Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 34
Þ að er við hæfi að stefna Kristínu Svövu Tóm-asdóttur til viðtals morguninn eftir fyrsta verulega storm haustsins þar sem ljóðabók hennar Stormviðvörun er að hennar sögn öll skrifuð á síðasta vetri og titillinn ætti því að vera skiljanlegur öllum þeim sem upplifðu veturinn 2014- 15, eins og hún orðar það. „Og í gær – daginn sem handritið fór í prentun kom fyrsta stormviðvörun þessa hausts,“ segir hún og hlær. „Ég tek þetta allt á mig!“ Stormviðvörun er þriðja ljóðabók Kristínar Svövu, hinar fyrri Blótgælur og Skrælingjasýningin vöktu mikla athygli og áunnu henni það álit sumra betri borgara að hún væri dónalegt ljóðskáld. Hún viður- kennir að það sé hún, en bendir á að hún hafi aldrei verið ásökuð um að vera klámljóðskáld sem henni þætti þó virkilega skemmtilegt, ekki síst í ljósi þess að mastersritgerð hennar í sagnfræði, sem hún býr nú til útgáfu á bók, fjallar um Stund klámsins, þ.e. klám á Íslandi á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. „Saga kláms er mjög merkileg og alveg órann- sökuð á Íslandi, í rauninni. Ég held að margir muni eftir þessum tíma, tíma Tígulgosans og Táknmáls ástarinnar,“ segir hún. Kristín segir hálfgerða tilviljun hafa ráðið því að hún valdi klámið sem viðfangsefni, en hún hafi fljótt komist að því að þetta sé ótrúlega fjölbreytt efni og snerti á mörgu sem hún hafi haft áhuga á í gegnum tíðina. „Þetta er náttúrulega menningarsaga og teng- ist bókmenntasögu, kvikmyndasögu og prentsögu í víðum skilningi. Þar að auki tengist það sögu ríkis- valdsins og taumhalds þess á þegnunum með boðum og bönnum. Boð og bönn eru alltaf mjög spennandi og svo tengist þetta auðvitað líka kynferðissögu og kynjasögu þannig að þetta er ótrúlega fjölbreytt rann- sóknarefni.“ Engar áhyggjur af kurteisireglum Við vendum kvæðinu í kross, setjum sagnfræðing- inn til hliðar og snúum okkur að ljóðskáldinu, hvers vegna valdi Kristín Svava ljóðformið sem tjáningar- form? „Ég hafði spunnið upp sögur frá því ég man eftir mér en í gaggó fór ég einhverra hluta vegna að skrifa ljóð. Ástæðan gæti tengst því að ég hafði verið að lesa fyrstu ljóðabækur Einars Más og gott ef Bónusljóðin hans Andra Snæs komu ekki út á þessum tíma og ætli ég hafi ekki bara séð einhver ljóð sem mér fannst skemmtileg og ákveðið að prófa þetta form.” Þegar ég spyr hvort hún hafi verið ögrandi í ljóðum sínum frá upphafi fer Kristín Svava að hlæja. „Ég veit það ekki. Maður leggur ekkert endilega upp með það að vilja ögra, en mér hefur alltaf fundist að ljóð og kannski bara skáldskapur almennt sé vettvangur þar sem maður getur sagt hvað sem er og þurfi ekki að hafa áhyggjur af sömu kurteisireglum og annars staðar. Þess vegna finnst mér ljóðin mjög eðlilegur vettvangur til þess að segja hlutina hreint út.“ Eru ljóð skilvirkt vopn í baráttunni fyrir jafnrétti og betri heimi? Lesa ekki alltof fáir ljóð? „Ég hef svo sem ekki ofurtrú á því að ljóðin mín komi af stað byltingu, en ég hef engar sérstakar áhyggjur af stöðu ljóðsins. Ljóð í víðum skilningi eru mjög víða og mjög margir sem lesa þau eða syngja, án þess að gera sér grein fyrir því, líka margir sem lesa þau aldrei og það er bara allt í lagi. Ef maður horfir á þetta á breiðari grunni þá er ljóðræna úti um allt. Fólk er að vinna með texta á ljóðrænan hátt og lesa hjá öðrum. Á Twitter, sem dæmi, ertu með form sem er mjög takmarkað og knappt, ekkert ósvipað sumum ljóð- formum. Ég er samt alls ekkert að halda því fram að ljóðið muni frelsa heiminn en er orðin svolítið þreytt á þessari spurningu hvort það sé eitthvert point með því að vera ljóðskáld. Þegar byltingin kemur verður það ekki bara eitthvað eitt sem veldur henni, þetta er allt partur hvert af öðru.