekka mikið af bjór að undanförnu
Bergur er 28 ára gamall og lauk prófi í efnafræði frá
Háskóla Íslands áður en hann skellti sér í meistara-
nám í bruggun og eimum við Heriot-Watt háskólann
í Edinborg. „Ég var nú bara hálf stefnulaus eftir há-
skólann, sá þetta nám á netinu og fannst ansi spenn-
andi. Þetta reyndist rosalega gaman,“ segir hann en
fram að þessu hafði hann aðeins prófað að brugga
sjálfur, án þess þó að sökkva sér neitt ofan í fræðin.
Eftir að hann lauk námi starfaði Bergur á Microbar
í Austurstræti og prófaði sig áfram í bruggun áður en
hann var ráðinn á Bryggjuna. „Ég er búinn að drekka
mikið af bjór undanfarna átta mánuði – en allt innan
marka þó,“ segir hann.
Bergur var til að mynda einn þeirra sem stóðu að
MIB-bjórnum sem kom á markað snemma á þessu
ári í takmörkuðu upplagi og seldist upp á rúmum
sólarhring í Vínbúðunum. „Það kom á óvart hvað
það gerðist fljótt. Það getur vel verið að við hittumst
aftur, þessi hópur manna, og gerum eitthvað,“ segir
bruggmeistarinn.
Hver er svo eftirlætis bjórstíllinn þinn?
„Úff, þetta er eins og að spyrja hver er uppáhalds
maturinn manns. Það fer bara eftir því í hvernig
stuði maður er hverju sinni. Stundum eru það súr-
bjórar, stundum mjög beiskir IPA-bjórar og stundum
11 prósent Imperial Stout-ar. En ætli ég drekki ekki
mest af IPA-bjórum, það er svona „go to“-bjórinn
minn.“
Hröð þróun í bjórmenningunni hér
Bergur fagnar bættri bjórmenningu á Íslandi og
þeim breytingum sem hafa orðið á skömmum tíma
með börum sem sérhæfa sig í handverksbjórum.
„Við byrjuðum seint út af bjórbanninu en þetta hef-
ur allt gerst hratt. Er það ekki bara smá íslenskt?
Þegar eitthvað verður töff, þá hoppa allir rakleiðis
um borð. Við gerum þetta ótrúlega oft, það eru fjöl-
mörg dæmi í sögu landsins um svona æði. En þegar
fólk er búið að venja sig á það að drekka bjór með
bragði, eins og einhver orðaði það, þá er það ekkert
að fara aftur til baka. Það var vant því að drekka
gulan kolsýrðan vökva með prómillum í en nú er úr
nægu að velja.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Bergur Gunnarsson er með meistarapróf í bruggun og eimun. Hann verður bruggmeistari á Bryggjunni brugghúsi sem opnað
verður á Grandagarði í næsta mánuði. Ljósmynd/Hari
Bergur bruggar
á Bryggjunni