Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 36
3x15 Kolvetnaskert, próteinríkt og fitulaust Hentar fyrir LKL mataræði H VÍ TA H Ú SI Ð / S ÍA Krakk- arnir í Hjarta- steini Tökur standa nú yfir á kvikmyndinni Hjartasteini á Borgarfirði eystra. Þetta er fyrsta stóra mynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar. Aðalhlutverk eru í höndum tveggja ungra drengja, Baldurs Einarssonar og Blæs Hinrikssonar. Auk þeirra fer fjöldi ungmenna með stór aukahlut- verk í myndinni sem frumsýnd verður á næsta ári. Fréttatíminn tók þessa ungu leikara tali. Lengri útgáfur af viðtölunum má finna á vef Fréttatímans. Ljósmyndir/Roxana Reiss Baldur Einarsson, 13 ára. Hlutverk: Þór – Aðalhlutverk Búseta: Reykjavík. Foreldrar: Hulda Birna Baldursdóttir og Einar Örn Jónson. Hvernig undirbjóstu þig fyrir myndina? Með því að lesa yfir það sem ég átti að lesa yfir, skilja hvað atriðið er um og mikið meira. Átt þú og persónan sem þú leikur mikið sameiginlegt? Ég og Þór erum svakalega líkir með persónu- leikann og skapið. Hvað er skemmti- legast við að leika í myndinni? Eiginlega bara allir í kring um mig og umhverfið. Hvað er erfiðast við að leika í myndinni? Álagið er mjög mikið þegar þú ert að gera erfiðar senur og þarf að gera þær aftur og aftur af því að þú ert þreyttur og pirraður þá viltu bara pakka saman og fara heim. Stefnir þú á eitthvað leiklistartengt í fram- tíðinni? Ég ætla að vona að ég fái svipuð verkefni í framtíðinni og ég er mjög glaður að ég geti byrjað svona hátt uppi... Blær Hinriksson, 14 ára. Hlutverk: Kristján – Aðalhlutverk Búseta: Kópavogi. Foreldrar: Hinrik Ólafsson og Drífa Harðardóttir Hvernig undirbjóstu þig fyrir myndina? Við leikararnir lásum yfir hverja einustu senu og lékum hana aftur og aftur. Átt þú og persónan sem þú leikur mikið sameiginlegt? Já við erum líkir á ákveðinn hátt og eigum margt sameiginlegt og það er það skemmtilegt að líkja karakter- unum saman. Hvað er skemmti- legast við að leika í myndinni? Að kynnast öllu þessu skemmtilega fólki og setja sig í aðra persónu en maður sjálfur. Hvað er erfiðast við að leika í myndinni? Að setja sig í spor þessara hörmunga sem hann Kristján er að upplifa. Stefnir þú á eitthvað leiklistartengt í fram- tíðinni? Já, ég vona að ég fái að takast á við svona spenn- andi og skemmtileg verkefni. Diljá Vals, 15 ára. Hlutverk: Beta – Vinkona Þórs og Kristjáns – besta vin- kona Hönnu Búseta: Reykjavík Foreldrar: Valur Freyr Steinarsson og Ásta Sigmarsdóttir Hvernig kom það til að þú fórst að leika í Hjartasteini? Að- standendur Hjarta- steins, höfðu séð mig í Málmhausi og báðu mig að koma og leika í kynningarefni fyrir myndina. Hvernig undirbjóstu þig fyrir myndina? Við fórum í gegnum langt og erfitt æf- ingatímabil í sumar áður en að sjálfum tökunum kom, þar sem við greindum persónurnar og reyndum að tengjast þeim. Átt þú og persónan sem þú leikur mikið sameiginlegt? Ég reyndi að setja mig í spor þeirrar persónu sem ég lék, hún stendur með sjálfri sér og hefur sínar eigin skoðanir sem er eitthvað sem ég vil tileinka mér en hvort við eigum mikið sameigin- legt verða aðrir að dæma? Katla Njálsdóttir, 13 ára. Hlutverk: Hanna – Vinkona Þórs og Kristjáns – Besta vin- kona Betu Búseta: „Straight out of Selás“ og hálfur Hólmari Foreldrar: Njáll Þórðarson og Þóra Pétursdóttir Hvernig kom það til að þú fórst að leika í Hjartasteini? Mamma sá auglýsingu um skráningu í prufur á netinu og mig langaði að prófa Hvernig undirbjóstu þig fyrir myndina? Ég er búin að fara á leiklistaræfingar, dansæfingar, hest- anámskeið og hugleiðslunámskeið og það var allt mjög skemmtilegt og ég er mjög ánægð að hafa fengið að prófa þessa hluti. Hvað er skemmti- legast við að leika í myndinni? Það er margt mjög skemmtilegt, sér- staklega félagsskap- urinn. Allt „crewið“ er skemmtilegt og leikararnir líka og ég veit að það verður mjög erfitt að kveðja þau öll þegar þessu verkefni er lokið. Jónína Þórdís Karlsdóttir, 16 ára. Hlutverk: Rakel – Stóra systir Þórs Búseta: Reykjavík Foreldrar: Karl Höskuldur Guð- laugsson og Ingibjörg Magnúsdóttir Hvernig kom það til að þú fórst að leika í Hjartasteini? Fyrir nokkrum árum lék ég í stuttmynd eftir