Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 66
Þórður Pálsson hlaut Nordisk Talent verðlaunin í Kaupmanna- höfn á dögunum. Næstu tónleikar í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni verða haldnir miðvikudaginn 16. september klukk- an 20 í Norræna húsinu í Reykjavík. Í þetta sinn eru það sænska sópran- söngkonan Gitta-Maria Sjöberg og danski píanóleikarinn Irene Hasager sem koma fram. Þær munu flytja verk eftir Jean Sibelius, Carl Niel- sen, Matti Borg, Antonin Dvorak, Giuseppe Verdi, Dmitri Shostako- vitch og Joaquín Rodrigo. Þann 17. september mun Gitta-Maria einnig halda meistaranámskeið í söngskóla Sigurðar Dementz. Gitta-Maria Sjö- berg á að baki glæsilegan söngferil sem ljóða- og óperusöngkona, enda eru óperuhlutverk hennar orðin um 40. Hún er verðugur arftaki löndu sinnar Birgit Nilsson og varð fyrst til að hljóta verðlaun úr sjóði sem kenndur er við þá frægu dívu. Aðgangseyrir á tónleikana er 2000 krónur en 1000 krónur fyrir eldri borgara, öryrkja og félagsmenn FÍT, klassískrar deildar FÍH. Sérstaklega er hvatt til aðsóknar ungs fólks með því að veita tónlistarnemum og öll- um 20 ára og yngri ókeypis aðgang að tónleikunum.-hf  TónlisT KlassíK í VaTnsmýrinni Gitta-Maria Sjöberg í heimsókn Gitta-Maria Sjöberg kemur fram í Norræna húsinu í næstu viku.  riFF VerðlaunahaFinn sýnir sTuTTmyndina BroThers Þarf mikla þolinmæði til að verða kvikmyndaleikstjóri Þórður Pálsson er ungur og efnilegur kvikmyndaleikstjóri sem útskrifaðist á þessu ári frá Natio- nal Film & Television skólanum á Englandi. Á dögunum hlaut Þórður Nordic Talent verðlaunin frá Norræna sjónvarps- og kvikmyndasjóðnum sem veitt voru í fimmtánda sinn í byrjun mánaðarins. Á þessum 15 árum hafa Íslendingar hlotið verðlaunin fjórum sinnum og segir Þórður þau vera góðan stökkpall. Þórður á stuttmynd sem sýnd verður á RIFF en er hann ekki viss um að komast til landsins til þess að vera viðstaddur. n ordisk Talent hefur verið haldið undanfarin fimmtán ár og Íslendingar eru búnir að vinna fjórum sinnum, sem verður að teljast nokkuð gott,“ segir Þórður Pálsson kvikmyndagerðarmaður sem hlaut Nordisk Talent verðlaunin í Kaupmannahöfn á föstudaginn síðasta. „Þessi verðlaun eru mikill stökk- pallur og það koma aðeins þeir til greina sem hafa útskrifast úr ein- hverjum af stóru skólunum í hverju landi í Skandinavíu. Þar sem við á Íslandi eigum ekki kvikmyndaskóla sem veitir masters-nám, þá komum við til greina þrátt fyrir að hafa lært utan Norðurlandanna,“ segir Þórir sem útskrifaðist fyrr á þessu ári frá National Film & Television skólanum á Englandi. „Ég fékk verðlaunin fyrir mynd sem ég er að fara að skrifa sem heitir Stuck in Dundalk,“ segir Þórir. „Verðlaunin eru veitt þeim sem koma með bestu hugmyndina og hvernig hugmyndin er kynnt fyrir dóm- nefndinni. Ég var ekki með neitt í höndunum nema bara hugmyndina í kollinum sem ég sagði dómnefndinni eins og sögu, og það fannst þeim greinilega það áhugavert að ég fékk verðlaunin,“ segir Þórir sem hefur búið í Englandi undanfarin þrjú ár. „Ég var tvö ár í skólanum og er núna fluttur inn í London þar sem allt gerist og öll framleiðslufyrirtækin eru staðsett. Þetta er auðvitað erfitt en þessi verðlaun munu eflaust hjálpa mér mikið í því að koma mér á framfæri,“ segir Þórður. „Skólinn minn er líka mjög duglegur að koma sínum nem- endum á framfæri og við erum eigin- lega öll úr bekknum mínum komin með umboðsmann. Þetta er samt mikil þolinmæði sem maður þarf,“ segir hann. Á RIFF hátíðinni, sem hefst í lok september, á Þórður mynd sem keppir í flokki stuttmynda. Myndin heitir Brothers og gerist í sjávarþorpi, sem eru Þórði hugleikin. „Það er líklega vegna upprunans,“ segir hann. „Mér finnst mjög gaman að skrifa um eitthvað sem gerist í litlum sjávarþorpum. Ekkert endi- lega á Íslandi samt. Ég ætla að reyna að koma heim og fylgjast með RIFF en það er ekki víst að það takist. Það eru nokkur framleiðslufyrirtæki far- in að hafa samband og vilja hitta mig, svo ég verð að skoða það. Ég er mjög spenntur fyrir því að koma og hitta David Cronenberg,“ segir Þórður Pálsson kvikmyndaleikstjóri. