Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 40
Enginn meðal kúkalabbi Þ Þau ómerkilegu tímamót urðu í mínu lífi fyrir nokkrum dögum að ég átti 39 ára afmæli. Ekki að ég geti sagt það með alveg óyggjandi vissu – en ég er nokkuð viss um að hinum kosmíska heimi er slétt sama þótt nú séu bara rétt rúmlega 350 dagar þangað til ég verð fertugur. Mér hins vegar þótti í það minnsta tilefni til að hlaupa aðeins í huganum yfir farinn veg. Ekki er hægt að segja að listinn yfir afrekin hafi verið upp á margar blaðsíður. Fyrir utan að hafa feðrað tvö börn hef ekki afrekað neitt svakalega mikið á síðustu 39 árum. Aðal ástæðan er sjálfsagt sú að ég er latur. Alveg sérlega latur. En auk þess að vera þessi letingi, eiginlega stærri þátturinn í því að hafa ekki afrekað meira í lífinu annað en að feðra tvö ágætis börn, er að ég er meðal-Jón. Ég er svo mikill meðalmaður að ég er í rauninni meðal- tal yfir allt. Meira að segja þessi tvö börn sem ég þó hef feðrað eru strákur og stelpa. Ég er vísitölugúbbi dauðans. Mig langar bara ekki í hundinn. Allt sem ég geri er meðal. Meira að segja nafnið mitt, Haraldur, er samnefn- ari yfir meðalgaurinn í næsta húsi. Jón er ekki meðal. Jón er allt of algengt til að vera meðal-nokkuð skapaður hlutur. Meðal-Jón er því rangt og ætti að vera meðal-Haraldur. Það er bara því miður bara of mikill tungubrjótur og ég sætti mig því við endinguna í meðal-aldur. Enda búinn með hálfa ævi meðal karl- manns á Íslandi. Ég hef því ekki áorkað neinu sem mun nokkru skipta í lífi nokkurs manns, í það minnsta annarra en ættingja og vina. Það er svo sem ekkert til að skammast sín fyrir. En ekki beinlínis neitt til að koma mér á spjöld sögunnar. Það geta ekki allir bundið enda á stríð eða fundið lækningu við krabba- meini og ég veit að ég mun afreka hvor- ugt. Enda skipti ég mér hvorki af stríðum né dútla við að lækna sjúkdóma í frítím- anum. En í þessari sjálfsskoðun minni, þarna að morgni afmælisdagsins míns, komst ég að einni niðurstöðu, hvar ég gekk örna minna þennan morguninn. Senni- lega hefur staðsetningin haft eitthvað með þessa uppgötvun að gera. Ég fann nefnilega, eftir talsverða leit, það sem ég hef umfram aðra samborgara mína og mun koma mér á spjöldin fyrr eða síðar. Ég held barasta að ég sé bestur á Ís- landi og jafnvel eitthvað út fyrir land- steinana í einum hlut. Já, góðir lesendur. Ég tel mig vera Íslandsmeistara í því að kúka. Ég kúka einfaldlega betur og meira en aðra menn. Ég borða mikið og yfirleitt frekar óhollan mat og ætti að öllu eðli- legu og miðað við mataræðið að telja vel upp undir 200 kílógrömm. En þar sem ég er svona með eindæmum góður á settinu næ ég ekki einu sinni þriggja stafa tölu. Borða þó pítsur, hamborgara og franskar nánast á hverjum degi. Galdurinn, góðir lesendur – þið sem enn eruð að lesa – liggur í því að kúka meira en borðað er. Þetta er lang besta megrunin í brans- anum í dag og þegar ég segi megrun þá meina ég auðvitað lífsstíll. Því það þarf að leggja mikinn metnað í að kúka svona mikið. Það fyrsta sem ég geri alla morgna, þegar ég er búinn að nudda stírurnar úr augunum, er að verma setuna. Les bara smá í blaði og geri mínar þarfir. Ja, stund- um þarf nú reyndar að lesa ansi mikið í blaðinu því í þessum lífsstíl er einfald- lega setið þangað til þyngdaraflið vinnur sína góðu vinnu. Það getur tekið allt frá nokkrum sekúndum upp í góðar 20 plús mínútur. Já, það verður enginn bestur með því að gefast upp og ég er meistari míns yfirráðasvæðis. Ristillinn minn gerir það sem ég segi honum. Með góðu eða illu skal illt út reka. Helst þó án þess að fá þrútna gyllinæð í kaupbæti. En þetta er nú bara það sem venjulegt fólk gerir. Að kúka á morgnana, altsvo. Ég hins vegar kúka minnst þrisvar á dag. Já, þrisvar og oftar ef ég er eitthvað off í maganum. Ef það kemur upp smá þemba eða álíka. Þá kúka ég það af mér. Ef eitthvað er í gangi í vinnunni. Kúka það af mér. Fjölskyldan eitthvað að plaga mig. Jú, alveg rétt! Beint inn á lettið og kúka það af mér. Þetta er líka svo góður tími. Ég hef aldrei reykt sígarettur að staðaldri en get ímyndað mér að þetta sé svipað. 10 mín- útur hér, 15 mínútur þar. Svona smávegis til að brjóta upp dag- inn – ómetanlegar stundir alveg. Þar sem ég sturt- aði afrakstri morg- unsins niður var mér litið á postu- línið – og þá laust því niður í mig. Að þrátt fyrir þessa uppgötvun mína, þessa með að ég er yfir meðallagi góður í einhverju, mun ég aldrei ná rísa upp úr meðaltalinu. Því eins góður og ég er að kúka er ég alveg einstaklega lélegur að pissa. Kæmist ekki einu sinni í utan- deildarlið í pissiríi. Dropar hingað og bunur þangað. Ýmist vegna tregðulögmáls- ins, af einbeitingarskorti, leti eða líkamlegum vanköntum. Barmabunur, skvettur og hristur upp um allt. Ég er því eftir allt saman bara í meðal- lagi góður á salerninu. Eitt vegur upp á móti öðru þar eins og annarstaðar. Meðalmennskan verður því ekki umflúin. HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS ÞJÓÐLEGA SVUNTUPARIÐ 4.980 5.990 SPARIVESKI FYLGIR Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda MEÐ VIRÐINGU OG KÆRLEIK Í 66 ÁR Útfarar- og lögfræðiþjónusta www.útför.is 50 ára afmælishátíð í Salzburg 15.–18. október og þú getur verið gestur! Iceland Congress Skipholt 25 Sími 552 9500 Meira á Facebook Ferðir - Iceland Congress Bókanir og upplýsingar: www.soundofmusic.is ÞETTA EINSTAKA TÆKIFÆRI BÝÐST AÐEINS Í STUTTAN TÍMA Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is 40 viðhorf Helgin 11.-13. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.