Guð- mund, Ártún, hann þekkti mig þaðan og ég var beðin um að koma í prufur. Átt þú og persónan sem þú leikur mikið sameiginlegt? Ég og Rakel eigum þó nokkuð sam- eiginlegt. Ég skil hugsunarháttinn hennar og það er margt sem hún gerir og segir sem ég er sammála, þrátt fyrir að hún sé mun skap- stærri en ég. Hvað er erfiðast við að leika í myndinni? Það erfiðasta er trúlega að vera frá skóla. Stefnir þú á eitthvað leiklistartengt í fram- tíðinni? Já, ég stefni á að taka að mér svipuð verkefni í framtíðinni enda er þetta með því skemmtilegra sem ég hef gert. Rán Ragnars- dóttir, 16 ára. Hlutverk: Hafdís – Stóra systir Þórs Búseta: Stoltur Laugardalsbúi. Foreldrar: Halla Jónsdóttir og Ragnar Pétur Ólafsson Hvernig undirbjóstu þig fyrir myndina? Ég tók þátt í æfingum fyrir myndina, fór á magadansnámskeið og í hugleiðslutíma, og lærði textann. Átt þú og persónan sem þú leikur mikið sameiginlegt? Ég og Hafdís erum báðar frekar rólegar að eðlisfari og eigum báðar yngri systkini sem er gaman að gantast með. Hvað er skemmti- legast við að leika í myndinni? Það er búið að vera frábært að kynnast frábæru fólki og vera á þessum fallega og notalega stað sem Borgarfjörður er. Hvað er erfiðast við að leika í myndinni? Fjarveran úr skóla er búin að vera erfið og það að neyðast til þess að fara langt út fyrir þægindaram- mann, sem að sjálfsögðu borgar sig á endanum. Theodór Páls- son, 13 ára. Hlutverk: Mangi – Vinur Þórs og Kristjáns Búseta: Reykjavík Foreldrar: Díana Júlíusdóttir og Páll Eiríksson Hvernig kom það til að þú fórst að leika í Hjartasteini? Fór í prufu og hef áhuga á því að leika, var að leika í mörgu áður. Hvernig undir- bjóstu þig fyrir myndina? Las yfir handritið og æfði mig. Átt þú og persónan sem þú leikur mikið sameiginlegt? Nei, eiginlega ekki. Hvað er skemmti- legast við að leika í myndinni? Vera með öllum þeim sem vinna í myndinni. Hvað er erfiðast við að leika í myndinni? Mér fannst erfitt þegar það var mjög kalt úti og þurfti að vera ber að ofan. Stefnir þú á eitt- hvað leiklistartengt í framtíðinni? Það kemur í ljós. Daníel Hans Erlends- son, 18 ára. Hlutverk: Haukur – Leiðtogi hóps eldri stráka Búseta: Kópavogur Foreldrar: Jórunn Rothenborg og Erlendur S. Birgisson Hvernig undirbjóstu þig fyrir myndina? Það var haldið svakalega vel utan um leikarahópinn. Við fórum í sérstaka tíma sem haldnir voru í raun til þess að kenna okkur hvernig ætti að vera leikari. Þessir tímar hjálpuðu mér mikið og ég lærði virkilega mikið á þeim, aðallega vegna þess að við vorum með frábæran kennara, Kristínu Leu, sem var með allt á hreinu. Síðan las ég senurnar aftur og aftur til þess að reyna að vera eins undirbúinn og ég gat þegar ég var mættur á sett. Einnig átti ég það til að tala við sjálfan mig í spegli... Hvað er skemmtilegast við að leika í myndinni? Að vera á setti, ekkert kemst nálægt því að búa til sumar af þessum senum. En það er líka svo mikið fagfólk sem kemur að myndinni, sem gerir dvölina á Borgarfirði eystri alveg frábæra og maður er alltaf tilbúinn að gera sitt besta þar sem allir eru þarna til þess að hjálpa hver öðrum. Sveinn Sigurbjörns- son, 13 ára. Hlutverk: Guðjón – Vinur Þórs og Kristjáns Búseta: Akureyri Foreldrar: Sigurbjörn Sveinsson og Arna Ívars- dóttir Hvernig kom það til að þú fórst að leika í Hjarta- steini? Bróðir minn, hann Ívar, sá auglýsingu á netinu þar sem var lýst eftir leikurum á aldrinum 11-16 ára. Okkur fannst svo upplagt að senda inn umsókn því ég hafði áður leikið í sjónvarps- þáttunum Hæ gosa sem sýndir voru á Skjá einum. Hvernig undirbjóstu þig fyrir myndina? Það var nú ekki mikið. Fór einu sinni á tveggja vikna fresti suður á æfingar í svona tvo mánuði. Þurfti að safna hári í allt sumar en endaði svo bara með því að ég var krúnurak- aður. Hvað er skemmtilegast við að leika í myndinni? Að vera með og kynnast nýju fólki og horfa á hana í bíó það verður gaman. Hvað er erfiðast við að leika í myndinni? Að þurfa að bíða svona mikið, kannski 4-5 klukkutíma á milli setta. Stefnir þú á eitthvað leik- listartengt í framtíðinni? Nei, en aldrei að vita. Fótboltinn er númer eitt. 36 kvikmyndir Helgin 11.-13. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.