Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 74
 Tækni kunnuglegir sTaðir í nýja iPhone símanum Íslenskar fyrirsætur í kynningu fyrir iPhone Þ egar tölvurisinn Apple kynn-ir nýjar vörur fylgist heimur-inn með. Í vikunni kynnti Apple nýja útgáfu af iPhone síman- um, svokallaðan iPhone 6S sem er betrumbætt útgáfa af iPhone 6 sem kom á markað á síðasta ári. Á kynn- ingu Apple á nýjustu vörum sínum í vikunni, sem horft er á um heim allan, birtust myndir af íslenskri náttúru og íslensku fólki, og auð- vitað fóru þær sem eldur um sinu á íslenskum vefmiðlum. Myndirnar voru teknar hér á landi fyrir rúm- um tveimur mánuðum og var það framleiðslufyrirtækið Pegasus sem annaðist framleiðsluna fyrir Apple. Fólkið sem Apple notaði á mynd- um sínum var meðal annars valið í gegnum Eskimo Models og segir eigandi fyrirtækisins, Andrea Brab- in, alltaf mikla leynd fylgja slíkum verkefnum. „Maður hefur ekkert þorað að tala um þetta fyrr en núna. Allt í kringum stórfyrirtæki eins og Apple krefst mikillar leyndar,“ seg- ir hún. „Það voru notuð einhver sjö módel frá okkur ásamt fleira fólki, og það er ekki búið að birta allt. Þetta var tekið á sjö dögum vítt og breitt um landið. Þeir munu birta þetta smám saman í öllu sínu kynn- ingarstarfi á næstu vikum og mán- uðum líklega. Það er mjög gaman fyrir okkur að taka þátt í jafn stóru verkefni og þessu. Það fylgjast all- ir með því sem Apple gerir,“ segir Andrea Brabin, eigandi Eskimo Models. -hf Mynd af fyrirsætunni Brynju Jónbjarn- ardóttur frá iPhone 6S kynningunni hjá Apple í vikunni. Jólin koma snemma í ár Gárungarnir í Baggalúti tilkynntu í vikunni að miðasala á árlega jólatón- leika þeirra hefjist þann 15. september. Þeir ríða því á vaðið í jólaflóðinu en fjölmargir jólatónleikar eru fyrirhug- aðir fyrir þessi jól. Fastir liðir eins og Jólagestir Björgvins og tónleikar með Siggu Beinteins og Stefáni Hilmars- syni verða líklega vinsælir í ár. Einnig er jóla- drottningin Helga Möller með árlega tónleika sem og KK og Ellen. Borgardætur hafa haldið sig inni á Rósenberg allan desember nánast og nýjasta viðbótin er líklega jólatónleikar Friðriks Ómars, sem kemur einnig með nýja jólaplötu í ár. Einnig eru tónleikar af öllum stærðargráðum í kirkjum landsins og víðar, svo það verða margir um hituna þessi jólin. Rúnar keppir á RIFF RIFF kynnti í gær, fimmtudag, þær 12 myndir sem keppa munu í flokknum Vitranir, aðalverðlaunaflokki hátíðarinnar. Í flokknum tefla tólf nýir leikstjórar fram sinni fyrstu eða annarri mynd og keppa um aðalverðlaunin, Gullna lundann. Verkin eru valin með það að leiðarljósi að þau ögri viðteknum gildum í kvikmyndagerð og vísi þannig veg kvikmyndalistarinnar til framtíðarinnar. Áður hefur verið til- kynnt að nýjasta mynd Rúnars Rúnars- sonar, Þrestir, verður Íslandsfrumsýnd á RIFF og tekur þátt í keppnisflokknum. Meðal annarra leikstjóra sem eiga mynd í flokknum eru Visar Morina frá Kosovo, Michal Vinik frá Ísrael, Trey Edward Shults frá Bandaríkjunum, Andrew Cividino frá Kanada og John McLean frá Bretlandi. LUV-dagurinn haldinn hátíðlegur Hinn árlegi LUV-leikur fer fram á Kaplakrika á sunnudaginn kemur þegar topplið FH tekur á móti ÍBV í 19. umferð Pepsi-deild- ar karla. LUV-leikurinn er spilaður í minningu Hermanns Fannars Valgarðssonar, mikils FH-ings sem lést langt um aldur fram árið 2011. Hluti aðgangseyrisins rennur í LUV-sjóðinn sem hefur stutt mörg góð málefni á síðustu árum meðal annars við bakið á ungum FH-ingum. Í hálfleik verður happdrætti þar sem dregið verður úr seldum miðum. Í verð- laun verða meðal annars gjafabréf frá Maclandi. Börn Hermanns Fannars munu draga úr happdrættinu. Bakhjörlum FH verður úthlutað happdrættismiðum. Heiðursgestir á LUV-leiknum verður meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hjá FH en fyrir skömmu tryggðu þær sér sæti í efstu deild kvenna á næsta ári. Þá munu leikmenn FH og ÍBV ganga inn í LUV-bolum. Hrói eldist Leikarinn Þórir Sæmundsson frumsýnir Hróa hött á laugardag og verður árinu yngri en þegar hann sýnir það næst. Þórir á afmæli á sunnudaginn og verður 35 ára. Á twitter segist hann svo ætla að læra að verða alvöru leikari á mánudag því þá tekur hann þátt í sýningu hjá Improv Ísland í Þjóðleikhúskjallaranum. Stór helgi hjá Hróa.  