Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 30
Þetta er samt mikil áskorun því þetta er æft tal í sam- ræmi við tónlistarflut- ing. Eitthvað sem ég er ekki vanur því þegar ég held tón- leika einn þá kemur bara eitthvað. Við erum alltaf í einhverju fári Í október stígur tónlistar- maðurinn KK á svið Borgar- leikhússins og segir sögu gítaranna sinna sem hafa fylgt honum í blíðu og stríðu í gegnum árin. Hann greinir frá uppruna þeirra og sér- stökum tengslum sínum við hvern og einn þeirra – allir tengjast þeir á einn eða annan hátt skrautlegu lífi og örlögum erlendra trúbadora sem áttu það sameiginlegt að þrá réttlæti og frelsi. KK segir sjálfur að þetta sé öðruvísi en tónleikar þar sem hann hefur ráðið sjálfur hvað hann segir því fyrir þetta þarf hann að læra ákveðinn texta eins og hver annar leikari. Hann fær þó smá tíma í hverri sýningu til þess að spinna eins og hann er vanur. K ristján Kristjánsson, eða KK, hefur sungið um lífið í næstum þrjá áratugi og lög hans og textar eru margir orðnir þjóðareign. Á tónleikum segir hann gjarnan sögur af ferðum sínum um heiminn og KK er góður sögu- maður. Í sýningunni Vegbúar, sem frumsýnd verður í Borgarleikhús- inu þann 15. október, mun Kristján segja sögur og spila tónlist, en í þetta sinn eru þetta ekki bara hans sögur, né hans lög. „Þetta er einleikur um tónlistina og hvernig hún getur haft afgerandi áhrif á gang mála,“ segir Kristján þegar hann er spurður nánar út í verkefnið. „Hversu mikilvæg tón- listin er í lífi okkar,“ segir hann. „Í blóðugum byltingum, sem og and- legum málefnum. Tengingunni við hinn mikla eilífa anda. Hvað er tón- list? Ef maður fer að pæla í því þá er þetta einhver tíðni sem fer út í loft- ið, hittir mann og einhverra hluta vegna eru komnir einhverjir tónar inn á svið og halda ræður og taka við verð- launum og slíkt. Þá kom upp þessi umræða hvort fólk væri ekki stressað að koma fram og tala fyrir framan allt þetta fólk,“ segir hann. „Þegar ég var spurður hvort ég væri stressaður þá svaraði ég, „Ég hef gítarinn.“ Þetta sló okkur báða og við fórum að pæla í þessu. Út frá þessum pælingum er þetta leikrit, Vegbúarnir, sprottið,“ segir Krist- ján. „Við erum búnir að vera að skrifa þetta síðan 2008 og kynna þetta fyrir leikhúsun- um öðru hvoru, þegar við höfum haft tíma,“ segir hann. „Borgarleikhúsið sýndi þessu mikinn áhuga og tók þetta inn og setti okkur undir sinn verndarvæng. Rauði þráðurinn í verkinu er, eins og ég sagði, áhrif tónlistarinnar, en séð frá mín- um bæjardyrum. Mínum gíturum og slíkt, en samt reyni ég að hafa þetta sem minnst um mig,“ segir Kristján. „Það væri óþægi- legt að vera einn á sviðinu með einleik, um mig. Við fjöllum um tónlistarmenn sem haft hafa mikil áhrif á gang mála í gegnum tíð- ina. Menn eins og Dylan, Lennon, Joe Hill, Woody Guthrie og Cat Stevens og fleiri. Svo fer ég líka í áhrif tónlistar á gang mála almennt eins og í baltnesku ríkjunum á sín- um tíma. Byltingin þar var kölluð The Sing- ing Revolution. Svo tek ég lög frá þessum löndum og tímabilum, svo er eitt og eitt lag frá mér líka,“ segir Kristján. Gítararnir eru vörður Kristján hefur um árabil verið með tónlistar- þætti á Rás 1 og er mikill áhugamaður um tónlist. Hann segist þó ekki eiga sér nein uppáhalds tímabil í tónlistinni heldur leyfir öllu að njóta sín. „Ég sæki mína vitneskju í bækur og á vefinn, eins og aðrir,“ segir hann. „Ég hef samt haft fyrir því að sækja mér þessa vitneskju og hef þurft þess í mínu starfi. Ég hef áhuga á allri músík sem snertir mig. Það eru til tvær tegundir tónlistar. Sú sem snertir mann, og sú sem snertir mann ekki,“ segir Kristján. „Það getur hvaða teg- und tónlistar sem er snert mann, það fer ekkert framhjá manni þegar það gerist. Ég nota svo gítarana mín sem vörður í leikritinu því ég fer um víðan völl,“ segir hann. „Þetta er skemmtun líka, og það má ekki vera leiðinlegt. Ég hugsa að ég verði með svona sjö gítara úr mínu safni,“ segir hann. „Allir hafa þeir sína sögu, bæði sem hljóð- færi og líka af mér persónulega. Það er einn sænskur gítar þarna frá árinu 1910 og þá get ég tengt hann auðveldlega við þá per- íódu. Robert Johnson og Joe Hill til dæmis. Ég er ekki búinn að eiga hann frá upphafi,“ segir Kristján sposkur. „Ég keypti hann á uppboði í Svíþjóð fyrir 30 árum. Ég hef allt- af sankað að mér allskonar gíturum í gegn- um tíðina og þeir eiga allir sínar sögur.