Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 7

Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 7
Georg Guðni Laugardagur til lista Við bjóðum þér á opnun sýningar á verkum Georgs Guðna í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, laugardaginn 12. september. Sýningin verður opnuð kl. 13:30 með fyrirlestri Einars Garibalda Eiríkssonar myndlistarmanns um verk Georgs Guðna. Allir velkomnir H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5 - 1 9 0 5 Áshildur stýrir Höfuðborgarstofu Áshildur Bragadóttir telur við stöðu forstöðumanns Höfuðborgarstofu af Einari Bárðarsyni í næstu viku. Hún var valin úr hópi 39 umsækjenda. Áshildur er viðskipta- fræðingur með MSc í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Ís- lands. Frá árinu 2012 hefur hún gegnt stöðu framkvæmda- stjóra Markaðs- stofu Kópavogs. Áður starfaði hún hjá Landsbankanum og Háskóla Íslands. Höfuðborgarstofa rekur fjölþætta upplýsingamiðlun fyrir ferðamenn og sér um framkvæmd stórra borgarhátíða ásamt samráði og ráðgjöf við skipuleggjendur annarra viðburða í borginni. Rúmlega 86% laun- þega í stéttarfélagi Samkvæmt Vinnumarkaðsrann- sókn Hagstofu Íslands voru 86,4% launþega, eða 134.200 manns, aðilar að stéttarfélagi árið 2014. Um 8% sögðust ekki vera aðilar að stéttarfélagi og 5,6% tóku ekki afstöðu eða vissu ekki hvort þeir væru aðilar að stéttarfélagi. Þegar litið er til aldurs þá eru 89,2% launþega á aldrinum 25 til 54 ára aðilar að stéttar- félögum og 90,3% 55 til 74 ára. Þátttakan er hins vegar mun lægri hjá launþegum í yngsta ald- urshópnum, 16 til 24 ára, en þar segjast 72% vera aðilar að stéttarfélögum, um 10% segjast ekki vera í stéttarfélögum og 18% tóku ekki afstöðu eða vissu ekki hvort þeir væru aðilar að stéttarfélagi. Þátttaka í stéttarfélögum var hlutfallslega meiri meðal kvenna en karla, en 90,9% kvenna voru aðilar að stéttarfélögum á móti 81,7% karla. Seglagerðin Ægir á sínum stað Í Fréttatímanum síðastliðinn föstudag var sagt frá því að nýtt brugghús, Ægis- garður, hefði verið reist úti á Granda, þar sem Seglagerðin Ægir „var“, eins og sagði í myndatexta. Rétt er að taka fram og árétta að Seglagerðin Ægir er og verður áfram á sínum stað, á Eyjaslóð 5. 90,3% FóLKS Á aLdRinUM 55-74 ÁRa aðiLaR að StéttaRFéLaGi Árið 2014 Hagstofa Íslands Eygló Harðardóttir félags- og hús- næðismálaráðherra.  Húsnæðismál Frumvarp um nýja stoFnun Húsnæðismála Íbúðastofnun taki við hluta verkefna Íbúðalánasjóðs Frumvarp um Íbúðastofnun verður eitt þeirra frumvarpa sem Eygló Harðardóttir fé- lags- og húsnæðismálaráðherra mun leggja fram í haust. Í þingmálaskrá ríkisstjórnar- innar fyrir veturinn, sem lögð var fram í vikunni, kemur fram að frumvarpið er hluti af breytingum á lögum um húsnæðismál. Í frumvarpinu er lagt til að ný stofnun, Íbúða- stofnun, taki við hluta þeirra verkefna sem Íbúðalánasjóður hefur sinnt, meðal annars veitingu stofnframlaga til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum sem ætlaðar eru hópi leigjenda sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Auk þess mun stofnunin vera stjórnvöldum til ráðgjafar um mótun hús- næðisstefnu, annast söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði húsnæðismála og meta þörf á búsetuúrræðum. Frumvarpið byggist á tillögum verkefnis- stjórnar um framtíðarskipan húsnæðis- mála, sem komu út í maí á síðasta ári. Í þeim tillögum var lagt til að Íbúðalánasjóði yrði breytt varanlega og núverandi verkefnum hans skipt upp, annars vegar í nýtt hús- næðislánafélag og hins vegar verði mörg- um þeim verkefnum sem Íbúðalánasjóður sinnir í dag, ásamt viðbótarverkefnum sem lögð eru til af verkefnisstjórn, sinnt sér- staklega af opinberum aðilum. Í síðustu viku kynnti Íbúðalánasjóður nýtt skipulag, þar sem framkvæmdastjórum var fækkað og starfsemin einfölduð. Nýja skipulagið er liður í stefnumótunarvinnu stjórnar Íbú- ðalánasjóðs í framhaldi af skilum á skýrslu verkefnastjórnarinnar. Enn ríkir þó óvissa um framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs, en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Efnahags- og framfarastofnunin hafa lagt til að sjóðurinn verði lagður niður. fréttir 7 Helgin 11.-13. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.