Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Síða 14

Fréttatíminn - 11.09.2015, Síða 14
Fyrirmynd Búra er hinn danski Havartí-rjómaostur sem athafnakonan Hanne Nielsen þróaði um miðja nítjándu öld á býli sínu „Havarthigaard“ fyrir norðan Kaupmannahöfn. Framleiðsla á Búra hófst árið 1980 á Húsavík en í dag fer framleiðslan fram á Akureyri. Mjúkur og smjörkenndur ostur með votti af ávaxtasætu, ljúfum sítrustóni í lokin og langvarandi eftirbragði. Rjómakennd einkenni ostins parast vel með sætum, örlítið sýrðum ávöxtum, berjum og kryddsultum. BÚRI LJÚFUR www.odalsostar.is É g verð að viðurkenna að fyrir Evr-ópumótið í körfubolta hér í Berlín var ég fullur efasemda um árangur og gengi íslenska liðsins. Ég átti ekki von á liðið myndi vinna leik og það sem meira er þá taldi ég liðið ekki eiga nokkra möguleika gegn bestum liðum Evrópu og um leið heims. Kannski ekki óraunhæf spá, þannig, enda hafa öll hin liðin í riðl- inum á að skipa leikmönnum sem spila í NBA deildinni. Aðr- ir leikmenn spila með liðum í bestu deildum Evrópu. Ísland var að mæta í fyrsta skipti á stóra sviðið og það er risastórt. Fyrir brottför mína kom allskyns fólk að máli við mig og hafði áhuga á að vita hverjir möguleikar íslenska liðs- ins væru í þessum „dauðariðli“ mótsins. Ekki óvitlaust hjá þeim að leita til mín um sérfræðiálit þar sem ég hef spilað slatta af körfuboltaleikjum um ævina og þar af nokkra landsleiki. Ég hef líka oft verið kallaður gamla kempan í boltanum heima. Það er eitthvað. Eins og kom fram hér að ofan að þá var ég ekki sérlega bjartsýnn fyrir hönd liðsins heldur vægast sagt mjög svart- sýnn. Ég man eftir að hafa notað nokkra mismunandi frasa í umbeðnu sérfræði- áliti mínu, þar á meðal „að leiða lömb til slátrunar“, „að vera byssufóður“, eða með öðrum orðum, við eigum ekki séns. En núna þegar þessi orð eru skrifuð hefur íslenska liðið spilað fjóra leiki af fimm í riðlinum. Ég verð því hér og nú, reyndar með glöðu geði, að éta ofan í mig öll þau sérfræðiálit sem ég henti upp fyrir mót. Ég vona að þeir sem til mín leituðu hafi ekki tekið þessu of bókstaflega. Ég vissi fyrir að við hefðum á öflugu liði að skipa en strákarnir hafa verið væg- ast sagt geggjaðir og spilað frábærlega. Hreyfanleikinn á báðum endum vall- arins, krafturinn, orkan og sjálfstraust leikmanna er slíkt að unun er að fylgjast með. Liðið er vel undirbúið og þjálfarar hafa unnið vel í þeim hlutum sem eru styrkleikar liðsins og fundið lausnir við veikleikum. Liðið er tilbúið og greinilegt að það hefur verið æft stíft og skipulega undanfarin misseri. Fyrstu tveir leikir mótsins voru sér- staklega góðir. Fyrri leikurinn gegn Dirk Nowitski og félögum í þýska liðinu. Þetta var klárlega leikur sem Þjóðverjar ætluðu að nota til að keyra liðið og áhorf- endur í gang fyrir framhaldið. Leikurinn var jafn allan tímann og í raun óheppni og kannski smá klaufaskapur af okkar hálfu í lok leiksins sem varð til þess að heimamenn fóru út úr Mercedes Arena með sigurinn. Annar leikur liðsins gegn Ítölum var algerlega frábær. Þremur NBA stjörnum var haldið í skefjum og efast ég um að þeir muni heimsækja Ísland í bráð. Ís- lenska liðið leiddi með tveimur stigum þegar þrjár mínútur lifðu leiks. Í þetta skiptið duttu ekki skotin í lokin og grát- legt tap staðreynd gegn annars frá- bæru liði Ítala sem hefur spilað afar vel á þessu móti. Tveimur næstu leikjum höfum við tap- að nokkuð sanngjarnt en þar spiluðum við á móti mjög sterkum liðum Serba og Spánverja. Í báðum leikjum var þó jafn- ræði með liðunum þegar flautað var til hálfleiks en styrkur þeirra kom berlega í ljós í seinni hálfleik. Frábær lið sem spila magnaðan körfubolta. En það er ekki eingöngu góð spila- mennska liðsins sem hefur komið mér á óvart. Ég átti ekki til orð þegar ég frétti af því að það væru um þúsund Ís- lendingar sem ætluðu að fylgja liðinu til Berlín. Stuðningurinn sem liðið hefur fengið í þessum leikjum sem búnir eru hefur verið algerlega til fyrirmyndar. Mér heyrist á leikmönnum liðsins að þeir fái auka kraft beint í æð úr stúk- unni. Stemningin hefur verið svo mikil að það hefur ekki verið hægt annað en að hrífast með. Hingað til hef ég ekki verið sú týpa sem er mikið af hrópa og kalla á pöllunum og hvað þá syngja. Ég held að ég sé búinn að syngja meira á þessum fjórum leikjum en í tónmennta- tímum í gegnum allan grunnskólann. Hver hefði trúað því? Ekki ég. Það sem er líka skemmtilegt við þenn- an hóp stuðningsmanna er að stór hluti hans er fólk sem hefur verið viðloðandi körfuboltann á Íslandi á einn eða ann- an hátt síðustu áratugina. Ég get rétt ímyndað mér hvernig það er fyrir strák- ana í liðinu að horfa upp í stúku og sjá allt þetta fólk tengt sögu körfuboltans á Íslandi syngjandi og hvetjandi sig til dáða. Það hafa verið mikil forréttindi að fylgjast með íslenska liðinu á þessu móti. Ef þessi frammistaða kveikir ekki enn frekar körfuboltaáhuga hjá okkar fámennu þjóð að þá verð ég hissa. Ís- land hefur stimplað sig inn í alþjóðleg- um körfubolta og ég spái sigri í síðasta leik gegn Tyrkjum. Stöndum upp fyrir Íslandi. Stöndum upp fyrir íslensku strákunum Eiríkur Önundarson, fyrrum landsliðsmaður í körfu- bolta, fylgdist með íslenska körfuboltalandsliðinu á Evrópumótinu í Berlín. Hann bjóst við að liðinu yrði slátrað í erfiðum riðli en annað kom á daginn. „Þetta mót er ekki endastöð, heldur upphafspunktur á nýjum kafla í íslenskri körfuknattleiks- sögu,“ sagði Einar Bollason í gær í viðtali á vef Fréttatímans. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson Strákarnir okkar stóðu sig frábærlega á móti frá- bærum mótherjum. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty Eiríkur Önundason ritstjorn@frettatiminn.is 14 körfubolti Helgin 11.-13. september 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.