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Úr kvikyndinni Borthers eftir Þórður Pálsson sem sýnd verður á RIFF. 66 menning Helgin 11.-13. september 2015 Billy Elliot – HHHHH , S.J. Fbl. Billy Elliot (Stóra sviðið) Lau 12/9 kl. 19:00 3.k. Fim 24/9 kl. 19:00 7.k. Sun 4/10 kl. 19:00 11.k Sun 13/9 kl. 19:00 4.k. Fös 25/9 kl. 19:00 8.k. Fös 9/10 kl. 19:00 12.k Fös 18/9 kl. 19:00 5.k. Sun 27/9 kl. 19:00 9.k Lau 10/10 kl. 19:00 13.k Sun 20/9 kl. 19:00 6.k. Lau 3/10 kl. 19:00 10.k Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Fös 11/9 kl. 20:00 2.k Mið 23/9 kl. 20:00 4.k. Fim 1/10 kl. 20:00 aukas. Lau 19/9 kl. 20:00 3.k. Lau 26/9 kl. 20:00 5.k. Fös 2/10 kl. 20:00 6.k. Aukasýningar í september At (Nýja sviðið) Fös 18/9 kl. 20:00 1.k. Fim 24/9 kl. 20:00 4.k. Lau 3/10 kl. 20:00 7.k. Sun 20/9 kl. 20:00 2 k. Fös 25/9 kl. 20:00 5.k. Sun 4/10 kl. 20:00 8.k. Mið 23/9 kl. 20:00 3.k. Mið 30/9 kl. 20:00 6.k. Breskt verðlaunaverk í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 20/9 kl. 13:00 1.k. Lau 10/10 kl. 13:00 4.k. Sun 25/10 kl. 13:00 7.k. Sun 27/9 kl. 13:00 2 k. Sun 11/10 kl. 13:00 5.k. Sun 1/11 kl. 13:00 8.k. Sun 4/10 kl. 13:00 3.k. Sun 18/10 kl. 13:00 6.k. Haustsýningar komnar í sölu Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 11/9 kl. 20:00 1.k. Lau 26/9 kl. 20:00 3.k. Lau 17/10 kl. 20:00 5.k. Lau 19/9 kl. 20:00 2 k. Lau 10/10 kl. 20:00 4.k. Kenneth Máni stelur senunni Mávurinn (Stóra sviðið) Fös 16/10 kl. 20:00 1.k. Lau 24/10 kl. 20:00 4.k. Mið 4/11 kl. 20:00 7.k. Mið 21/10 kl. 20:00 2 k. Fim 29/10 kl. 20:00 5.k. Lau 7/11 kl. 20:00 8.k. Fim 22/10 kl. 20:00 3.k. Lau 31/10 kl. 20:00 6.k. Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki Hystory (Litla sviðið) Lau 12/9 kl. 20:00 1.k. Sun 20/9 kl. 20:00 3.k. Sun 27/9 kl. 20:00 5.k. Fös 18/9 kl. 20:00 2 k. Fös 25/9 kl. 20:00 4.k. Aðeins þessar sýningar! Sókrates (Litla sviðið) Fim 1/10 kl. 20:00 Sun 4/10 kl. 20:00 Sun 11/10 kl. 20:00 Fös 2/10 kl. 20:00 Fim 8/10 kl. 20:00 Lau 3/10 kl. 20:00 Fös 9/10 kl. 20:00 Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina Vegbúar (Litla sviðið) Fim 15/10 kl. 20:00 1.k. Sun 18/10 kl. 20:00 3.k. Lau 24/10 kl. 20:00 5.k. Fös 16/10 kl. 20:00 2 k. Þri 20/10 kl. 20:00 4.k. Sun 25/10 kl. 20:00 6.k. Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið 551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is 65 20151950 551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is 65 20151950 Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Fös 11/9 kl. 19:30 Aðalæ. Fös 25/9 kl. 19:30 6.sýn Lau 17/10 kl. 19:30 13.sýn Lau 12/9 kl. 19:30 Frums. Lau 26/9 kl. 19:30 7.sýn Sun 18/10 kl. 19:30 14.sýn Sun 13/9 kl. 19:30 2.sýn Sun 27/9 kl. 19:30 8.sýn Fim 22/10 kl. 19:30 15.sýn Fim 17/9 kl. 19:30 Aukas. Fös 2/10 kl. 19:30 9.sýn Fös 23/10 kl. 19:30 16.sýn Fös 18/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 10.sýn Mið 28/10 kl. 19:30 17.sýn Lau 19/9 kl. 19:30 4.sýn Sun 4/10 kl. 19:30 11.sýn Fös 30/10 kl. 19:30 18.sýn Sun 20/9 kl. 19:30 5.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 12.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Móðurharðindin (Kassinn) Fös 11/9 kl. 19:30 3.sýn Fim 24/9 kl. 19:30 9.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 14.sýn Lau 12/9 kl. 19:30 4.sýn Fös 25/9 kl. 19:30 10.sýn Fös 9/10 kl. 19:30 15.sýn Fim 17/9 kl. 19:30 6.sýn Sun 27/9 kl. 19:30 11.sýn Lau 10/10 kl. 19:30 16.sýn Fös 18/9 kl. 19:30 7.sýn Fim 1/10 kl. 19:30 12.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 17.sýn Lau 19/9 kl. 19:30 8.sýn Fös 2/10 kl. 19:30 13.sýn Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna. 4:48 PSYCHOSIS (Kúlan) Sun 13/9 kl. 19:30 2.sýn Mið 16/9 kl. 19:30 3.sýn Sun 20/9 kl. 19:30 4.sýn DAVID FARR HARÐINDIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.