Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Page 64

Fréttatíminn - 11.09.2015, Page 64
Þrátt fyrir að myrkrið geti tekið á sig hinar ýmsu myndir þá var ég bara spennt- astur fyrir þessu svartasta myrkri sem við þekkjum. Svartar myndir úr úthverfum Reykjavíkur É g var með sýningu fyrir einu ári en það voru gömul verk. Ég hef ekki sýnt ný verk í tvö ár,“ segir Hall-grímur Helgason. „Verkin eru flest unnin á þessu ári. Ég er fljótur að vinna, en maður má samt ekki vera of fljótur,“ segir hann. „Hver mynd á þessari sýningu tók svona eina viku eða þar í kring í vinnslu. þetta eru allt svartar myndir. Þetta eru allt myndir úr úthverfum Reykjavíkur, innkeyrslum um nótt,“ segir Hallgrímur. „Bílar fyrir utan hús, nokkurs- konar uppstillingar. Hugmyndin var nú blanda af mörgum hlutum. Ég er oft að labba úti með hundinn og mér fannst alltaf eitthvað heillandi við það að sjá heimili fólks upplýst í skammdeginu,“ segir hann. „Svo langaði mig til þess að mála myrkrið. Meirihluta ársins er myrkur hjá okkur á Íslandi, en það hefur kannski ekki verið gert mikið af því að ná því inn í myndlistina. Það tók mig svolítinn tíma að finna rétta svarta litinn. Ég þurfti að prófa einhverjar fimm tegundir þegar ég loksins fann þann rétta. Þrátt fyrir að myrkrið geti tekið á sig hinar ýmsu myndir þá var ég bara spenntastur fyrir þessu svartasta myrkri sem við þekkjum,“ segir hann. Hallgrímur er bæði þekktur fyrir myndlist sína sem og ritverk. Hann vinnur nú að nýrri bók sem kemur út fyrir jólin. „Þessar greinar eru mjög aðgreindar hjá mér,“ segir hann. „Það tekur alltaf smá tíma að fara í gang þegar maður skiptir á milli, því maður vill ekki dreifa kraftinum á milli þessara greina. Það kemur ný bók frá mér í næsta mánuði og þetta er í fyrsta sinn sem ég skrifa í sjálfsævi- sögustíl,“ segir hann. „Bókin fjallar um eitt ár í mínu lífi, 1981-1982, þegar ég var í námi í listaakademíunni í Mün- chen. Það var kannski erfiðasti veturinn í mínu lífi,“ segir hann. „Allavega var hann nógu erfiður til að vera efni í bók. Ég mundi ekki endilega allt þegar ég byrjaði en um leið og maður er að skrifa þá man maður allt. Þá fara hlut- irnir að rúlla og eitthvað gerist. Allt í einu verður allt mjög skýrt og skrítið hvernig þetta virkar,“ segir Hallgrímur Helgason, rithöfundur og listmálari. Sýning Hallgríms í Tveimur hröfnum stendur til 10. október og allar upplýsingar um opnunartíma má finna á facebooksíðunni Tveir hrafnar listhús. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Hallgrímur Helga- son opnar í dag, föstudag, sýningu í listhúsinu Tveimur hröfnum við Baldursgötu. Á sýningunni eru ný verk eftir Hallgrím sem hann hefur unnið á undanförnum mánuðum. Myrkrið er honum hjartfólgið í þessum myndum og segir hann erfitt að koma íslensku vetrarmyrkri á prent. Hall- grímur sýndi síðast ný verk fyrir tveimur árum og í næsta mánuði kemur út ný bók eftir hann, þar sem hann rifjar upp erfiðasta vetur sem hann hefur upplifað.  Myndlist sýning á nýjuM verkuM HallgríMs Helgasonar í tveiMur HröfnuM Hallgrímur Helgason frumsýnir ný verk í Tveimur hröfnum um helgina. Ljósmynd/Hari 64 menning Helgin 11.-13. september 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.