Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 64
Þrátt fyrir að myrkrið geti tekið á sig hinar ýmsu myndir þá var ég bara spennt- astur fyrir þessu svartasta myrkri sem við þekkjum. Svartar myndir úr úthverfum Reykjavíkur É g var með sýningu fyrir einu ári en það voru gömul verk. Ég hef ekki sýnt ný verk í tvö ár,“ segir Hall-grímur Helgason. „Verkin eru flest unnin á þessu ári. Ég er fljótur að vinna, en maður má samt ekki vera of fljótur,“ segir hann. „Hver mynd á þessari sýningu tók svona eina viku eða þar í kring í vinnslu. þetta eru allt svartar myndir. Þetta eru allt myndir úr úthverfum Reykjavíkur, innkeyrslum um nótt,“ segir Hallgrímur. „Bílar fyrir utan hús, nokkurs- konar uppstillingar. Hugmyndin var nú blanda af mörgum hlutum. Ég er oft að labba úti með hundinn og mér fannst alltaf eitthvað heillandi við það að sjá heimili fólks upplýst í skammdeginu,“ segir hann. „Svo langaði mig til þess að mála myrkrið. Meirihluta ársins er myrkur hjá okkur á Íslandi, en það hefur kannski ekki verið gert mikið af því að ná því inn í myndlistina. Það tók mig svolítinn tíma að finna rétta svarta litinn. Ég þurfti að prófa einhverjar fimm tegundir þegar ég loksins fann þann rétta. Þrátt fyrir að myrkrið geti tekið á sig hinar ýmsu myndir þá var ég bara spenntastur fyrir þessu svartasta myrkri sem við þekkjum,“ segir hann. Hallgrímur er bæði þekktur fyrir myndlist sína sem og ritverk. Hann vinnur nú að nýrri bók sem kemur út fyrir jólin. „Þessar greinar eru mjög aðgreindar hjá mér,“ segir hann. „Það tekur alltaf smá tíma að fara í gang þegar maður skiptir á milli, því maður vill ekki dreifa kraftinum á milli þessara greina. Það kemur ný bók frá mér í næsta mánuði og þetta er í fyrsta sinn sem ég skrifa í sjálfsævi- sögustíl,“ segir hann. „Bókin fjallar um eitt ár í mínu lífi, 1981-1982, þegar ég var í námi í listaakademíunni í Mün- chen. Það var kannski erfiðasti veturinn í mínu lífi,“ segir hann. „Allavega var hann nógu erfiður til að vera efni í bók. Ég mundi ekki endilega allt þegar ég byrjaði en um leið og maður er að skrifa þá man maður allt. Þá fara hlut- irnir að rúlla og eitthvað gerist. Allt í einu verður allt mjög skýrt og skrítið hvernig þetta virkar,“ segir Hallgrímur Helgason, rithöfundur og listmálari. Sýning Hallgríms í Tveimur hröfnum stendur til 10. október og allar upplýsingar um opnunartíma má finna á facebooksíðunni Tveir hrafnar listhús. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Hallgrímur Helga- son opnar í dag, föstudag, sýningu í listhúsinu Tveimur hröfnum við Baldursgötu. Á sýningunni eru ný verk eftir Hallgrím sem hann hefur unnið á undanförnum mánuðum. Myrkrið er honum hjartfólgið í þessum myndum og segir hann erfitt að koma íslensku vetrarmyrkri á prent. Hall- grímur sýndi síðast ný verk fyrir tveimur árum og í næsta mánuði kemur út ný bók eftir hann, þar sem hann rifjar upp erfiðasta vetur sem hann hefur upplifað.  Myndlist sýning á nýjuM verkuM HallgríMs Helgasonar í tveiMur HröfnuM Hallgrímur Helgason frumsýnir ný verk í Tveimur hröfnum um helgina. Ljósmynd/Hari 64 menning Helgin 11.-13. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.