Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 18
að það væri bara heimskulegt að vera að keppa í þessu sporti, það væri bæði peninga- og tímasóun. Maður er að kaupa sér rándýr bíkiní með öllu blinginu á. Ég ætti frekar að nota tímann í að stofna fyrirtæki og reyna að græða peninga. Þetta var mjög skemmtileg upplifun og það er allt í lagi að prófa að keppa en maður á ekki að hanga of lengi í þessu sporti. Jafnvel þó maður nái að verða atvinnumaður, ef maður er ekki einn af þeim bestu þá er engan pening upp úr þessu að hafa.“ Búinn að æfa í 30 ár Hver eru framtíðarplön þín? „Núna er ég að hjálpa Rich með hans fyrirtæki, 5% Nutrition, og planið er að stofna önnur fyrirtæki. Ég stefni að því að komast sem lengst áfram sjálf. Að verða þekkt og komast áfram. Það er hægt að græða peninga í þessum bransa með því að koma upplýsingum áfram til fólks. Til dæmis með myndböndum á Youtube og fleiru. Ég set því skól- ann á pásu, maður er hvort sem er aldrei of gamall til að læra.“ Hún segir að Rich veki athygli hvert sem þau fari og auðvelt sé að nýta sér það. „Við förum á sýningar og hann er með básinn sinn og það er þriggja tíma röð að koma að sjá hann. Mamma sagði um daginn að hún hefði ekki gert sér grein fyrir hvað hann er þekktur. Pabbi er alltaf í World Class í Laugum heima á Íslandi og hann segir að það viti allir hver hann er.“ Rich er náttúrlega stór maður... hann fer ekkert framhjá fólki. „Já, hann er mjög stór. Hann er náttúrlega búinn að æfa í einhver þrjátíu ár. Sumir halda að hann sé að pumpa einhverju í vöðvana á sér en hann er bara svona stór. Þetta er ekkert bull.“ Finnst þér hann aldrei of stór? „Nei. Hann er auðvitað misjafnlega stór, það getur sveiflast upp eða niður um 20 pund hvort hann er vatnaður eða meira „lean“. En hann er auðvitað stærri en flestir gaurar sem eru „pro“. Enda elskar hann að fara að æfa, að fara í ræktina.“ Ferðast um allan heim Hvernig er hefðbundinn dagur hjá ykkur? „Við reynum að vakna snemma og ég tek „cardio“ heima, fer á brettið. Svo borðum við. Rich fer svo yfirleitt að vinna í vídeóun- um sínum, það er alltaf eitthvað að gera sem tengist fyrirtækjun- um. Síðan förum við í ræktina. Eftir það gerum við eitthvað sjálf, förum út að borða eða í bíó eða erum með hundunum okkar. Hvað segir Rich? „Þetta er alveg ótrúleg kona. Og samband okkar er ótrúlegt. Við urðum strax ástfangin af hvort öðru og höfum verið saman næstum því allan sólarhringinn frá því við hittumst. Sumt fólk sem er svo mikið saman vill drepa hvort annað en það á ekki við okkur,“ segir Rich Piana. „Hver dagur með Söru er ótrúlegur. Við höfðum bæði verið í öðrum samböndum en þegar við náðum saman vissum við að þetta væri full- komið. Okkur eru engin takmörk sett.“ Vissirðu af fegurð íslenskra kvenna áður en þú kynntist Söru? „Já, auðvitað!“ 18 viðtal Helgin 11.-13. september 2015 HEILHVEITIKEXIÐ HEFUR EIGNAST FULLKOMINN JAFNINGJA – NÝJA HAUST HAFRAKEXIÐ HAUST FJÖLSKYLDAN STÆKKAR LJÚFFENGT PAR SEM ALLIR ELSKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.