Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 16
Sumir halda að hann sé að pumpa einhverju í vöðvana á sér en hann er bara svona stór. Þetta er ekk- ert bull. Sumt fólk mun aldrei finna svona ást í lífinu Þau kynntust á Facebook og hafa verið óað- skiljanleg síðustu mánuði. Í næstu viku ganga þau svo í heilagt hjónaband á Mr. Olympia- sýningunni í Las Vegas. Og það er öllum boðið. Sara Heimisdóttir er 26 ára stelpa úr Reykjavík sem var að læra lögfræði á Flórída þar til hún kynntist líkamsræktarfrömuðinum Rich Piana. Nú búa þau saman í fimm hundruð fermetra villu í Los Angeles og keyra um á Maserati. Framtíðin er björt og Sara ætlar aldrei að flytja aftur til Íslands. Þ að eru yfir milljón manns búnir að sjá myndbandið núna svo ég er nokkuð viss um að það verður stappað í brúðkaupinu. Við erum pínu stressuð um að það komist ekki allir fyrir og hótelið verði ósátt við okkur,“ segir Sara Heimisdóttir, 26 ára Reykvík- ingur sem gengur að eiga líkamsrækt- arfrömuðinn Rich Piana í Las Vegas á fimmtudaginn í næstu viku. Verður í þröngum brúðarkjól sem sýnir bakið vel Það brá mörgum í brún í síðustu viku þegar vefmiðlar á Íslandi fjölluðu um brúðkaup Söru og Rich Piana. Hann til- kynnti um ráðahaginn á Youtube-rás sinni og myndbandinu var dreift með ógnarhraða á samfélagsmiðlum. Mynd- bandið hefur nú fengið yfir eina milljón áhorfa. Brúðkaupið verður á fimmtu- dagskvöldið í næstu viku, 17. september, á Mr. Olympia sýningunni í Las Vegas. „Þetta verður ekki beint hefðbundið brúðkaup. Við giftum okkur með öðru pari, Ashley og Coty, sem eru í liðinu – eru sponsoruð af Rich. Ég verð samt í hvítum brúðarkjól. Ekki týpískum, stórum hvítum kjól heldur mjög þröng- um og flottum kjól sem sýnir bakið vel.“ Koma einhverjir gestir frá Íslandi? „Já. Bróðir minn kemur og hugsan- lega pabbi, ef hann kemst. Móðir mín býr í Flórída og hún kemur. Svo koma tvær bestu vinkonur mínar frá Íslandi. Þær fljúga til LA á mánudag og keyra yfir með okkur. Svo verða auðvitað fullt af vinum héðan.“ Kynntust á Facebook Sara segir að þau hafi nýlega ákveðið að gifta sig og hafi því þurft að hafa hraðar hendur við undirbúninginn. En hver er sagan að baki þessu öllu saman? „Við töluðum aðeins saman fyrir tveimur árum og vissum hvort af öðru en svo kynntumst við í gegnum Facebo- ok. Við byrjuðum saman fyrir einhverj- um mánuðum síðan en þetta small svona rosalega vel saman. Við erum eiginlega alveg eins, eigum svo margt sameigin- legt og þetta var bara „meant to be.“ Sumt fólk mun aldrei finna svo ást í lífinu en við erum mjög heppin að hafa fundið hvort annað.“ Sé ekki fyrir mér að flytja aftur til Íslands Sara flutti til Orlando fyrir um fimm árum. „Ég ákvað að gera eitthvað meira með líf mitt, að láta draumana rætast. Ísland er bara svo lítið land. Mamma var búin að vera flugfreyja hjá Flugleiðum í 25 ár svo ég hafði verið mikið hér og er mjög amerísk í mér. Ég er meira að segja fædd 4. júlí. Ég sé ekki fyrir mér að flytj- ast aftur til Íslands,“ segir hún. Fylgistu ennþá með því sem gerist heima á Íslandi? „Voða lítið. Bara því sem fólk segir mér. Ég er ekkert hangandi á netinu að skoða hvað er í gangi. Ég gerði það fyrst eftir að ég flutti út en núna veit ég bara það sem fjölskylda og vinir segja mér. En tengslin eru til staðar því öll fjöl- skyldan býr þar nema mamma og ég er búin að vera með fullt af dóti í geymslu í fimm ár. Ég þarf klárlega að koma einn daginn, það er orðið langt síðan ég hef séð alla. Ég er ekki alveg búin að gleyma ykkur.“ Sara settist á skólabekk eftir að hún fluttist til Flórída. Fyrst lærði hún sál- fræði og svo lögfræði. „Svo kynntist ég Rich og við náðum strax vel saman. Við vitum að við viljum vera saman að eilífu og ætlum að gera allt í okkar valdi til að láta það ganga. Ég ákvað því að flytja frá Flórída til Los Angeles og tek mér pásu frá skólanum.“ Peningasóun að keppa í fitness Eftir að Sara flutti út til Flórída keppti hún í fitness. Það var hluti af því að láta drauma sína rætast. „Mig langaði alltaf að keppa þegar ég var á Íslandi, að fara á svið, enda er þetta vinsælt sport. Þegar ég kom út fékk ég mér þjálfara og fór að keppa. Mér gekk vel en þetta kostar rosalega peninga og þú notar alla þína orku. Það passaði ekki vel með skólanum.“ Hún segir að Rich hafi fengið sig til að líta þetta öðrum augum en hún áður gerði. „Eins og fólk getur séð er hann öðruvísi en allir. Þú finnur ekki hrein- skilnari mann. Þess vegna elskar fólk hann, hann er svo hreinn og beinn. Hann segir til dæmis ungu fólki það sem aðrir segja þeim ekki. Hann sagði mér Framhald á næstu opnu Hin 26 ára gamla Sara Heimisdóttir gengur að eiga hinn 44 ára gamla Rich Piana í næstu viku. Þau kynntust fyrir nokkrum mánuðum og hafa verið óaðskiljanleg síðan. Hér eru þau í ræktinni. 16 viðtal Helgin 11.-13. september 2015 Skírnartertur að hætti Jóa Fel Pantanir í Síma: 588 8998 joifel@joifel.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.