“ Ljóð Kristínar Svövu hafa ratað víðar en ljóð ýmissa annarra þar sem faðir hennar, Tómas R. Einarsson, samdi lög við nokkur þeirra og flutti á geisladiskinum Óskar eftir ásökunum um klám Ljóðabókin Stormviðvörun er þriðja bók Krist- ínar Svövu Tómasdóttur sem auk þess að vera ljóðskáld er sagnfræðingur sem vinnur nú að útgáfu bókar um klám á Íslandi á sjöunda og áttunda tug síðustu aldar. Henni hefur þó ekki dottið í hug að sameina ljóðin og klámið. Kristín Svava Tómasdóttir leitar meðal annars fanga í umræðu- þráðum Facebook og Bland.is fyrir uppsprettur ljóða sinna. Ljósmynd/Hari Trúnó. „Þá fóru þau aðeins út fyrir hefðbundna rammann og mér finnst það bara jákvætt. Það er alltaf verið að gera einhverjar tilraunir með að fara óhefðbundnar leiðir með ljóð; lamineruð ljóð í heita pottinum og eitthvað svona sem er mjög skemmtilegt. Það er engin réttari leið en önnur til að koma ljóðum á framfæri.“ Munur þess að segja og gera Hér slengi ég fram þeirri fullyrðingu að mér finnist ljóðin í Stormviðvörun bera þessi merki að Kristín Svava sé orðin mildari en áður, hætt að vera reið ung kona, og hún rekur upp stór augu. „Finnst þér það? Kannski er það bara af því þessi ljóð eru meira unnin en áður. Ég allavega lít ekki á sjálfa mig sem neitt sérstak- lega milda týpu.“ Að minnsta kosti tvö ljóðanna í bókinni, Það sem ekki má og Ég dreg mörkin, fjalla um óskráðar reglur samfélagsins. „Ég skrifaði Ég dreg mörkin fyrst og það sem ég er að pæla í þar er meira hvað fólk segir en hvað það gerir, hvar það dregur mörkin í raun með alls konar hluti og hvar það segist gera það. Og hvaða mörk eru þetta? Hugmyndin kviknaði við lestur þráðar á netinu þar verið var að ræða hvað mætti segja og hvað ekki, og einhver kona hvað upp sinn dóm um það hvernig væri í lagi að tala um blökkumenn og hvar hún drægi mörkin. Mér fannst það svo speisað að einhver kona sitji úti í bæ og dragi siðferðisleg mörk hist og her fyrir hönd annarra. Ég notaði aðeins Google til að hjálpa mér að finna hvar fólk segðist draga mörkin og það var alveg hreint á ótrúlegustu stöðum. Það sem ekki má er líka að einhverju leyti byggt á ummælum á netinu, þegar fólk gefur yfirlýsingar eins og; ég myndi aldrei ... Hvað er það sem fólk myndi aldrei gera og hvað er það sem það segist aldrei myndu gera? Og hvað er það í alvörunni að gera? Í sagnfræðinni er munurinn á því sem fólk segir og því sem það gerir til dæmis mjög áhugaverður.“ Það verða sem sagt klámið og ljóðin sem haustið þitt mun snúast um, hefur þér ekki dottið í hug að sameina þetta og fara að yrkja klámljóð, eða hefurðu kannski þegar gert það? „Já, það lítur mjög vel út, haustplanið mitt. Og þótt það sé kannski skilgreiningaratriði þá vil ég nú ekki meina að ég hafi enn sem komið er sent frá mér klámljóð, geri það mögulega í framtíðinni. Mér þætti reyndar sem fræði- manni mjög áhugavert ef ég yrði sökuð um klám, en því miður hefur það ekki enn gerst. Ég kalla hér með eftir slíkum ásökunum.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Ég hef svo sem ekki ofurtrú á því að ljóðin mín komi af stað byltingu, en ég hef engar sérstakar áhyggjur af stöðu ljóðsins. 34 viðtal Helgin 11.-13. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.