Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 4
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is UP! MEÐ STUÐIÐ e-Up! rafmagnsbíll verð frá: 2.990.000 kr. Við finnum mjög mikið fyrir því þegar ferðamenn- irnir koma inn til okkar hvað þeim finnst gaman að geta komið og rætt við listamenn- ina sjálfa. veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Vætusamt annars staðar en á Vestur- landi. lítið eitt kólnar. HöfuðborgarsVæðið: Skýjað, en úrkomulauSt að kalla. s-átt og léttir til n-lands. Víðast þurrt. HöfuðborgarsVæðið: Skýjað og SmáSkúrir eða Suddi. Víða rigning, einkum austanlands. kólnar fyrir norðan. HöfuðborgarsVæðið: að meStu þurrt en fremur þungbúið. lítið verður um sól og rignir víða um land Stormlægðirnar eru úr sögunni í bili, en ekkert lát er á því að regnþrungið loft sæki að okkur. einkum mun rigna suðaustan- og austanlands, en suðvestan- vert landið sleppur að mestu við vætuna. annars verðum við að milli „kerfa“ á laugardag og ágætis veður víðast þá. Spáin er þó ekki eins hag- stæð og var fyrr í vikunni. mestu hlýindin eru einnig að baki og úr þessu fer kólnandi. ekki er þó frosthætta næstu daga. 12 9 9 10 11 10 10 13 11 11 9 5 6 7 9 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is  vikan sem var Afþakkar launaálag Helgi Hrafn gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur tekið við formennsku í flokknum af Birgittu Jónsdóttur. rétt eins og forverinn afþakkar Helgi sérstakt launaálag sem fylgir for- mennskunni, sem nemur tæpum fjórum milljónum króna á ári. Píratar spara ríkinu rúmlega 15 milljónir króna á kjör- tímabilinu. Sumarbörn í salti enn bólar ekkert á frumsýningu kvik- myndarinnar Sumarbarna. framleið- endur hennar fengu 97 milljónir króna í styrk frá kvikmyndamiðstöð árið 2013, sama ár og tökum á henni lauk. til stóð að frumsýna myndina árið 2014 en ekk- ert hefur verið gefið út um frumsýningu síðasta árið. Í frétt Viðskiptablaðsins segir að Kvikmyndamiðstöð geti krafist endurgreiðslu styrksins verði myndin ekki kláruð. 27 metra tré tréð sem talið er vera hæsta tré lands ins nálg ast nú 27 metr a. tréð er sitka greni sem gróður sett var á kirkju- bæj arklaustri árið 1949. Felldi niður mál gegn Þorsteini Sérstakur saksóknari hefur fellt niður mál á hendur þorsteini má baldvinssyni og nokkrum starfsmönnum Samherja, er varðaði meint brot á lögum um gjaldeyrismál. þorsteinn er ósáttur við vinnubrögð Seðlabankans í málinu. Guðbjartur með krabbamein guðbjart ur Hann es son, þingmaður Sam fylk ing ar inn ar, tekur ekki sæti á alþingi á næstunni. Hann greindist með krabbamein í sumar og heyr nú baráttu við það. Íslenska karlalandsliðið tryggði sér þátttökurétt á em í knattspyrnu sem haldið verður í frakk- landi næsta sumar með jafntefli við Kasakstan á sunnudagskvöld. þessum merka áfanga var fagnað á ingólfstorgi þá um kvöldið. Ísland er fámennasta þjóðin sem komist hefur á em. búist er við því að þúsundir Íslendinga muni fylgja liðinu eftir í frakklandi. ísland á em! maría Valsdóttir stóð vaktina í Skúmaskoti þar sem tíu listakonur og hönnuðir sýna og selja verk sín auk þess að selja verk annarra hand- verks- og listamanna. . Ljósmynd/Hari  skipulagsmál gallerí og listmunaverslun víkur Fyrir nýbyggingu Undarlegt að hrekja listamenn úr miðbænum gallerí Skúmaskot sem rekið er af tíu listakonum og hönnuðum verður að rýma húsnæði sitt við laugaveg fyrir mánaðamót. rífa á húsið, sem stendur á brynjureit, og byggja nýtt hús þar sem gert er ráð fyrir að verði íbúðir, hót el og versl an ir. Þ etta kemur svo sem ekki á óvart, við höfum leigt þetta húsnæði frá mánuði til mánaðar og alltaf vitað að þetta væri tímabundið ástand, en við fengum bara að vita að við þyrftum að fara 1. október núna um mánaðamótin og mánaðarfyrirvari er ansi knappur,“ segir Elín Haraldsdóttir keramiker, ein þeirra tíu listakvenna og hönnuða sem rekið hafa galleríið og listmunaverslun­ ina Skúmaskot í bakhúsi við Laugaveg 23 í rúmt ár en hefur nú verið gert að rýma húsnæðið fyrir 1. október þar sem til stendur að rífa það. „Við erum alls ekki með nein leiðindi, vissum að það stæði til að rífa húsið og byggja eitthvað nýtt hér á Brynjureitnum, hvort sem það eru nú hótel og túristabúðir, ég bara veit það ekki,“ segir Elín. „Þetta bar bara dálítið bratt að.“ Það er félagið Þingvangur sem er eigandi Brynjureitsins og samkvæmt fréttum er meiningin að þar verði íbúðir, hót el, versl an ir, veitingasalir og skrif­ stof ur. Listagalleríið Kling og Bang var einnig með húsnæði á reitnum en hefur nú flutt starfsemi sína vegna niður­ rifs hússins. Elín segir það undarlega þjónustu við ferðamenn að hrekja gall­ erí og handverksbúðir úr miðbænum. „Við finnum mjög mikið fyrir því þegar ferðamennirnir koma inn til okkar hvað þeim finnst gaman að geta komið og rætt við listamennina sjálfa um verkin áður en þeir kaupa. Allt sem við seljum er handgert af íslenskum listamönnum og hönnuðum og það er það sem margir ferðamenn eru að sækjast eftir að finna.“ Elín segist ekki vita hvað sé til ráða en að Skúmaskoti standi kraftmiklar, jákvæðar og bjartsýnar konur sem séu ákveðnar í að finna nýtt húsnæði og halda starfseminni áfram. Stærsta vandamálið sé hvað leiguhúsnæði í mið­ bænum sé orðið dýrt. „Það er orðið mjög skrýtið ástand hér í miðbænum,“ segir hún. „Maður veit eiginlega ekki hvernig er hægt að bregðast við, eða hver á að bera ábyrgðina. Er það bara eitthvað sem verður að ganga sinn gang að mark­ aðurinn kallar á hótel og túristabúðir akkúrat í augnablikinu og þau fyrir­ tæki geta líka borgað hæsta leiguverðið. Þurfa aðrir bara að bíða á meðan þessi toppur er að ganga yfir?“ Elín og samstarfskonur hennar í Skúmaskoti eru harðákveðnar í að láta húsnæðismissinn ekki stöðva rekstur gallerísins og hún segir þær opnar fyrir því að skoða alls konar húsnæði. „Við erum búnar að labba upp og niður allan miðbæinn á útkikki eftir húsnæði,“ segir hún. „Höfum meira að segja bankað upp á hjá fólki þar sem við sjáum laust húsnæði og höfum allar klær úti. Við hættum ekki þessari starfsemi fyrr en í fulla hnefana.“ friðrika benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is 4 fréttir Helgin 11.-13. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.