“ Öðruvísi að læra texta Ferill Kristjáns spannar þrjá áratugi og hann hefur farið víða. Hann tengir tímabil á ferlinum oft við hljóðfærin sín og segir að ósjálfrátt spili hann ekki sömu lögin á sömu gítarana. „Gítararnir geta átt það til að tengja mig við ákveðin tímabil í lífinu,“ segir hann. „Svo er líka svo skrýtið að mað- ur spilar ekki sömu lögin á sömu gítarana. Gítarinn segir í rauninni til um karakter tónlistarinnar sem spiluð er á hann,“ segir Kristján. „Ég fer inn á þetta í sýningunni sem og kem inn á kynni mín af fólki og stöðum í gegnum tíðina og ferðalög mín.“ Ertu stressaður? „Það er svo mikill texti sem ég þarf að læra og ég er ekki vanur því,“ segir hann. „Við viljum hafa fastan texta. Öðruvísi breyti ég þessu daglega og þá verður þetta aldrei tilbúið. Um leið og textinn er tilbúinn og ég búinn að læra hann, þá má kannski leika sér aðeins með hann,“ segir Kristján. „Ég mundi vilja hafa kannski 5 til 10 mínútur af sýningunni þar sem ég hef frjálst flæði. Þetta er samt mikil áskorun því þetta er æft tal í samræmi við tónlistarflutning. Eitthvað sem ég er ekki vanur því þegar ég held tónleika einn þá kemur bara eitthvað,“ segir hann. Lifir í núinu KK hefur gefið út fjölda hljómplatna og samið lög fyrir leikhús. Þó eru sjö ár síðan síðasta plata kom út og er hann ekkert að flýta sér að gefa út nýja plötu. „Fyrir nokkrum árum var byrjað á heim- ildarmynd um mig sem verður sýnd núna um jólin,“ segir hann. „Í tilefni af því kem- ur út plata með safni af mínum lögum og á henni verða nokkur ný lög. Ég hef bara verið á fullu í öðrum hlutum og ekki fundið neina pressu til þess að koma með nýja plötu,“ seg- ir Kristján. „Ég sé ekki ástæðu til þess að koma með plötu, bara til þess að gera það. Ég reyni að lifa í núinu. Á þessum tímum sem við lifum á, þá fjarlægjumst við núið alltaf meira og meir,“ segir hann. „Við erum alltaf í einhverju fári að reyna að komast úr núinu yfir í næsta nú. Málið er að við höfum bara núið og við erum alltaf á flótta undan einhverju sem er ekki hægt að vera á flótta undan og fyrir bragðið erum við föst í hausn- um á okkur. Ef við pælum í því þá eru hugs- anir okkar sem við höldum að séum við, en eru það ekki því þær eru egóið okkar, um fortíðina eða framtíðina. Um leið og maður kemur inn í núið og andar bara djúpt og lítur í kringum sig, þá missir maður ekki af feg- urðinni sem er allt í kring,“ segir Kristján Kristjánsson, KK tónlistarmaður. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is á þig sem búa til einhverjar tilfinn- ingar inni í þér. Gleði og sorg. Fá mann til þess að gráta eða gleðjast og elska,“ segir Kristján. Sjö ára vinna að baki sýningunni Leikstjóri Kristjáns í Vegbúum er Jón Gunnar Þórðarson, sem hafði unnið með Kristjáni áður, en þeir skrifa verkið saman. „Við höfðum unnið saman í leikritinu Fool For Love sem Jón Gunnar setti upp í Silfurtunglinu í Austurbæ,“ segir Kristján. „Þar lék ég gamlan karl og við fengum nokkrar tilnefningar til Grímunnar, en unnum þó ekki. Á verðlaunahá- tíðinni spilaði ég eitt lag og í sviðs- vængnum áður en ég steig á svið þá voru margir leikarar að koma og fara „Þegar ég var spurður hvort ég væri stress- aður þá svaraði ég, „Ég hef gítarinn.“ Ljósmynd/Hari 30 viðtal Helgin 11.-13. september 2015 S. 553-1800 / Holtagarðar / 104 Reykjavík / www.fondurlist.is Byrjandanámskeið í Kertagerð 29 Sept. Föndur, lista og hannyrðavörur Allar nánari uppýsingar eru að finna á http://fondur.is/namskeid/ Stærsta föndurverslun landsins 1000 fm föndurverslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.