FóTbolTi býsT við Tíu Þúsund íslendingum Til Frakklands Formaður Tólfunnar býst við tíu þúsund Íslendingum á EM í Frakklandi næsta sumar. Hann segir að Hollendingar hafi lýst Íslendingum sem vinalegum fótboltabullum í heimsókn þeirra á dögunum. Það passi vel við boðskap félagsins um að bannað sé að vera fáviti. Sumir okkar lifa fyrir Tólfuna É g er búinn að bóka mitt frí næsta sumar. Ég fer með liðinu alla leið, það er engin spurning,“ segir Pétur Orri Gísla- son, formaður Tólfunnar, stuðn- ingssveitar íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Eftir að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér þátttöku- rétt á EM næsta sumar hefur verið mikið rætt og ritað um þann fjölda sem fylgja mun liðinu til Frakk- lands. Ekki liggur fyrir hvað KSÍ hefur úr mörgum miðum að spila en víst er að mörg þúsund manns hafa áhuga á að fara út. „Okkar markmið núna er að koma saman 10 þúsund Íslending- um á mótinu. Ég hef fulla trú á að það gæti gerst,“ segir Pétur Orri. „Fyrir Hollandsferðina bjuggumst við upphaflega við 2-300 en við enduðum um fjögur þúsund manns þar. Og þegar um er að ræða stór- mót á sumarleyfistíma þá getur allt gerst.“ Pétur segir að meðlimir Tólfunn- ar hafi byrjað að ræða Frakklands- ferð lauslega í ferðinni til Hollands. Eftir að sætið á EM var gulltryggt á sunnudagskvöldið hafi málin verið rædd frekar. „Tólfan ætlar að sjálfsögðu að vera í fararbroddi við að skipuleggja hittinga þarna úti. Við erum byrjaðir að setja saman góðan pakka með Gamanferðum fyrir næsta sumar.“ Pétur hefur gegnt starfi for- manns síðan í mars síðastliðnum en hann kveðst hafa verið dreginn í Tólfuna þegar hún var endur- vakin fyrir um þremur árum. „Það tók svona ár að koma þessu aftur í gang og síðan hefur verið gott flug á félaginu. Við stofnuðum löglegt félag og kusum stjórn og stækk- unin hefur verið með hreinum ólík- indum að undanförnu. Við vorum um 25 á stofnfundinum og nú eru alla vega um 500 manns í félaginu,“ segir Pétur Orri. Hann nefnir auk þess að því var nýlega fagnað að þúsund eintök hafa selst af lands- liðstreyjum merktum Tólfunni. Hann segir að meðlimir Tólfunn- ar séu á öllum aldri, frá 17 til 66 ára, og konum hafi farið fjölgandi. Fylgir þessu ekki bölvað fyllirí? Svo virtist alla vega vera af mynd- um frá Hollandi að dæma... „Það er aldrei hægt að segja að íþróttir og áfengi fari vel saman en áfengi og stuðningur við íþrótta- fólk fer ágætlega saman. Jújú, það fylgdi einhver drykkja Hollands- ferðinni en það var allt saman til háborinnar fyrirmyndar. Lög- regluyfirvöld þarna úti, sem ég átti í samskiptum við, höfðu aldrei áður upplifað svona stuðnings- menn. Menn létu vel í sér heyra og drukku áfengi en það var ekk- ert vesen á mannskapnum. Margir Hollendingar sögðu við okkur að við værum vinalegar fótboltabull- ur. Við keyrum líka á ákveðnum boðskap: það er bannað að vera fá- viti í þessum félagsskap.“ Og Tólfumenn taka hlutina líka föstum tökum. Fyrir utan að taka sér frí úr vinnu til að fylgja lands- liðinu í útileiki er heilmikil athöfn í leikjunum hér heima. „Það er mjög algengt hjá hörðustu stuðn- ingsmönnunum að þeir tali við sinn vinnuveitenda og séu ekkert mik- ið lengur en til hádegis á leikdegi. Blessunarlega eru flestir liðlegir með það.“ Þetta er greinilega stórmál hjá ykkur. „Jájá, sumir okkar bókstaf- lega lifa fyrir þetta núorðið. Og vilja njóta þessa augnabliks núna. Það eru frábærir tímar í íslenskri íþróttasögu sem við erum að verða vitni að.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.isBio-tex þvottaefni og blettaeyðir Leikum okkur! Pétur Orri með félögum sínum í Tólfunni í vél- inni á leið heim frá Hollandi á dögunum. Pétur Orri er lengst til hægri í fremri röð. 74 dægurmál Helgin 11.-13. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.